Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.04.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2010 35 HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálf- ari landsliðs Austurríkis, telur Ísland hafa verið heppið með drátt í undankeppni Evrópumótsins. Dregið var í riðla í Serbíu í gær en þar mun lokakeppnin verða haldin 2012. Tvö efstu liðin munu komast í úrslitakeppnina en Ísland er í riðli með Austurríki, Þýskalandi og svo sigurvegaranum úr undanriðli B. Í þeim riðli keppa Lettland, Ítalía, Finnland og Georgía. „Þetta er fínn dráttur fyrir Ísland. Ég tel það nokkuð skýrt að Þýskaland og Ísland fara áfram upp úr þessum riðli. Ég tel að hin liðin eigi ekki að geta staðið í vegi fyrir því,“ segir Dagur sem vill meina að leikur Íslands og Austurrík- is á síðasta Evrópumóti hafi verið einsdæmi. Liðin gerðu þá jafntefli í dramatískum leik. „Í tíu leikj- um gegn Íslandi nær Austurríki kannski einum svona leik. Allir sem sáu þennan leik á EM vita að það var ansi mikill heppnisstimpill á honum fyrir Austurríki.“ Dagur metur Ísland sem sigurstranglegasta lið riðils- ins. „Þetta er fínn dráttur fyrir Ísland. Ég tel það nokkuð skýrt að Þýskaland og Ísland fara áfram upp úr þessum riðli. Ég held að hin liðin eigi ekki að geta staðið í vegi fyrir því. Ég tel Ísland með betra lið en Þýskaland. Síðustu tvö ár hafa Þjóð- verjar ekki verið sannfærandi og það eru brotalamir í landsliðsmálun- um hjá þeim. Það þarf heilmikið að gerast hjá þeim svo þeir geti talist ein af þessum toppþjóðum. Ísland er þó í þeim flokki í dag að mínu mati,“ segir Dagur. Undankeppnin fer af stað í októ- ber en Dagur reiknar ekki með því að vera við stjórnvölinn þá. „Minn samningur er bara fram á sumar svo ég spái ekkert í þetta. Að öllu óbreyttu hætti ég með austurríska liðið eftir leikina í sumar. Það er náttúrulega freistandi að mæta Þýskalandi og Íslandi en maður verður að horfa á þetta með þeim augum að ég er með fangið fullt í Berlín. Það gengur ekki til lengdar að vera með tvö lið að mínu mati,“ segir Dagur sem er einnig þjálfari þýska liðsins Fuchse Berlin. Hann mun stýra Austurríki gegn Hollandi í sumar í leikjum um að komast á heimsmeistaramótið á næsta ári og líklegt að það verði hans síðustu leikir með liðið. - egm sport@frettabladid.is Dagur Sigurðsson segir að íslenska handboltalandsliðið hafi fengið flottan drátt í undankeppni EM: Nokkuð skýrt að Ísland mun fara áfram LÍKLEGA AÐ HÆTTA Dagur Sig- urðsson, þjálfari Austurríks. MYND/DIENER FÓTBOLTI Hólmfríður Magnús- dóttir var nálægt því að skora í sínum fyrsta leik með Philadelp- hia Independence þegar banda- ríska kvennadeildin fór af stað í fyrrinótt. Philadelphia-liðið gerði þá markalaust jafntefli á heima- velli á móti Atlanta Beat en það lið þjálfar Gareth O’Sullivan, fyrrverandi þjálfari KR og Aftureldingar. Hólmfríður lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar í leik- kerfinu 4-3-3. Hólmfríður komst tvisvar nálægt því að skora á lokamínútum leiksins. Hún átti þrumuskot af um 30 metra færi í slána á 82. mínútu og sex mín- útum síðar náði markvörður Atl- anta að verja frá henni auka- spyrnu. - óój Hólmfríður Magnúsdóttir: Með sláarskot í fyrsta leiknum ÓGNANDI Hólmfríður Magnúsdóttir lék sem vinstri bakvörður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Njarðvík hefur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjú ár Njarðvíkingar halda áfram að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar þeir taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Ljónagryfj- unni klukkan 19.15 í kvöld. Keflavíkurliðið vantar áfram aðeins einn sigur enn til þess að komast í lokaúrslitin en Njarðvík tryggir sér oddaleik á fimmtu- dagskvöld með sigri í kvöld. Njarðvíkingar reyna í kvöld