Fréttablaðið - 17.04.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 17.04.2010, Síða 36
Kynning „Við einbeitum okkur að ferðum á vel valda, áhugaverða staði og höfum gistingu, skoðunarferð- ir og skatta innifalda í verðinu, þannig fær fólk mest fyrir pen- inginn,“ segir Emil Örn Kristj- ánsson sem stýrir utanlandsdeild Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón- assonar. Hann nefnir ferðir til Færeyja, Helsinki og Suður-Eng- lands sem dæmi. Þriggja daga ferð til Brussel í september vekur sérstaka for- vitni blaðamanns. Emil segir þá borg koma mörgum á óvart. „Flestir ímynda sér að Brussel sé full af Evrópusambandsbygg- ingum en því fer fjarri. Mið- bær Brussel er bara yndislegur, fullur af flottum veitingastöð- um, skemmtilegum bjórkrám og blúndum og súkkulaði út um allt og þar er líka alúðlegt og skemmtilegt fólk.“ Emil bendir á að dagsferð til miðaldaborgarinnar Brugge í flæmskumælandi hluta Belgíu sé inni í ferðaáætluninni. „Brugge er fögur borg,“ segir hann og lýsir henni nánar. „Hún er með glæsilegum byggingum, miðalda- götum og síkjum sem eru hreinni en síkin í Feneyjum. Brugge er ein af rómantískustu borgum Evrópu og fullkomin fyrir þá sem hrífast af gömlum arkitektúr.“ Emil hvetur fólk til að kíkja á vefinn www.ferdir.is. Þar er hægt að fræðast nánar um allt sem hann er með í bígerð. gun@frettabladid.is Kynning Blúndur, súkkulaði og bjórkrár í miðbæ Brussel Brussel hefur upp á margt að bjóða og miðaldaborgin Brugge er meðal þeirra fegurstu í Evrópu. Því fá þeir að kynnast sem slást í för með Emil Erni Kristjánssyni hjá ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Götulífið í Brussel er líflegt á góðviðrisdögum. NORDIC PHOTOS/GETTY. Ferðafélagið Norðurslóð er meðal yngstu félaga sinnar gerðar á landinu en það verður ársgamalt á næstu dögum. Félagið starfar á svæðinu frá Bakkafirði til Jökulsár á Fjöllum og því eru innan vébanda þess staðir eins og Kópasker, Rauf- arhöfn, Bakkafjörður og Þórshöfn. Halldóra Gunnarsdóttir á Þórshöfn er nýkjörinn formaður Norðurslóðar. Á þessu landsvæði er sérstætt landslag, víðáttumiklar heiðar, mikið fuglalíf, reki og litrík og sérstæð byggðasaga. Eyðibyggðir á Langanesi og Melrakkasléttu hafa auk þess sérstakt aðdráttarafl. Félagið er deild í Ferðafélagi Íslands. Skinnalón á Melrakkasléttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í vikunni voru forráðamenn Ferðafélags Noregs í heimsókn hjá Ferðafélagi Íslands. Norsku gestirn- ir fóru meðal annars í heimsókn í Langadal í Þórs- mörk og lentu í miklu ævintýri í ferðinni þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa. Urðu Norðmenn- irnir innlyksa í Langadal ásamt fulltrúum FÍ og ferðamönnum frá Belgíu sem dvöldu í skálanum. Með í för var einnig norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten. Hópurinn var síðan fluttur úr Þórs- mörk yfir Markarfljót með leyfi almannavarna- nefndar. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að heimsóknin sé liður í auknu samstarfi félaganna en Ferðafélag Íslands hafi að undan- förnu kynnt sér vel starf DNT (Ferðafélags Nor- egs) og þar sé margt mjög áhugavert sem FÍ geti lært af og tekið upp í sínu starfi. ,,Ferðafélag Nor- egs er gríðarlega öflugt félag með um 230 þús- und félagsmenn. Starfsemi þeiss er í grunninn hin sama og starf FÍ og byggir á ferðum, skálaupp- byggingu, stikun og merkingu gönguleiða, útgáfu- starfi og fræðslu.“ Páll segir að Ferðafélag Íslands hafi í upphafi verið stofnað eftir hugmyndum frá Noregi og Ferðafélagi Noregs. Ferðafélag Noregs í heimsókn hjá FÍ Hópur á leið yfir Markarfjót á vörubíl frá Kynnisferðum. Broddi Hilmarsson, yfir- skálavörður FÍ á Lauga- veginum, stillir mynda- vél Mílu á Valahnúki og beinir vélinni nú að nýju gosstöðvunum. Gengið var að gosstöðv- unum í heimsókninni, hér er verið að leggja af stað eftir gömlu hestaleiðinni upp á Fimmvörðuháls. Ferðafélagið Norðurslóð LANDAKORT.IS er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar á vefsíður sem sýna kortagögn. Traustir ferðafélagar Ferðafélag Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.