Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2010 3 Jóhanna er af vinum sínum kölluð Hunda-Hanna enda mikil hunda- manneskja að eigin sögn. Meðfram námi í uppeldis- og menntunar- fræðum við Háskóla Íslands lærir hún hundaþjálfun hjá Sheila Harp- ers International Dog Behavioral and Training School í Bretlandi sem er eins og hálfs árs nám. Jóhanna stefnir á útskrift frá HÍ í haust og vinnur nú að lokaverk- efni sínu. „Ég hafði lengi spáð í það hvernig hundurinn minn hefði haft áhrif á uppeldi mitt,“ segir Jóhanna en hundurinn sem hún eignaðist þegar hún var átta ára dó af slysförum í janúar, 17 ára gömul. Lát hins trygga förunautar varð til þess að móta enn frekar hugmyndina að ritgerðinni. „Ég ákvað að taka fyrir kenning- ar Dinu Baumrind um fjóra mis- munandi uppeldishætti foreldra,“ útskýrir Jóhanna en þeir eru: leið- andi, skipandi, eftirlátssamir og afskiptalausir. „Ég ákvað síðan að bera þá saman við þær þjálfunar- aðferðir sem eru notaðar í hunda- heiminum,“ segir hún og vill meina að á Íslandi séu þrjár aðferðir ráð- andi. Þjálfun byggð á hugmyndum um yfirráð, þjálfun sem byggir á hvatningastjórnun og þjálfun sem styrkir jákvæða hegðun. Þótt ritgerðinni sé ólokið hefur Jóhanna komist að nokkrum megin- niðurstöðum og telur að mismun- andi uppeldis- og þjálfunaraðferð- ir fari hönd í hönd. Hún paraði saman hina leiðandi og upplýsandi uppeldisaðferð for- eldra við styrkingu við jákvæða hegðun hjá hundaeigendum. „Börn- in verða sjálfsörugg, ófeimin og eiga auðveldara með að mynda tengsl við aðra. Svipað má segja um hunda sem hafa verið þjálfaðir með styrkingu við jákvæða hegðun. Þeir eru almennt ánægðari, hlýða af því þeir vilja það en ekki af því þeir þurfa þess eða þora ekki öðru,“ útskýrir Jóhanna. Þá taldi hún skipandi uppeldis- aðferðir af sama meiði og þjálfunar- aðferðir byggðar á hugmyndum um yfirráð. „Þannig eiga bæði börn og hundar að hlýða skilyrðislaust hvort sem þau skilja skipunina eða ekki,“ segir Jóhanna. Hún bætir við að afleiðingar slíkra uppeldisaðferða geti valdið því að börn geri uppreisn á unglingsaldri og eigi erfitt í sam- skiptum við önnur börn. Það sama eigi við um hundana. Þeir verði óör- uggir og kvíðnir og geti orðið árásar- gjarnir við aðra hunda. Eftirlátssamir uppeldishættir virðast tengjast hvatningastjórn- un hjá hundum. „Þar velur barnið hvort það hlýðir eða ekki,“ segir Jóhanna og bendir á að ef eigandi treysti á hvötina hjá hundinum til að hann læri hafi hann valið um að fylgja hvöt eða skipun og í flestum tilfellum velji hundurinn hvötina. Að lokum paraði Jóhanna afskiptalausa uppeldishætti við vanrækslu hunda. Hún skoðaði einnig sambönd barna og hunda í tengslum við mis- munandi uppeldishætti. Þannig fann hún rannsókn sem sálfræð- ingurinn og fjölskylduráðgjafinn Robert Bierer gerði árið 2000. „Hann tók fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára og bar saman börn sem áttu hund og börn sem ólust ekki upp með hundi. Sú rannsókn leiddi í ljós að börnin sem áttu hund voru með betra sjálfsálit, voru öruggari og áttu auðveldara með að sýna samúð og samkennd,“ greinir Jóhanna frá og vonast til að niðurstöður ritgerð- ar hennar geti nýst hundaeigendum jafnt sem foreldrum. Fróðleiksfús- um