að enda fimm leikja taphrinu liðsins í Ljónagryfjunni í úrslitakeppninni. Njarðvík hefur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni síðan í fyrsta leik í loka- úrslitum 2007. Skúli Jón Friðgeirsson sýndi á sér nýja hlið á Spáni um helgina þegar hann tók upp flautuna og dæmdi æfingaleik milli kvenna- liða Vals og Grindavíkur. Fjöldi íslenskra liða er í heitari löndum um þessar mundir til að undirbúa sig fyrir komandi sumar. KR- ingar komu heim í gær eftir að hafa dvalið í viku á Spáni. „Þetta hefur verið virkilega fínt. Veðrið er fínt og vell- irnir sem við höfum æft á góðir. Það eru fleiri íslensk lið hérna og skemmtileg stemning verið á hótelinu,“ sagði Skúli við Fréttablaðið í gær. Þegar dómara vantaði í leik Vals og Grindavíkur voru góð ráð dýr. „Það kom upp umræða á sundlaugarbakk- anum hver væri best til þess fallinn að taka að sér dóm- arastarf. Ég var ráðinn í verkið. Freyr [Alexandersson] kom að mér og spurði hvort ég gæti tekið þetta að mér. Ég gerði það með miklum sóma,“ sagði Skúli sem var að dæma sinn fyrsta fótboltaleik. „Ég er ekki einu sinni með dómararéttindi en þetta er frekar einfalt hlutverk og ég var með góða menn með mér og þetta gekk vel. Stelpurnar voru líka þægar, voru ekki mikið að æsa sig. Þau vafaatriði sem komu upp tækluðum við rétt. Þetta var virkilega gott samstarf,“ sagði Skúli en aðstoðardómar- ar hans í leiknum voru tveir aðrir leikmenn KR, Gunnar Kristjánsson og Eggert Rafn Einarsson. Valskonur unnu sannfærandi 5-0 sigur. KR-ingum hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og unnu Reykjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Skúli er bjart- sýnn fyrir komandi tímabil. „Við vonum bara að þetta haldi svona áfram fram að móti. Þá ættum við að koma sterkir til leiks,“ sagði Skúli Jón. KR-INGURINN SKÚLI JÓN FRIÐGEIRSSON: DÆMDI ÆFINGALEIK MILLI KVENNALIÐA VALS OG GRINDAVÍKUR Stelpurnar voru þægar og æstu sig ekki mikið FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son hefur verið gerður útlægur frá enska liðinu Burnley næstu tvær vikurnar eftir að hafa tjáð sig um stjóra liðsins, Brian Laws, sem hefur ekki gefið íslenska miðjumanninum nein tækifæri með liðinu. „Hann er löngu búinn að tapa klefanum,“ sagði Jóhannes Karl í viðtali við vefsíðuna fotbolti. net fyrir helgi. „Ég held að allir leikmenn séu búnir að missa trú á honum. Gengi liðsins segir sig sjálft og mér sýnist allt stefna niður á við.“ Enskir fjölmiðlar tóku síðan ummælin upp og Laws var ekki hrifinn. Jóhannes Karl hefur verið úti í kuldanum og ekki spil- að fyrir Burnley síðan Laws tók við en liðið er í fallsæti. Burn- ley vann hins vegar 4-1 sigur á Hull um helgina og Laws svaraði þá ganrýni Jóhannesar á eftir- farandi hátt: „Við tökum á þessu máli á fagmannlegan hátt, annað en leikmaðurinn sjálfur,“ sagði Laws. - óój Jóhannes Karl settur í bann: Gagnrýndi Laws á íslensku JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Enskir miðlar vakandi. MYND/AFP KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu sinn þriðja sigur í Stykkishólmi á fjór- um vikum eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi í gærkvöldi. KR vann leikinn 76-72 eftir að hafa unnið síðustu sex mínútur leiks- ins 18-10. Leikurinn einkenndist af sterkri vörn, lélegri hittni og bar- áttu um hvert einasta smáatriði sem gat ráðið úrslitum. Morgan Lewis var greinilega staðráðinn í því að bæta fyrir skot- in tvö sem klikkuðu á úrslitastund í leik þrjú því hann hélt KR-lið- inu á floti í fyrri hálfleik (17 af 30 stigum) og kláraði síðan leikinn í lokin. Morgan Lewis kórónaði frábær- an leik sinn með því að verja skot Sean Burtons á glæsilegan hátt 9 sekúndum fyrir leikslok og hitti síðan úr tveimur vítum sem hann fékk í kjölfarið. Morgan