Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 6
6 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Illugi Gunnarsson og
Gísli Marteinn Baldursson aug-
lýstu mest allra í prófkjörunum
tveimur sem fram fóru í Reykja-
vík árin 2006 og
2007. Þetta má
sjá af saman-
tekt Creditinfo
á blaðaauglýs-
ingum fram-
bjóðenda Sjálf-
stæðisflokks
og Samfylking-
ar fyrir þessar
kosningar.
Þar er reikn-
að út hversu
margir dálk-
sentimetrar af
auglýsingum
birtust, og það
umreiknað í
heilsíðuígildi.
Samantektin
fyrir þingkosn-
ingarnar nær
aðeins til próf-
kjöra frambjóð-
enda í Reykja-
vík. Sjálfstæðismenn raða sér þar
í níu efstu sætin, en efsti Samfylk-
ingarmaðurinn er Kristrún Heim-
isdóttir, eins og sjá má í meðfylgj-
andi töflu.
Fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar birti Gísli Marteinn Bald-
ursson samtals 12,7 heilar síður af
auglýsingum í dagblöðum. Næst-
ur honum kom Steinunn Valdís
Óskarsdóttir með 10,1. Áréttað
skal að tölurnar taka einungis til
frambjóðenda Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar.
Þær segja heldur ekki alla sög-
una. Auglýsingar eru misdýrar
Gísli Marteinn og
Illugi auglýstu mest
Illugi Gunnarsson auglýsti mest allra í dagblöðum fyrir prófkjörin í Reykjavík í
aðdraganda þingkosninganna 2007. Gísli Marteinn Baldursson er efstur á blaði
ef skoðaðar eru auglýsingar vegna borgarstjórnarkosninganna árið áður.
Alþingiskosningarnar 2007
Frambjóðandi Heilsíðuígildi Uppgefnir styrkir
Illugi Gunnarsson 11,8 14,5 milljónir
Birgir Ármannsson 11,3 4,3 milljónir
Guðlaugur Þór Þórðarson 11,3 24,8 milljónir
Guðfinna S. Bjarnadóttir 9,5 ekki uppgefið
Sigríður Á. Andersen 9 ekki uppgefið
Sigurður Kári Kristjánsson 9 4,7 milljónir
Björn Bjarnason 7,4 ekki uppgefið
Ásta Möller 7,3 ekki uppgefið
Dögg Pálsdóttir 7,2 ekki uppgefið
Kristrún Heimisdóttir 6,8 2 milljónir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir 6,2 4,7 milljónir
Ágúst Ólafur Ágústsson 5,5 ekki uppgefið
Helgi Hjörvar 5,3 5,6 milljónir
Pétur H. Blöndal 3,8 ekki uppgefið
Össur Skarphéðinsson 3,1 3,6 milljónir
Frambjóðandi Heilsíðuígildi Uppgefnir styrkir
Gísli Marteinn Baldursson 12,7 10,4 milljónir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,1 8,1 milljón
Vilhálmur Þ. Vilhjálmsson 9 ekki uppgefið
Stefán Jón Hafstein 8,9 ekki uppgefið
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 8,4 3,7 milljónir (2,5 úr eigin vasa)
Dagur B. Eggertsson 8,1 5,6 milljónir
Hanna Birna Kristjánsdóttir 6,2 3,9 milljónir
Kjartan Magnússon 5,3 4,4 milljónir
Júlíus Vífill Ingvarsson 5 nálægt fjórum milljónum
Sigrún Elsa Smáradóttir 4,4 1,1 milljón
Kjartan Valgarðsson 4 1,4 milljónir
Björk Vilhelmsdóttir 3 853 þúsund
Bolli Thoroddsen 2,2 ekki uppgefið
Oddný Sturludóttir 2,1 1,9 milljónir
Jórunn Frímannsdóttir 2 4,2 milljónir (2,2 úr eigin vasa)
Borgarstjórnarkosningarnar 2006
eftir stærð þeirra, í hvaða blöð-
um þær birtast og staðsetningu í
blöðunum, auk þess sem auglýst
var víðar, til dæmis í ljósvaka og
á skiltum.
Þeir birtingarstjórar sem Frétta-
blaðið ræddi við í gær áttu erf-
itt með að slá á meðalverð á dag-
blaðaauglýsingum á þessum tíma
og vildu ekki gefa upp tölur sem
þeir þekktu úr starfinu vegna við-
skiptahagsmuna. stigur@frettabladid.is
ILLUGI
GUNNARSSON
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í
síma 460 4700 eða
kynntu þér málið
á www.iv.is
@
LÍFEYRISSJÓÐIR Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verk-
fræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðal-
fundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö
stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér.
