Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2010, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 17.04.2010, Qupperneq 70
34 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR K lukkan er hálf sjö að morgni í Texas en Ásta Birna og Arnór, tíu ára sonur hennar, eru löngu komin á stjá. Arnór er farinn af stað með skólabílnum og Ásta Birna er að undir- búa sig fyrir daginn. Þau mæðginin komu saman til Texas í janúar og snúa ekki aftur fyrr en í sumar. Heima á Íslandi bíður hinn hluti fjölskyldunnar, Örn, eiginmaður Ástu, og sex ára dóttir þeirra, Aníta. Ásta og Arnór eru í Texas til að læra við Halo Clinic, skóla hinnar indversku Soma Mukhopadhyay sem margir muna eftir úr heimildarmyndinni Sólskinsdrengur. Arnór, sem er einhverfur, er nemandi Somu en Ásta Birna, sem sjálf er þroskaþjálfi og sér- kennari, er annar lærlingurinn sem Soma tekur að sér frá því hún opnaði Halo fyrir sex árum. Þeim Ástu Birnu og Arnóri líður vel í Texas. „Það er rosalega fallegt hérna, gott veður og alveg yndislegt. Ég er í mikl- um og daglegum samskiptum við foreldra annarra einhverfra barna. Það eitt og sér, að gefast tækifæri til að tala við allt þetta fólk sem hefur reynt ýmislegt, er mjög lærdómsríkt,“ segir Ásta Birna. Hún fylgir Somu í verkefni hvers dags en í skólann kemur fólk víðs vegar að úr heim- inum. „Ég fylgi henni eftir allan daginn, en hún tekur tíu kennslustundir á dag. Svo veit- ir hún líka símaviðtöl og yfirfer gögn sem fólk sendir henni. Ég hef líka tekið þátt í því.“ Eftirsóknarverð staða En hvernig komst Ásta Birna í kynni við Somu og hvernig fór hún að því að komast í læri hjá henni? „Eins og svo margir horfði á ég Sólskinsdrenginn og við það vökn- uðu alls konar spurningar hjá mér um RPM-kennsluaðferðina, sem Soma notast við. Þegar svo átti að stofna þekkingarhóp innan Umsjónarfélags einhverfra um aðferðina sagðist ég hafa áhuga á að kynna mér þetta nánar.“ Hún hafði kynnst Margréti Dagmar Ericsdóttur, móður Kela, sem Sólskinsdrengurinn fjallar um. Margrét hafði komið á fund hjá félaginu, þar sem þær Ásta Birna hittust fyrst. Í framhaldi af því bauð hún Ástu Birnu að taka þátt í að taka saman á DVD-disk efni úr myndinni Sólskinsdrengur og einnig hluta úr því mikla efni sem ekki var notað. Auk þess tók Ásta Birna að sér að þýða nokkur viðtöl fyrir diskinn. Ásta Birna, sem sjálf vinn- ur mikið með einhverfum börn- um í starfi sínu sem kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fékk stuðning frá fagfólki og öðrum foreldrum til að fara og kynna sér RPM betur. Hún byrjaði á því að fara á námskeið hjá Somu í fyrrasumar og sannfærðist þá um að hún vildi læra meira. „Ég er mjög heppin að hafa komist í þessa stöðu, því það er setið um þessa konu og það er rosaleg dagskrá hjá henni.“ Margrét Dagmar var henni mikil aðstoð. „Að eitthvað sé ekki hægt er ekki til í orða- forða Margrétar. Það sem hún vildi fá út úr myndinni var að opna umræðuna um ein- hverfu. Actavis var styrktaraðili að mynd- inni og hún fékk það í gegn að þeir borga fyrir námið mitt líka, sem framhald af hennar verkefni.