Fréttablaðið - 16.04.2010, Side 20

Fréttablaðið - 16.04.2010, Side 20
ELDHÚS BRAGÐBÆTTUR SYKUR er bæði góður og fallegur sem skraut í eldhúsið. Sykur er settur í glæra krukku og við hann bætt vanillustöng, rósalauf og þurrkaður appelsínu- eða sítrónubörkur. „Við tókum alla neðri hæðina í gegn árið 2006, brutum niður veggi og breyttum gömlum sól- skála í stofu með glerþaki. Þá skiptum við um allt í eldhúsinu og opnuðum það út í borðstofuna, við það jókst birtan“ byrjar Sólveig er hún lýsir endurbótunum sem þau hjónakornin gerðu á heimili sínu. Meðan á þeim stóð segir hún eig- inlega ekki hafa verið búandi í húsinu. „Við vorum hér samt og það lá við að við færum á stígvél- um að rúmstokknum,“ segir hún hlæjandi. Erfitt er að ímynda sér slíkt ástand þegar litið er yfir heimilið nú. Sólveig segir eiginmanninn helsta arkitekt að breytingum eldhússins. „Hann fór með sínar teikningar í fyrirtækið Heimilið í heild, fagfólkið þar útfærði svo innréttingarnar eftir þeim, flutti þær inn og sá um uppsetninguna. Kristinn Már, sonur okkar, lokaði hins vegar gamla innganginum í eldhúsið og bjó til nýjan, lagði parketið á gólfið, tók niður loftið í eldhúsinu og lagði hönd á plóg við lýsinguna.“ Sólveig segir eldhúsið hafa verið mjög lítið í upphafi, fyrri eigend- ur hafi verið búnir að stækka það um nokkra fermetra en innrétt- ingin hafi verið fremur dökk og með fulningum. „Við fórum úr dimmu eldhúsi í bjart,“ lýsir hún brosandi og segir jafn æðislegt að vinna þar og útlitið gefur til kynna. gun@frettabladid.is Úr dimmu eldhúsi í bjart Yndislegar páskaliljur í blóma við útidyrnar og hvít gólfmotta í anddyrinu gefa tóninn þegar gengið er inn á heimili Sólveigar Guðlaugsdóttur skrifstofumanns og Ingvars Kristinssonar kælitæknimeistara. Sólveig er ánægð með eldhúsið eftir breytingarnar. Eyjan, sem afmarkar eldhúsið frá borðstofunni er miðpunkturinn, að sögn Sólveigar. Tækin í eldhúsinu eru frá Rönning nema uppþvottavélin sem er í skáp undir hliðarglugganum. Hún er frá Fönix. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kartöfl- ur er best að geyma við 4- 5 gráðu hita, dæmi- gerðan ísskápshita. Þá er öndun í kartöflun- um hægari og minni líkur á skemmdum. Æskilegt rakastig við geymslu er 75 til 90 prósent. visindavefur.is kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardag-- inn 17. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Selt verður handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands. Nemendur MK í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn. Handverksmarkaður 17. apríl Auk þess verður hægt að kaupa sumargjafir fyrir yngstu kynslóðina. Tilva lið að kaup a sum ar- gjafi r og styrk ja gott mál efni í leið inni Sími 544 2140 Kr. 5.590.- Kr. 7.320.- Kr. 11.970.- Kr. 9.340.- Kr. 6.420.- www.hegas.is Er eldhúsið þitt vel skipulagt?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.