Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2010 11 Markaðurinn Fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði Næsta blað kemur út á morgun • Hvaða lærdóm getur viðskiptalífið dregið af rannsóknarskýrslu Alþingis? • Fjárfestingarfélagið Gnúpur – fyrsta fórnarlamb kreppunnar ATVINNUMÁL Hraðfrystihúsinu – Gunnvör hf., í Hnífsdal og á Ísafirði, verður lokað í fjórar vikur í sumar. Ástæðan er verk- efnaskortur og sumarleyfi. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta. Lokunin verður frá 11. júlí til 8. ágúst, en hingað til hefur fyrir- tækinu aðeins verið lokað í tvær vikur yfir sumartímann. Einar Valur Kristjánsson framkvæmda- stjóri segir í samtali við BB að skortur á aflaheimildum sé frum- forsenda lokunarinnar. - kóp Verkefnaskortur fyrir vestan: HG verður lok- að í fjórar vikur MENNTUN Finnskukennslu við Háskóla Íslands verður hætt í sumar. Þá lýkur 44 ára samstarfi Háskóla Íslands og CIMO, Alþjóð- legrar miðstöðvar um hreyfan- leika og samvinnu. Finnska stofnunin CIMO hefur stutt við finnskukennslu á Íslandi frá árinu 1966 með því að senda lektor í finnsku til HÍ. Í febrúar 2009 tilkynnti CIMO að sendi- kennari á þeirra vegum myndi kenna árið 2009–2010, en að því loknu gæti samstarfið haldið áfram að því tilskildu að HÍ stæði straum af auknum hluta kostn- aðarins, eða sem næmi launum sendikennara að upphæð þúsund evrur á mánuði, um 170 þúsund krónur íslenskar. Að sögn Óskars Einarssonar, rekstrarstjóra hug- vísindasviðs, hefur ekki reynst unnt að afla þess fjár. - sbt Færri erlend mál kennd: Finnskukennslu við HÍ hætt GRIKKLAND, AP Christine Lagarde, fjármála- ráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde sagði hún að lækkun Standard & Poor‘s á láns- hæfismati gríska ríkisins fimmtán mínútum fyrir lokun markaða jafngildi hvatningu til afbrota, því með þessu eru allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf hvattir til að losa sig við þau án umhugsunar áður en markaðir loka. Í útvarpsviðtali sagði hún nauðsynlegt að setja matsfyrirtækjunum strangar reglur til að koma í veg fyrir að þau valdi ríkjum skaða með skyndiákvörðunum. Hún varði hins vegar 110 milljarða evra fjár- hagsaðstoð til Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyris– sjóðurinn og fimmtán Evrópuríki komu sér saman um á sunnudag. Sú fjárhæð jafngildir nærri 19.000 milljörðum íslenskra króna. Að undanskildum AGS greiða Þjóðverjar stærsta hluta aðstoðarinnar, eða rúmlega 22 milljarða evra. Þýska stjórnin á erfitt með að sannfæra almenning í Þýskalandi um nauðsyn þessa, en á móti þarf gríska stjórnin að kljást við almenning heima fyrir um sársaukafullan niðurskurð á fjárlögum. - gb Fjármálaráðherra Frakklands gagnrýnir framgöngu matsfyrirtækja í málefnum Grikkja: Telur matsfyrirtæki kynda undir skuldavanda LINNULAUS MÓTMÆLI Í gær voru það sorphirðufólk og borgarstarfsmenn í Aþenu sem mótmæltu launalækk- unum og niðurskurði grísku stjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL „Mál standa þannig að það er beðið eftir borginni og að 100 daga kynning á málinu fari fram,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Landssam- bands lífeyrissjóða, um byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík. Framkvæmdir verða fjár- magnaðar með lánsfé frá lífeyr- issjóðunum. Arnar segir að vonir standi til að kynningarferli fyrir borgarbúa ljúki í sumar. Fram- kvæmdir geti þá hafist í haust. Ákjósanlegt hefði verið að nýta sumarið til framkvæmda en menn séu að falla á tíma með að hefja framkvæmdir fyrir haust- ið. Hann segist ekki vilja segja um hvort væntanlegar sveitar- stjórnarkosningar tefji málið. - pg Samgöngumiðstöð: 100 daga kynn- ingarferli fram undan FRÉTTASKÝRING Hafa íslenskir jarðvísindamenn öll bestu gögn til að sinna rannsóknum og eftirliti? Samstarf við erlendar stofnanir tryggir að íslenskir vísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum til rannsókna vegna jarðhrær- inga eins og eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að jafnan sé keypt töluvert magn gagna, enda annast jarðvísindadeildin vöktun á fjölmörg- um náttúrufyrirbærum á Íslandi. Á það við um skorpu og möttul jarðar, eldstöðvar, jarð- hitasvæði, jökla og straumvötn auk rann- sókna á setlögum á landi og í sjó, gróðurfari og jarðvegseyðingu. Jarðvísindastofnun er alþjóðleg rannsókna- stofnun á sviði jarðvísinda og í góðum tengsl- um við norrænar systurstofnanir. Sífellt er unnið að eflingu annarra alþjóðlegra tengsla. Á tímum eldsumbrota segir Ingibjörg að alþjóðleg tengsl séu sérstaklega mikilvæg. „Þegar eitthvað svona kemur upp á njótum við góðs af tengingum okkar við útlönd og til okkar er miðlað mikið af upplýsingum. Það á ekki síst við um fjarkönnunargögn. Þessi gögn eru fjölbreytt og geta sagt ólíka sögu. Það verður því sífellt að bera saman gögn og reyna að nýta það besta úr þeim öllum.“ Auk fjarkönnunargagna, eins og til dæmis ljós-, hita- og ratsjármyndir, eru nýttar upp- lýsingar frá staðsetningartækjum (GPS-kerfi), þenslu- og jarðskjálftamælum. Þar stendur íslenska vísindasamfélagið mjög vel en eins og þekkt er hefur Veðurstofan komið upp neti jarðskjálftamæla á undanförnum árum. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálfta- mælanet stofnunarinnar hafi verið byggt markvisst upp frá árinu 1989 og GPS-kerf- ið frá 1999. Einnig er kerfi þenslumæla frá árinu 1979. Alls losa mælarnir hundraðið og Veðurstofan hefur verið í samstarfi við erlend- ar systurstofnanir og sjálfstæðar rannsókna- stofnanir við uppsetningu þeirra. Steinunn tekur fram að auðvitað mætti bæta kerfin enn. Jarðskjálftamæla mætti að ósekju setja upp á annesjum til að kerf- ið nái til landsins í heild. „Eins væri gott að fá fleiri þenslumæla því þeir hafa til dæmis gefið okkur upplýsingar sem gerðu það kleift að spá Heklugosi með hálftíma fyrirvara. Við hefðum þegið að hafa slíka mæla við jöklana á Suðurlandi núna.“ svavar@frettabladid.is Jarðskjálftamælanet verið byggt upp á tuttugu árum Víðtækt samstarf innlendra sem erlendra stofnana tryggir að íslenskir jarðvísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum við rannsóknir sínar. Undanfarið hefur mikið magn ganga verið sent hingað frá útlöndum. UM BORÐ Í TF-SIF Jarðvísindamenn segja að tæknibúnaður um borð í nýrri flugvél Gæslunnar sé bylting. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JARÐSKJÁLFTAMÆLINGAR Þessi skýringarmynd Veðurstofunnar sýnir jarðskjálftavirkni hérlendis vel. Mælakerfið gefur mikilvægar upplýsingar um hreyfingar jarðskorpunnar. MYND/VEÐURSTOFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.