Fréttablaðið - 17.04.2010, Side 6

Fréttablaðið - 17.04.2010, Side 6
6 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Fjölskyldan á Þorvalds eyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heims- frægrar ljósmyndar bónd- ans Ólafs Eggertsson- ar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll- um, sem á miðvikudag tók frá- bæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reikn- að til enda. Það er í nógu að snúast í kring- um ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan dag- inn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengda- dóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bret- landi, Hollandi, Frakklandi, Sví- þjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðviku- dag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birt- ingarrétti ljósmynda. „Það virð- ast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn LJÓSMYND ÓLAFS Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON ÓLAFUR EGGERTSSON Á ÞORVALDSEYRI Unnið var að því í gær að þétta allar glufur á húsunum á Þorvaldseyri vegna fyrirsjáanlegs öskufalls frá Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hópur fjörutíu breskra skóla- krakka þurfti að rjúka frá heitu lambalærinu á kvöldverðarborð- inu á Hellishólum í Fljótshlíð á fimmtudagskvöld þegar kallið kom um rýmingu. Maturinn fór þó ekki til spillis heldur var sleg- ið upp veislu í fjöldahjálparmið- stöðinni á Hellu. Matargestirnir flúðu hlaupið í Markarfljóti alla leið til Hvera- gerðis þar sem þeir fengu loks eitthvað í svanginn. Lambalær- ið fór hins vegar ekki lengra en á Hvolsvöll, segir Laila Ingvarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Hellishóla. „Við vorum ekkert að slóra, en maturinn var allur kominn í hita- borðið svo við tókum hann bara með,“ segir Laila. Fólk sem rýma hafði þurft hús sín í Fljótshlíðinni og víðar þurfti því ekki að svelta þetta kvöld frekar en önnur, og segir Laila að lambakjötið hafi runnið ljúflega niður í gesti í fjöldahjálparstöð- inni. Eldgosið og sífelldar rýmingar vegna hlaupa í Markarfljóti eru þegar farnar að hafa slæm áhrif á bókanir, segir Laila. Fullbókað er svo til allt sumarið að Hellishól- um, en þegar hefur borið á afbók- unum, segir Laila. „Svo er þetta auðvitað þreyt- andi fyrir okkur sem búum hérna, þetta er auðvitað rosalegt ástand að vera alltaf að rýma,“ segir Laila. - bj Kvöldverðargestir á Hellishólum í Fljótshlíð þurftu að rjúka upp frá borðunum: Slógu upp veislu eftir rýmingu VEISLUMATUR Þótt breskir skólakrakkar hafi orðið af lambalærinu gátu gestir í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla á Hvolsvelli notið matarins. MYND/EGILL BJARNASON Margar sagnir eru til um ber- dreymi, allt aftur til Íslendinga- sagnanna. Ef marka má Svein Run- ólfsson landgræðslustjóra, lifa þær góðu lífi í nútímanum. „Þetta er orðinn fullorðinn maður og kominn á eftirlaun og hann dreymdi draum í vetur, áður en goshrinan hófst. Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi sagði hann mér frá þessu,“ segir Sveinn. „Hann dreymdi rauðan kálf sem ærslaðist heilmikið en hvarf þó að lokum á braut. Hann er ekki fyrr farinn en gríðarlega stórt og svart naut birtist, mjög loðið, augun risa- stór og öll á floti. Tuddinn veittist að þessum fyrrverandi starfsmanni mínum og þó sá sé mikill hugmaður þá vék hann að lokum undan tudd- anum. Honum fannst síðan tuddinn hrökklast í burtu.“ Sveinn vill ekki segja annað um dreymandann en að hann hafi unnið hjá Landgræðslunni. „Hann mundi drepa mig ef ég gæfi nafnið hans upp!“ Menn hafa lesið ýmislegt í draum- inn, að rauði tuddinn væri gosið á Fimmvörðuhálsi og sá svarti undir Eyjafjallajökli. Eða það sem verra er, að sá rauði sé gosið sem nú stend- ur yfir en sá svarti boði Kötlugos. - kóp Fyrrverandi sáðmann dreymdi fyrir gosunum: Svartur loðinn tuddi og augun öll á floti VEGURINN Í SUNDUR Vegurinn var rof- inn til að hlífa brúnni yfir Markarfljótið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolinn betri Sveini barst vísa um draum starfs- mannsins í gær. Þar er reyndar gert ráð fyrir því að hann sé bóndi, en svo er ekki. Stuðlanna vegna er það þó látið standa. Nú er kominn bölvaður bolinn, bónda skjátlast ekki neitt. Vildi ég heldur hafa kálfinn, hann var góður yfirleitt. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðs- mann. ÓLAFUR ÞORVALDSSON, BÓNDI Á ÞORVALDSEYRI. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur fólk í Evrópu til að halda sig innandyra á þeim svæð- um þar sem aska frá gosinu í Eyja- fjallajökli fellur til jarðar. Stofnunin gaf þessa viðvörun frá sér vegna frétta af öskufalli á Íslandi, í Skotlandi og Noregi. Daniel Epstein, talsmaður WHO, sagði að askan gæti verið hættuleg fólki þegar hún fellur til jarðar. Í henni séu agnir sem berast í lungu og valda öndunarerfiðleikum. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ sagði talsmaðurinn og vísaði eink- um til áhrifa á fólk með asma og öndunarfærasjúkdóma. Hann beindi því einnig til fólks að hafa í huga hvort ástæða sé til að ganga með rykgrímur útivið. Aðrir erlendir sérfræðingar voru ekki jafnsannfærðir um skaðsemi öskunnar. Ken Donaldson, sér- fræðingur við háskólann í Edin- borg, sagði að hún ógnaði fyrst og fremst heilsu þeirra Íslendinga sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og búa nærri gosinu. - pg Viðvörun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: Evrópubúar haldi sig innan- dyra þar sem aska fellur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.