klikkaði reyndar á öðrum tveimur vítum en Fannar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigurinn. Morgan var með 31 stig og 10 fráköst í leiknum en fékk mikla hjálp frá Pavel Ermolinskij sem tók yfir leikinn í seinni hálfleikn- um þar sem hann var með 15 af 16 stigum sínum. „Við kláruðum þennan leik en við vorum ekki að gera það um daginn. Þá vorum við ekki að setja niður mikilvæg skot í lokin en þeir gerðu það. Við gerðum það í kvöld og stjórnuðum þessum leik meira eða minna í seinni hálfleik. Þetta var ekki fallegur körfubolti því þetta er bara blóðug barátta. Menn eru að kljást frá upphafi til enda,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær. „Morgan Lewis er búinn að vinna á og hann er búinn að standa sig mjög vel í þessari seríu. Ég er alltaf að reyna að koma Tommy Johnson inn í þetta og ég er að reyna að koma Brynjari inn í þetta. Það hefur gengið hægt en Brynj- ar steig upp hérna í lokin og setti niður mikilvæga körfu,“ sagði Páll en umrædd þriggja stiga karfa kom KR í 67-64 og liðið var með frumkvæðið í leiknum það sem eftir var. „Ég er gríðarlega svekktur út í okkar lið og fyrst og fremst út í sjálfan mig. Það var mjög lélegt hjá okkur að tapa þessu. Mér fannst hvorugt liðið geta skorað lengi framan af en mér fannst þeir hitta meira af þessum stóru skot- um. Það var svo lágt skor í þessu að það skipti allt svo rosalega miklu máli. Einn eða tveir þristar voru miklu stærri en í flestum leikjum. Mér fannst þeir eiga allar svoleiðis körfur í þessum leik,“ sagði Hlyn- ur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, í viðtali á Stöð 2 Sport. KR komst í 7-0 og 14-5 en eftir að Snæfellsliðið náði tökum á leiknum stefndi lengi vel í heima- sigur. Snæfell var 33-30 yfir í hálf- eik og náði mest átta stiga forskoti í þriðja leikhluta. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp þótt lítið gengi og tókst að tryggja sér oddaleik sem fer fram í DHL-höllinni á fimmtudaginn og er skylduáhorf fyrir alla alvöru körfuboltaáhugamenn. ooj@frettabladid.is Oddaleikur á fimmtudag KR-ingar tryggðu sér oddaleik á fimmtudaginn með 76-72 sigri á Snæfelli í miklum baráttuleik í Hólminum í gær. Morgan Lewis bætti fyrir skotin sem misfórust í lok leiks þrjú með því að eiga frábæran leik og skora 31 stig í gær. FRÁBÆR Í GÆR Morgan Lewis bætti fyrir klúðrið í lokin á þriðja leiknum og á stóran þátt í því að KR-ingum tókst að tryggja sér oddaleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson er á heimleið en hann skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. Logi hefur leikið með þýska félaginu Lemgo undanfarin ár en samningur hans við félagið renn- ur út í sumar. Hann hefur lítið leikið í vetur vegna meiðsla en er á batavegi og leikur væntanlega með íslenska landsliðinu gegn Frökkum á föstudag og laugar- dag. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrk- ur þetta er fyrir hið unga FH-lið sem var afar óstöðugt í vetur og missti að lokum af sæti í úrslita- keppninni. Þetta eru einnig ánægjuleg tíðindi fyrir íslensk- an handknattleik enda mun hinn litríki Logi vafalítið draga fólk á völlinn. FH mun kynna þennan nýja liðsmann sinn á blaðamannafundi í Kaplakrika klukkan 13.00 í dag. - hbg FH fær mikinn liðsstyrk: Logi samdi við FH í gær Á HEIMLEIÐ Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20, Martins Berkis 18, Sean Burton 15 (6 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 12 (13 frák.), Pálmi Freyr Sigurgeirs son 5, Emil Þór Jóhannsson 2 Stig KR: Morgan Lewis 31 (10 fráköst), Pavel Ermolinskij 16 (10 frák., 5 stoðs.), Brynjar Þór Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnússon 4, Tommy Johnson 2, Darri Hilmarsson 2. SNÆFELL-KR 72-76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.