Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 14
14 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Félag heyrnarlausra var stofnað árið 1960 og á því hálfr-
ar aldar starfsafmæli. Formaður félagsins, Heiðdís Dögg
Eiríksdóttir, segir margt hafa áunnist í réttindabaráttu
heyrnarlausra á Íslandi en þó megi betur gera ef duga
skal.
„Eitt helsta baráttumál heyrnarlausra er að tryggja betur
aðgengi okkar að samfélaginu. Við höfum til dæmis lítið sem
ekkert aðgengi að sjónvarpsefni og förum því oft á mis við
mikilvægar upplýsingar. Það eru til dæmis miklar umræður
um rannsóknarskýrsluna og eldgosið núna, en allt er þetta
okkur lokað. Helst að við fáum fréttirnar hraðsoðnar á fimm
mínútum á dag. Bæta þarf úr þessu og viðurkenna okkur og
málið. Eða eins og einn heyrnarlaus sagði þá er málið lykill-
inn að menningu heyrnarlausra í samfélaginu,“ segir hún.
Beðin um að útskýra þetta nánar segir Heiðdís mikilvægt
að táknmál sé viðurkennt sem móðurmál á Íslandi. „Um það
voru flestir sammála á sérstöku málþingi sem efnt var til
fyrr á árinu í tilefni af afmælinu. Táknmál heyrnarlausra
á Íslandi og íslenska eru nefnilega mjög ólík tungumál og
það væri mikil viðurkenning fyrir heyrnarlausa ef það yrði
viðurkennt sem móðurmál á Íslandi.“ Heiðdís segir að mikið
hafi verið barist fyrir þessari samþykkt en málið hafi því
miður af einhverjum ástæðum alltaf strandað inni á þingi.
Margt hefur þó áunnist í réttindabaráttu heyrnarlausra
á Íslandi að hennar sögn. Hún tekur túlkaþjónustuna sem
dæmi. „Ótrúlegt en satt þá útskrifuðust fyrstu lærðu túlk-
arnir á Íslandi ekki fyrr en árið 1997. Fyrir þann tíma var
fólk ekki formlega menntað sem túlkar þótt margir hafi
reynt að aðstoða okkur. Dyr voru því víða lokaðar og allt
harðlæst hvað menntun viðvíkur. Nám og kennsla heyrnar-
lausra var heldur ekki byggð upp til jafns við almennt nám
og því höfðu margir ekki tök á því að fara í framhaldsnám.
Því hefur mjög mikið breyst með tilkomu túlka.“
Annasamt verður hjá Félagi heyrnarlausra á næstunni,
sem er meðal annars að flytja í nýtt og betra húsnæði að
Grensásvegi 50 í maí. Þá eru mennta-, heilbrigðis- og félags-
málaráðuneytin að kortleggja þjónustu við heyrnarlausa á
Íslandi og félagið hefur fengið það hlutverk að koma með til-
lögur að úrbótum. „Niðurstöðurnar koma í júní og þá er bara
vonandi að menn bretti upp ermar og taki á þessum málum
í eitt skipti fyrir öll,“ segir Heiðdís, vongóð um framhaldið.
roald@frettabladid.is
FÉLAG HEYRNARLAUSRA Á ÍSLANDI:
HEFUR STARFAÐ Í HÁLFA ÖLD
Viljum jafnfræði
í samfélaginu
MARGT Á DÖFINNI Heiðdís tók við formennsku Félags heyrnarlausra í
júní á síðasta ári og sat þar áður í stjórn félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GESTUR EINAR JÓNASSON
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1950.
„Ég veit ekki neitt skemmtilegra
en flugið.“
Gestur Einar Jónasson er leikari
og flugmaður og hefur starfað við
fjölmiðla í fjöldamörg ár.
60 ára
Sæmundur Valtýsson
er sextugur í dag 4. maí
Í tilefni dagsins býður hann í kaffi
laugardaginn 8. maí næstkomandi í
sal Sjálfsbjargarheimilisins, Hátúni 12
milli klukkan 14 og 16.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Anna Sigurkarlsdóttir
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
26. apríl. Útför hennar fer fram frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Bílferð verður frá
Digraneskirkju kl. 12.40.