“ Það skemmdi heldur ekki fyrir að forsetafrúin Dorrit var mjög jákvæð yfir myndinni. Forseta- hjónin hittu Somu, sem henni þótti mikil upphefð í. Þegar hún frétti að Dorrit vildi gjarnan að hún fengi til sín íslenskan kenn- ara gerði það útslagið og hún bauð Ástu Birnu að koma til sín. Virðing fyrir manneskjunni „Sumir halda að að börnin komi í Halo einhverf en fari óeinhverf heim. Það er alls ekki þannig. Það er ekkert verið að taka frá þeim einhverfuna, enda er engin lækning við henni,“ útskýrir Ásta Birna, þegar hún er beðin að lýsa því hvað sé svona sérstakt við RPM-aðferðina. „Það sem heillaði mig var hvað RPM byggir á mik- illi virðingu fyrir manneskjunni. Foreldrar einhverfra barna finna oft að það býr svo miklu meira í börnum þeirra en þetta eða hitt prófið sýnir. Þessi aðferð hjálpar til við að draga það fram. Þetta er engin töframeðferð, heldur kennsluaðferð. Maður kennir þeim að hlusta og meðtaka námsefnið.“ Aðferðin byggir líka á því að líta á hvern og einn einstakling sem einstakan. Nálgan- irnar sem hægt er að nota eru margar en byggja allar á því að ná sem mestu frá ein- staklingunum. Fyrir hverja kennslustund er ákveðið hvað eigi að kenna einstaklingnum þennan daginn, eftir því hvað er viðeigandi, til dæmis út frá aldri. „Ég nálgast barn á leikskólaaldri ekki á sama hátt og full- orðinn mann. Ef ég er að kenna fullorðn- um manni tölum við kannski um Haítí. Svo segi ég: „Hvað vorum við að tala um? Haítí eða Kína?“ Þetta gengur út á að fá „feed- back“ frá einstaklingnum. Og það er gert ráð fyrir að einstaklingurinn skilji mann, þó við mætum auðvitað hverjum og einum þar sem hann er staddur.“ Ásta Birna segir það hreina unun að fylgjast með foreldrum sem eru að koma með börnin sín í Halo í fyrsta skipti. Þeir eigi það flestir sameiginlegt að verða yfir sig þakklátir fyrir þá virðingu sem börn- um þeirra er sýnd. „Við foreldrar einhverf- ra barna erum nefnilega í þeirri baráttu enn í dag að annað fólk hafi trú á börnun- um okkar eins og þau eru. Barningurinn liggur í því að fólk eigi að hafa trú á börn- unum okkar. Því þau geta svo margt, þau þurfa bara að fá tækifæri til þess að sýna fram á það. Og til þess að svo geti verið þarf umhverfið að hafa trú á þeim.“ Arnór nýtur kennslustundanna Ásta Birna segir RPM ekki koma í staðinn fyrir aðrar aðferðir við kennslu einhverfra, heldur sé aðferðin góð viðbót. „Í RPM erum við ekki að horfa í einhverja ákveðna hegð- un, nema hún trufli kennsluna. Nálgunin miðast öll við kennsluna, en ekki hegðunina, þó hún móti hana vissulega líka. Það er líka frábært að fylgjast með Somu spinna félags- hæfnina inn í kennslustundina. Börnin eru flest í ýmsum öðrum góðum prógrömmum og þetta er bara góð viðbót við þau.“ Hún er hæstánægð með hvernig Arn- óri hefur miðað áfram frá því þau komu til Texas. „Ég er ótrúlega ánægð með árangur hans. Ég er allt í einu komin með barn í hend- urnar sem er farið að biðja mig að setjast niður með sér og læra. Hann hefur virkilega gaman af þessu og nýtur þeirra stunda sem við eigum saman alveg í botn. Kennslustund- unum okkar má líkja við teygjuæfingar, við vinnum jafnt og þétt og tökum lítil skref áfram. Það sem ég er að æfa með honum núna er skriftarfærnin. Hann talar ekki og þess vegna væri draumur ef hann gæti lært að tjá sig, jafnvel með tölvu.“ Veltur allt á foreldrunum Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig Ásta Birna miðlar af reynslu sinni frá Halo. Hún vonar þó að reynsla hennar eigi eftir að nýt- ast sem flestum, bæði nemendum hennar og einnig foreldrum annarra einhverfra barna. „Þetta veltur allt á áhuga foreldr- anna. Ef einhver hefur brennandi áhuga hef ég réttindi til að aðstoða fólk við að koma sér áfram, en ég öðlast réttindi til að kenna þetta þegar ég fer héðan í sumar.