Fréttablaðið - 17.04.2010, Page 88

Fréttablaðið - 17.04.2010, Page 88
52 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is KRAFTLYFTINGAR Á fimmtudag gengu kraftlyftingamenn aftur inn í Íþrótta- og ólympíusamband Íslands eftir áralanga fjarveru. Þá var Kraftlyftingasamband Íslands stofnað en undirbúning- ur þess hefur staðið síðan á vor- mánuðum 2009. Þetta er mikill áfangi fyrir kraftlyftingamenn sem nú koma meðal annars til greina á nýjan leik í kjöri á íþróttamanni ársins. Íþróttamenn utan ÍSÍ sem vildu ekki gangast undir lyfjaeftirlit Ólympíusambandsins hafa ekki komið til greina í kjörinu síðustu ár. Sigurjón Pétursson, sem lengi sat í stjórn HSÍ, var kjörinn for- maður Kraftlyftingasambandsins og með honum í stjórn eru Birgir Viðarsson, Gry Ek Gunnarsson, Guðjón Hafliðason og Einar Már Ríkharðsson. - hbg Gamlir félagar komnir aftur í raðir ÍSÍ: Kraftlyftingasamband stofnað á nýjan leik KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórsson og lærisveinar hans í Snæfelli eru þegar búnir að setja met í sögu úrslitakeppninnar með því að kom- ast alla leið í lokaúrslitin. Snæfell er fyrsta liðið sem kemst svo langt eftir að hafa endað neðar en í 5. sæti í deildarkeppninni. Snæfell tryggði sér 3-2 sigur í einvíginu á móti KR með því að vinna Íslandsmeistarana þrisvar í röð á þeirra eigin heimavelli í DHL-höllinni. Lið úr 6. sæti hafði áður náð lengst í undanúrslit en bæði lið Tindastóls (2003) og Keflavíkur (1998) töpuðu í oddaleik í undan- úrslitum og áttu því metið áður en Snæfell fór alla leið í fyrrakvöld. Sigurður Þorvaldsson skoraði 28 stig fyrir Snæfell í oddaleik- leiknum sem er það mesta sem Íslendingur hefur skorað í odda- leik um sæti í lokaúrslitum síðan árið 1998. Það hafa aðeins tveir íslensk- ir leikmenn skorað meira í svona leik og unnið. Ívar Webster skor- aði 31 stig fyrir Hauka á móti Val í undanúrslitum 1985 og Valur Ingi- mundarson skoraði 29 stig fyrir Njarðvík í sigri á Val í undanúr- slitum 1988. Snæfellsliðið bjó að því að hafa Pálma Frey Sigurgeirsson innan- borðs en hann þekkir ekkert annað en að vinna Snæfell-KR seríu. Pálmi var langhæstur í plús og mínus í einvíginu en hann var líka með Snæfelli þegar liðið sló KR út úr átta liða úrslitum 2005 en spil- aði með KR þegar liðið sló Snæfell út 2006 (8 liða úrslit) og 2007 (und- anúrslit). - óój Snæfell endurskrifaði sögu úrslitakeppninnar er liðið sló út KR í fyrrakvöld: Fyrsta liðið úr 6. sæti í úrslit Úrslitarimma N1-deildar kvenna hefst á morgun klukkan 16.00 í Vodafone-höllinni. Þar mætast Reykjavíkurfélögin Valur og Fram. Valsliðið er langreyndasta lið landsins og líka það langelsta. Í liðinu eru margar „gamlar“ kempur og þær eiga það líka margar sameiginlegt að hafa aldrei unnið stóran titil. Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið ein besta handboltakona landsins í fjölda ára. Hún verður 33 ára síðar á árinu og stefnir á að vinna einn stóran í ár. „Það er heldur betur kominn tími á einn titil hjá mér. Ég hætti ekki fyrr, þær verða að láta mig vinna ef þær vilja losna við mig úr boltanum. Annars spila ég bara þar til ég verð 44 ára,“ segir Hrafnhildur létt og hlær við. Aðalá- stæðan fyrir titlaleysinu er sú staðreynd að hún lék lengi erlendis og spilaði ekki með bestu liðunum hér heima. Hún segir aldursmuninn á Valsliðinu og hinum stundum vera fyndinn. „Þegar skipt er í yngri á móti eldri á æfing- um komast 26 ára í yngri. Ég var komin í eldri þegar ég var 19 ára,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Ég held við séum fimm yfir þrítugu í liðinu.