Magnús Guðjónsson
Sigríður Magnúsdóttir Stefán Niclas Stefánsson
Sigurkarl Magnússon Agnes Eydal
Guðjón Magnússon Gillian Haworth
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Gestur Mosdal
Kristjánsson
Forsæti II Flóahreppi,
andaðist á Ljósheimum Selfossi fimmtudaginn
29. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Villingaholtskirkju föstudag-
inn 7. maí kl. 14.00.
Þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti
Vinafélag Ljósheima og Fossheima njóta þess.
Helga Kristín Þórarinsdóttir
Guðbjörg Þ. Gestsdóttir Þráinn Elíasson
Kristján Gestsson Anna Guðbergsdóttir
María Gestsdóttir Böðvar Sverrisson
Valgerður Gestsdóttir Bjarki Reynisson
Lárus Gestsson Elísabet Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vináttu við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu
Láru Loftsdóttur.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu Reykjavík góða umönn-
un og hlýju.
Pálfríður Benjamínsdóttir Hákon Örn Halldórsson
Sóley B. Frederiksen Lindy Ottosen
Jörgen Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
áður Gullsmára 8, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi,
laugardaginn 1. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hjálmar Viggósson Ragnheiður Hermannsdóttir
Magnea Viggósdóttir Kenneth Morgan
Erna Margrét Viggósdóttir Kristján Þ. Guðmundsson
Helen Viggósdóttir Þórarinn Þórarinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er
sýndu okkur samúð og hluttekningu
við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
Þórs Jóhannessonar.
Sérstakar þakkir viljum við tjá starfsfólki Beykihlíðar,
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Árni V. Þórsson Ragna Eysteinsdóttir
Nanna B. Þórsdóttir
Hjörvar Þórsson Andrea Thorsson
Ásdís Þórsdóttir Guðmundur Ólafsson
Gunnur Petra Þórsdóttir Ólafur Þórarinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, amma, langamma,
systir og mágkona,
Sigríður Kristín
Jakobsdóttir,
Hlíðarhúsum 3,
áður til heimilis að Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt
28. apríl sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 7. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem
vilja minnast hennar vinsamlega láti Krabbameinsfélag
Íslands njóta þess.
Ólafur Björnsson
Þorbergur Björn Ólafsson
Ólafur Friðrik Ólafsson
Jóhann Helgi Ólafsson
Vilhjálmur Snær Ólafsson
Sigríður Erla Ólafsdóttir
Diljá Ösp Þorbergsdóttir
Þóra Jakobsdóttir Bjarni Ellert Bjarnason
Sigrún Jakobsdóttir
Þórdís Jakobsdóttir Stefán Gylfi Valdimarsson
Gunnlaug Jakobsdóttir Gunnlaugur Sigurðsson
Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona
og barnabarn,
Unnur Lilja Stefánsdóttir,
sem lést af slysförum þann 25. apríl 2010 verður jarð-
sett í Útskálakirkju þriðjudaginn 4. maí nk. kl. 14.00.
Súsanna Poulsen Stefán Snæbjörnsson
Ingibjörg Þorvaldsdóttir Einir Heiðarsson
Heiðrún Tara Stefánsdóttir Ástþór Sigurðsson
Absalon Poulsen
Álfheiður Jónasdóttir Absalon Poulsen
Unnur Stefánsdóttir
og frændsystkini.
Hvalstöðin í Hvalfirði er
hvalskurðar- og vinnslustöð í
Hvalfirði, sem var reist á þessum
degi árið 1948 en þá var engin
hvalstöð fyrir í landinu.
Hvalur hf. lét reisa hvalstöðina
undir Þyrilsklifi og var meðal
annars notast við bryggju og
bragga sem bandamenn höfðu
reist þar á stríðsárunum. Hvalir voru skornir á hvalstöðinni á
hverju sumri og störfuðu þar um hundrað manns þegar mest var
að gera. Fyrstu áratugina var hvalurinn helst unninn í lýsi, mjöl
og hundafóður en farið var að frysta kjöt til manneldis þegar
viðskipti við Japana hófust. Hvalveiðar lögðust svo af um tíma en
hvalstöðinni var engu síður haldið við og sumarið 2009 hófst þar
aftur hvalskurður.
Heimild: www.wikipedia.org.
ÞETTA GERÐIST: 4. MAÍ 1948
Hvalstöðin hóf starfsemi