Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 36
28 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Efnahags- mál Borgarmálafélag F-lista Ólafur F. Magnússon hefur lagt fram fjárhags- og eigna stöðu sína í borgarstjórn. Rannsóknarskýrsla Alþingis kallar á að kjörnir fulltrúar geri hreint fyrir sínum dyrum. Hver átti Landsbankann? Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er krydduð með útdráttum úr skýrslu- töku nefndarinnar. Sumir þeirra eru afar athyglisverðir og kalla á fleiri spurningar, til dæmis þessi útdráttur úr skýrslu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrr- verandi bankastjóra Landsbankans: „Ég hef alltaf haft þá trú að það væru, að það væru allt aðrir aðilar sem hefðu átt bankann heldur en hérna, eða sem sagt allt aðrir aðilar keypt bankann heldur en menn hafa sagt. Og mig hefur oft grunað að það væru einhverjir aðrir sem raunverulega ættu hann.“ Hvern grunaði Sigurjón að væri raunveru- legur eigandi Landsbankans? Og þótti honum þessi grunur sinn ekkert tiltökumál? Fátækt á Íslandi Annar athyglisverður útdráttur í skýrslunni er tölvubréf Magnúsar Guðmundssonar til Ágústs og Lýðs Guðmundssona, Hreiðars Más Sig- urðssonar, Steingríms Kárasonar, Ármanns Þorvaldssonar og Sig- urðar Einarssonar, frá febrúar 2008. Efni bréfsins er útleiga á snekkju Kaupþingsmanna yfir sumarið til að redda smá skotsilfri. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir getum við haldið áfram, ef við erum enn fátækir selj- um við dallinn.“ Já, fátækt er afstætt hugtak. Af hverju hættir hann þá? Björgvin G. Sigurðsson ætlar ekki að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir þá niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Röksemdin er á þá leið að hann hafi áður sagt af sér sem ráðherra og hafi síðan hlotið góðan stuðning í prófkjöri og kosningum. En hvers vegna hættir Björgvin þá sem þing- flokksformaður? bergsteinn@frettabladid.is Undanfarið hafa ýmsir, þ.á m. Fréttablað-ið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmd- ir“. Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða fram- kvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virð- ist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsfram- leiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar hús- mæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að pen- ingaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Frétta- blaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stór- felldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint sam- hengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mæli- kvarða á kostnað eða ávinning af pólitísk- um ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Hvað kosta lopapeysurnar? Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur S kýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu. Niðurstöður nefndarinn- ar eru skýrar, gagnrýnin beitt og sumar upplýsingarnar, sem skýrslan dregur fram í dagsljósið, þess eðlis að hinn almenni lesandi sýpur hveljur. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar í ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi vanrækt starfs- skyldur sínar, einkum með því að bregðast ekki með viðeigandi hætti við aðsteðjandi hættu á bankahruni. Hún telur sömuleiðis að fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Lýsingarnar á samskiptaleysi, persónulegri óvild manna á milli og fálmkenndum vinnubrögðum mánuðina fyrir hrun bera hvorki íslenzkri stjórnsýslu né pólitík fagurt vitni. Einna hörðust er gagn- rýnin á vinnubrögðin við yfirtöku ríkisins á Glitni. Um hana segir nefndin að vinnubrögðin hafi verið „ótæk“: „Þau voru á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfs- háttum sínum.“ Þetta er kurteis- leg aðferð til að segja að Ísland hafi hagað sér eins og þau ríki, sem stundum eru kölluð banana- lýðveldi. Fleiri rök má finna í skýrsl- unni fyrir þeirri samlíkingu. Undir lokin réðu stjórnkerfið og eftirlitsstofnanirnar ekkert við það skrímsli, sem auðmenn landsins höfðu skapað. Tækifærin til að hefta vöxt bankakerfisins höfðu farið forgörðum og undir lokin áttu stjórnmálamennirnir ekki annan kost en að spila með; ekki var hægt að taka áhættuna af því að kerfið eða hluti þess félli. Fjölmiðlar reyndust ekki aðhaldshlutverki sínu vaxnir; voru of veikburða og samdauna fögnuðinum yfir því, sem að minnsta kosti á yfirborðinu virtist fádæma velgengni bankanna. Þeir stjórnmála- og embættismenn, sem hafa nú hendur sínar að verja, geta vísað til þess að upphafið að hruninu lá í ákvörðun- um eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir misnotuðu herfilega það frelsi, sem þeim hafði verið fengið. Stórir eigendur bankanna, til að mynda Baugsveldið, Björgólfsfeðgar og Exista, höfðu óeðlilegan aðgang að lánsfé bankanna. Bankarnir beittu blekkingum gagnvart eftirlitsstofnunum og reyndu að breiða yfir hvernig farið var á svig við reglur um áhættustýringu, sem áttu að vernda bankana sjálfa. Stjórnmálamennirnir eru þó ekki saklausir af því að skrímslið varð til. Þau mistök sem voru gerð við einkavæðingu ríkisbankanna með því að afhenda þá „kjölfestufjárfestum“ stuðluðu þannig að því að einstakar viðskiptablokkir náðu taki á öllum bönkunum. Rannsóknarnefndin hefur vísað mörgum málum úr bankakerfinu til saksóknara. Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort fyrrverandi ráðherrum verður stefnt fyrir Landsdóm. Hugsanlega verða höfð- uð fleiri skaðabótamál á hendur einstaklingum, sem tóku ákvarð- anir sem kostað hafa fyrirtæki og almenning háar fjárhæðir. Að sjálfsögðu er mikilvægt að menn taki afleiðingum gerða sinna. Mikilvægast er þó að íslenzkt samfélag í heild dragi nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Að við gerum það sem gera þarf til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Rannsóknarskýrslan er áfellisdómur. Bananalýðveldið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.