“ Hrafnhildur segist ekki ætla að hætta í boltanum þó svo hún verði meistari núna. „Ég þoli það alveg að vinna fleiri en einn titil. Svo hef ég líka verið heppin með heilsuna og vil miklu frekar spila handbolta en að djöflast ein í ræktinni. Það er ekki fyrir mig,“ segir Hrafn- hildur en hvað finnst henni um þá umræðu að Valsliðið sé „lúseralið“ sem hafi aldrei unnið neitt? „Ég er algjörlega ósammála því. Við værum lúserar ef við hefðum gefist upp og hætt,“ segir Hrafnhildur ákveðin og bendir á að þær Brynja Steinsen og Nína K. Björnsdóttir hefðu unnið titla en þær spila samt nánast ekkert með liðinu. HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR: EIN BESTA HANDBOLTAKONA LANDSINS HEFUR ALDREI UNNIÐ STÓRAN TITIL Verða að láta mig vinna ef þær vilja losna við mig N1 Deildin KONUR Sunnudagur Vodafone höll Valur - Fram 16:00 2009 - 2010 LEIKUR 1 1 Portsmouth – Aston Villa 2 Atalanta – Fiorentina 3 Bari – Napoli 4 Cagliari – Palermo 5 Catania – Siena 6 Lazio – Roma 7 Sampdoria – Milan 8 Halmstad – GAIS 9 Gefl e – Örebro 10 Häcken – Mjällby 11 Kalmar FF – AIK 12 Trelleborg – Brommapojkarna 13 Bor. Dortmund – Hoffenheim EVRÓPUBOLTINN 18.–19. APRÍL 2010 15. LEIKVIKA Vegna breytinga hjá Svenska spel er Sunnudagsseðillinn annar en í prentaðri leikskrá. Réttur seðill er svona: SÖLU LÝKUR 18. APRÍL KL. 12.00 1 X 2 > Búin að bíða í 20 og 27 ár Úrslitaeinvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta hefst á morgun. Fram (19 Íslandsmeistaratitlar) og Valur (12) eru tvö sigursæl- ustu kvennalið í sögunni en hafa bæði þurft að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitli. Fram vann síðast fyrir 20 árum eða vorið 1990 en síðasti Íslandsmeistaratitill Valskvenna kom í hús sjö árum áður eða 1983. Hvorugu félaginu hefur tekist að vinna Íslandsmeistaratit- ilinn í úrslitakeppni, Valur komst í úrslit 2004 (1-3 tap fyrir ÍBV) en Fram tapaði 0-3 fyrir Stjörnunni í lokaúrslitum 1995 og 2009. HANDBOLTI Strákarnir okkar stigu jákvætt skref í átt að því að leggja Frakkland að velli í gær er þeir náðu mögnuðu jafntefli gegn Frökkum í kaflaskiptum leik. Fyrri hálfleikur var arfaslakur hjá íslenska liðinu. Sóknarleikur- inn svolítið hægur og leikmenn létu Thierry Omeyer verja allt frá sér en hann var með um 70 pró- sent markvörslu framan af hálf- leiknum. Á sama tíma var varnarleikur íslenska liðsins í molum. Varnar- mennirnir réðu ekkert við Nikola Karabatic sem var potturinn og pannan í spili Frakka sem fyrr. Ef hann skoraði ekki opnaði hann vörnina fyrir félaga sína sem skil- uðu boltanum ítrekað í netið. Hann skoraði úr öllum fjórum skotum sínum í hálfleiknum og gaf sjö stoðsendingar. Það var engin stemning í vörn- inni og leikmenn alls ekki nógu grimmir. Vissulega var þetta