Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 20
ELDHÚS BRAGÐBÆTTUR SYKUR er bæði góður og fallegur sem skraut í eldhúsið. Sykur er settur í glæra krukku og við hann bætt vanillustöng, rósalauf og þurrkaður appelsínu- eða sítrónubörkur. „Við tókum alla neðri hæðina í gegn árið 2006, brutum niður veggi og breyttum gömlum sól- skála í stofu með glerþaki. Þá skiptum við um allt í eldhúsinu og opnuðum það út í borðstofuna, við það jókst birtan“ byrjar Sólveig er hún lýsir endurbótunum sem þau hjónakornin gerðu á heimili sínu. Meðan á þeim stóð segir hún eig- inlega ekki hafa verið búandi í húsinu. „Við vorum hér samt og það lá við að við færum á stígvél- um að rúmstokknum,“ segir hún hlæjandi. Erfitt er að ímynda sér slíkt ástand þegar litið er yfir heimilið nú. Sólveig segir eiginmanninn helsta arkitekt að breytingum eldhússins. „Hann fór með sínar teikningar í fyrirtækið Heimilið í heild, fagfólkið þar útfærði svo innréttingarnar eftir þeim, flutti þær inn og sá um uppsetninguna. Kristinn Már, sonur okkar, lokaði hins vegar gamla innganginum í eldhúsið og bjó til nýjan, lagði parketið á gólfið, tók niður loftið í eldhúsinu og lagði hönd á plóg við lýsinguna.“ Sólveig segir eldhúsið hafa verið mjög lítið í upphafi, fyrri eigend- ur hafi verið búnir að stækka það um nokkra fermetra en innrétt- ingin hafi verið fremur dökk og með fulningum. „Við fórum úr dimmu eldhúsi í bjart,“ lýsir hún brosandi og segir jafn æðislegt að vinna þar og útlitið gefur til kynna. gun@frettabladid.is Úr dimmu eldhúsi í bjart Yndislegar páskaliljur í blóma við útidyrnar og hvít gólfmotta í anddyrinu gefa tóninn þegar gengið er inn á heimili Sólveigar Guðlaugsdóttur skrifstofumanns og Ingvars Kristinssonar kælitæknimeistara. Sólveig er ánægð með eldhúsið eftir breytingarnar. Eyjan, sem afmarkar eldhúsið frá borðstofunni er miðpunkturinn, að sögn Sólveigar. Tækin í eldhúsinu eru frá Rönning nema uppþvottavélin sem er í skáp undir hliðarglugganum. Hún er frá Fönix. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kartöfl- ur er best að geyma við 4- 5 gráðu hita, dæmi- gerðan ísskápshita. Þá er öndun í kartöflun- um hægari og minni líkur á skemmdum. Æskilegt rakastig við geymslu er 75 til 90 prósent. visindavefur.is kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardag-- inn 17. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Selt verður handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands. Nemendur MK í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn. Handverksmarkaður 17. apríl Auk þess verður hægt að kaupa sumargjafir fyrir yngstu kynslóðina. Tilva lið að kaup a sum ar- gjafi r og styrk ja gott mál efni í leið inni Sími 544 2140 Kr. 5.590.- Kr. 7.320.- Kr. 11.970.- Kr. 9.340.- Kr. 6.420.- www.hegas.is Er eldhúsið þitt vel skipulagt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.