Á aðalfundi fyrir tveimur vikum var samþykkt
ályktun um að lýsa vantrausti á stjórn sjóðsins
síðastliðin starfsár. Skorað var á stjórnarmenn
að segja af sér og boða til nýs aðalfundar til að
kjósa nýja stjórn.
Stjórnarmenn sjóðsins eru kosnir til þriggja
ára í senn. Á aðalfundinum í ár var einn maður
kosinn í sjö manna stjórn til þriggja ára. Sá heitir
Bjarki Á. Brynjarsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækjaráðgjafar hjá Askar Capital, og var hann
kosinn formaður á fyrsta fundi eftir aðalfund.
Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðsins, sagði að enginn stjórnarmaður
hefði orðið við áskorun aðalfundar um að segja
af sér.
Hins vegar hefur nýja stjórnin boðað til sjóð-
félagafundar 21. maí þar sem fjallað verður um
afskriftir og og eignasafn sjóðsins og aðgerðir
sem gripið var til í tengslum við hrunið. Gerð
verður grein fyrir „tryggingafræðilegri stöðu
sjóðsins, endurskoðuðum eigna- og áhættustýr-
ingarreglum og framtíðarstefnu nýrrar stjórnar,“
segir á vef sjóðsins. - pg
Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga kaus sér nýkjörinn stjórnarmann sem formann:
Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust
SKERÐING Aðalfundur lífeyrissjóðs verkfræðinga sam-
þykkti nýlega að skerða greiðslur til lífeyrisþega. Einnig
var samþykkt með eins atkvæðis mun vantraust á
stjórnarmenn og áskorun til þeirra um að segja af sér.
TAÍLAND, AP Abhisit Vejjajiva, for-
sætisráðherra Taílands, hefur
komið með sáttatilboð til mótmæl-
enda og leggur til að þingkosn-
ingar verði haldnar 14. nóvember
fallist mótmælendur á tilboðið.
Átta vikna stanslaus mótmæli
dag og nótt hafa kostað 27 manns
lífið, en mótmælendurnir krefjast
þess að forsætisráðherrann segi
af sér ásamt ríkisstjórn sinni,
þing verði leyst upp innan mán-
aðar og kosningar boðaðar innan
tveggja mánaða. Mótmælendur
tóku sér frest til að skoða tilboðið.
- gb
Nýtt tilboð frá Vejjajiva:
Leggur til kosn-
ingar í haust
ABHISIT VEJJAJIVA Mótmælendur tóku
sér frest til að skoða boðið.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Rúmlega tvítug kona
hefur verið dæmd fyrir fjárdrátt.
Hún dró sér rúmlega 160 þúsund
krónur meðan hún starfaði sem
verslunarstjóri hjá Dominos. Hér-
aðsdómur ákvað að fresta ákvörð-
un refsingar í tvö ár enda haldi
konan almennt skilorð.
Samkvæmt sakavottorði kon-
unnar hefur hún ekki áður gerst
sek um refsiverða háttsemi. Hún
hefur skýlaust játað brot sitt og
fram hefur komið að fjármunirn-
ir komust til skila. Að öllu þessu
virtu og vegna dráttar á rannsókn
málsins þótti rétt að fresta
ákvörðun refsingar. - jss
Ákvörðun refsingar frestað:
Verslunarstjóri
dró sér fjármuni
BANDARÍKIN, AP Mahmoud Ahmad-
inejad Íransforseti segir Banda-
ríkin ekki hafa fært neinar
sönnur á ásakanir um að Íranir
hafi í hyggju að koma sér upp
kjarnorku vopnum.
Ahmadinejad sagði þetta í
ræðustól hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York, þar sem í gær
hófst mánaðarlöng ráðstefna 189
aðildarríkja alþjóðasamnings um
bann við útbreiðslu kjarnorku-
vopna.
Ahmadinejad er eini þjóðarleið-
toginn sem mætir á ráðstefnuna,
sem haldin er á fimm ára fresti
til að fara yfir efnisatriði samn-
ingsins. - gb
Íransforseti á kjarnorkufundi:
Engar sannanir
komið fram
MAHMOUD AHMADINEJAD Íransforseti í
ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum.
NORDICPHOTOS/AFP
Fundað um skýrsluna
Þingmannanefndin sem fer yfir
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
kemur saman í dag til þess að fara
yfir hana. Á fundinn mæta einnig
nefndarmenn sem forsætisráð-
herra skipaði til að fara yfir stjórn-
sýsluna. Þá verður fundað með
lögspekingum.
ALÞINGI
KJÖRKASSINN
Spilar þú póker?
Já 16,6%
Nei 83,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Þekkir þú til tryggingasvika?
Segðu þína skoðun á visir.is