vin- áttulandsleikur en það var alger óþarfi að sýna Frökkunum svo mikla virðingu að tekið var á þeim eins og postulínsstyttum. Leik- menn báru allt of mikla virðingu fyrir Frökkunum en það má alveg lemja á þessum mönnum og óskilj- anlegt að leikmenn hafi verið með silkihanskana á lofti. Frakkarnir þökkuðu pent fyrir þessa linu og lélega vörn með því að skora auðveld mörk og þeir náðu mest átta marka forskoti í hálfleiknum, 7-15. Ísland átti smá sprett undir lokin og minnkaði muninn í fimm mörk, 12-17, og gaf sér um leið smá von. Hinn ungi Haukamarkvörð- ur, Aron Rafn Eðvarðsson, kom í markið í sínum fyrsta landsleik undir lok fyrri hálfleiks. Hann varði þá strax vel og hélt upptekn- um hætti í upphafi síðari hálfleiks og þökk sé honum náði Ísland að klóra sig aftur inn í leikinn. Íslenska liðið náði að minnka mun- inn í tvö mörk, 16-18, en þá sögðu Frakkar hingað og ekki lengra og náðu muninum aftur í fimm mörk, 17-22, þó svo Omeyer hefði farið úr markinu í hálfleik og Karaboue hefði ekki varið skot fyrr en eftir 16 mínútur. Þessi slaka markvarsla franska liðsins gaf strákunum von og þeir neituðu að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn. Ólaf- ur Stefánsson var þess utan held- ur betur dottinn í gírinn og með hann í banastuði í broddi fylking- ar keyrðu strákarnir á Frakkana og komust að lokum yfir. Lokakaflinn var æsilegur þar sem Björgvin Páll varði meðal annars tvö víti en lukkan lék við Frakka því þeir tóku fráköstin en náðu ekki að skora og því var jafn- tefli niðurstaðan. „Liðið sýndi stórkostlegan kar- akter hér í dag. Við byrjuðum ekki nógu vel og það vantaði grimmd í liðið. Hægt og sígandi löguðum við okkar leik og ég sagði við strákana að við værum enn inn í leiknum í hálfleik þó svo við værum fimm mörkum undir,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „Við sýndum síðan gríðarlega baráttu, magnaðan varnarleik og markvarslan var einnig mjög góð í síðari hálfleik. Ég er mjög sátt- ur við þessa niðurstöðu. Þetta er skref í rétta átt því markmiðið var að nálgast þá. Vonandi getum við tekið eitt skref í viðbót,“ sagði Guðmundur og glotti. henry@frettabladid.is ÍSLAND-FRAKKLAND 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefáns- son 10/2 (13/2), Arnór Atlason 4 (7), Alexander Petersson 4 (10), Róbert Gunnarsson 4 (4), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 0 (3/1), Sturla Ásgeirsson 0 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2, 44%), Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/1, 36%). Mörk Frakklands: Nikola Karabatic 8, William Accambrey 8, Bertrand Gille 4, Xavier Barachet 2,Luc Abalo 2, Didier Dinart 1, Guillaume Joli 1 Varin skot: Thierry Omeyer 13/1, Daouda Karaboué 4. Stórmeistarajafntefli Ísland og Frakkland gerðu jafntefli, 28-28, í fyrri vináttulandsleik sínum í Laug- ardalshöll í gær. Íslenska liðið vann upp átta marka forskot Frakkanna og var nálægt því að vinna leikinn. Ólafur Stefánsson skoraði 10 mörk í leiknum. ÓBLÍÐAR MÓTTÖKUR Nikola Karabatic var allt í öllu hjá Frökkunum í gær en íslenska vörnin fór að taka á heimsmeisturunum í seinni hálfleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.