hundaáhugamönnum er einnig bent á heimasíðu Jóhönnu, www. reykjalin.com/hundahanna. solveig@frettabladid.is Ýmislegt líkt með uppeldi barna og hunda Gæludýr kosta sum hver skildinginn og þá sérstaklega ef þau eru hrein- ræktuð. Hestakaup eru líka mikil fjár- festing og vilja margir hafa vaðið fyrir neðan sig og kaupa tryggingar sem lágmarka mögulegt tjón eða skaða. Við eftirgrennslan hjá nokkrum trygg- ingarfélögum kom í ljós að flestir kaupa hunda- og hestatryggingar þó eitthvað sé um að fólk tryggi ketti, fugla og önnur dýr. Iðgjöldin fyrir þessar tryggingar eru jafn mismun- andi og tryggingarnar eru margar en þau ráðast af tegund dýrs, verðmæti þess og notagildi (í tilfellum hesta og hunda) auk þess sem líftryggingarfjár- hæðin sem valin er getur verið mis- jöfn. Hámarks vátryggingarfjárhæð fer eftir tegund dýrs og getur hún lækkað eftir því sem það eldist auk þess sem eigin áhætta er öllu jöfnu einhver. Tryggingarfélögin bjóða upp á nokk- uð sambærilegar tryggingar þó ein- hver blæbrigðamunur sé á áherslum. Í flestum tilfellum er boðið upp á líf- tryggingu sem bætir tjón ef dýrið deyr, hvort sem það er af völdum sjúkdóms eða slyss og sjúkrakostnaðartryggingu sem bætir lækniskostnað. Þá er víða boðið upp á ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem fellur á vátryggðan eig- anda vegna líkams- eða munatjóns sem gæludýr veldur og afnotamissis- tryggingu sem bætir tjón vegna dýra sem eru notuð eða ætluð í ræktun. Eins eru til umönnunar- eða gæslu- tryggingar sem bætir gæslukostnað ef eigandi slasast eða veikist alvarlega. Sumar tryggingarnar er hægt að kaupa einar og sér en aðrar sem viðbót með líftryggingum. - ve Dýrin tryggð fyrir skakkaföllum TRYGGINGARFÉLÖGIN BJÓÐA GÆLU- DÝRATRYGGINGAR AF ÝMSUM TOGA. Hreinræktuð gæludýr kosta skildinginn og vilja eigendur þeirra margir vera með gæludýratryggingar sem geta verið af ýmsum toga. NORDICPHOTOS/GETTY FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Jóhanna Reykjalín Ragnarsdóttir vinnur að BA-ritgerð sinni þar sem hún ber saman uppeldisaðferðir foreldra og þjálfunaraðferðir hunda en hún stundar nám sem tengist hvort tveggja. Jóhanna Reykjalín Ragnarsdóttir vinnur að BA-ritgerð í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún ber saman uppeldis- aðferðir foreldra og þjálfunaraðferðir hundaeigenda. Niðurstöður benda til að margt sé sammerkt með uppeldi barna og þjálfun hunda. Við elskum hundana okkar og þess vegna gerum við allt til að halda þeim sterkum, heilbrigðum og ánægðum. Heimsenda- meistararnir* fá góða og holla næringu og ekki síður glansandi fallegan feld. Við gefum hundunum okkar Pedigree. Meistararnir okkar vilja Pedigree Fyrir hundinn þinn Björn Ólafsson – BIPDT Lára Björk E. Birgisdóttir * Íslenskir og alþjóðlegir meistarar á sýningum HRFÍ PI PA PI PA PI PA PI PA PI PA PI PAPA PI PA PI PI RRRRRR \\\ TB W A TB W A TB W A TB W TB WWWW TB WBBWT •••••••• SÍ A S ÍA S ÍA S ÍA SÍ A A SÍ A •••• 10 07 9 10 07 99 1 0 07 0 07 1 0 07 0 07 0 07 0 0707 0 07 0 07 0 07 0 0707000 0 00 00000000000000000000000001 55555 Pedigree: eflir náttúrulegar varnir styrkir liði og vöðva styrkir tennur og tannhold gefur feldi hundsins aukinn glans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.