“ Síðustu mánuðir hafa verið fullir af litl- um sigrum fyrir Arnór og fjölskyldu hans. Það eitt að koma honum með flugi til Bandaríkjanna var sigur út af fyrir sig, því mörgum einhverfum reynist mjög erfitt að vera lokaðir inni í flugvél klukkutímunum saman. Síðast fór Arnór í flug þriggja ára gamall. Foreldrar hans undirbjuggu sig því vel fyrir ferðina út, höfðu meðferðist tvær tölvur, dvd-spilara og fleiri hluti sem unnið var með alla flugferðina. „Hann stóð sig eins og hetja. Og um leið og hann var búinn að fara þessa fyrstu ferð kveikti hann á því hvernig flugvélarnar virka. Það eitt var alveg dásamlegt, að hafa fengið það út úr þessu að geta ferðast með barnið mitt og þurfa ekki lengur að fá pöss- un fyrir hann, þegar við hin förum saman í frí til útlanda,“ segir Ásta Birna áður en hún kveður og hefur nýjan og lærdómsríkan dag í Halo. Einhverf börn geta svo margt Mæðginin Ásta Birna Ólafsdóttir og Arnór Freyr Arnarson hafa eytt síðustu mánuðum í Texas, við nám í skóla hinnar ind- versku Somu Mukhopadhyay. Hún hefur þróað merkilega aðferð við meðferð á einhverfu sem örvar einhverf börn þannig að þau fara að svara áreiti og læra að tjá sig smám saman. Ásta Birna er lærlingur hjá Somu á meðan Arnór er nemandi við skólann. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sló á þráðinn til Ástu Birnu og fékk að heyra af sætum sigrum mæðginanna. AÐ LÆRA MEÐ MÖMMU Eftir að Arnór fór að læra með RPM-aðferðinni er hann farinn biðja mömmu sína um að setjast niður með honum til að læra og nýtur stundanna til hins ýtrasta. MYND/ÚR EINKASAFNI ARNÓR UMKRINGDUR GÓÐUM KONUM Erica Andersen, fyrsti lærlingurinn sem Soma tók að sér, situr hægra megin við Arnór. Honum á vinstri hönd situr Soma og fyrir aftan er mamma Arnórs, Ásta Birna. MYND/ÚR EINKASAFNI ➜ HVERNIG VIRKAR RPM-KENNSLUAÐFERÐIN? RPM eða Rapid prompting method er kennslu- aðferð fyrir fólk með einhverfu og skyldar raskanir. Nálgunin gengur út á það að veita nemandanum fjölbreyttan fróðleik og kenna honum í leiðinni að tjá sig eða koma þekking- unni frá sér í einhverju formi. Áherslan í hverri kennslustund er að örva ákveðnar stöðvar í heila nemandans, ýta við og vekja áhuga viðkomandi á sjálfum lærdómnum. RPM er ólíkt mörgum öðrum nálgunum þar sem byggt er á því sem vitað er um starfsemi heilans. Markmiðið er að nemandinn geti lært eins mikið og honum er unnt í gegnum opnar lærdómsstöðvar og kallað þannig fram þá mestu færni sem nemandinn hefur yfir að ráða á því augnabliki. Jafnóðum og þroski og hreyfifærni einstaklingsins eflist eykst nám- kvæmnin í svörun nemandans. Það má því líkja þessu við teygjuæfingar, færnin eykst jafnt og þétt með vinnu og þolinmæði. Hvatningin er notuð til að ýta af stað sjálf- stæðri svörun frá nemandanum, án líkam- legrar snertingar, til þess að kenna honum að benda á stafi af stafaspjaldi og notast við stensla og aðrar teikniæfingar til þess að stuðla að sjálfstæðri skrift í framtíðinni. Notast er við kenna-spyrja aðferðina til að kalla fram svörun frá nemandanum í gegnum öfluga munnlega, heyrnræna, sjón- og/eða hreyfiörvun. Lögð er áhersla á að sá sem leiðir kennsluna hafi metnað til að efla áhuga nem- andans, trú hans á eigin getu og sjálfstraust. Hvatningin er mikilvæg og henni er beint gegn sjálfsörvandi hegðun nemandans eða einbeitingarskorti. Af bloggsíðu Ástu Birnu, http://rpm.bloggar. is. Þar má lesa meira um RPM-kennsluað- ferðina og fylgjast með dvöl þeirra mæðgina í Texas. Það sem heillaði mig var hvað RPM bygg- ir á mikilli virðingu fyrir mann- eskjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.