Fréttablaðið - 04.05.2010, Side 28

Fréttablaðið - 04.05.2010, Side 28
 4. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vorverkin Annir eru miklar á vorin hjá íslenskum fjárbændum. Það á meðal annars við um hjónin Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöfu Björgu Einarsdóttur, sem eru með kindur og holdakjúkl- inga á Heiðarbæ 1 í Þingvalla- sveit. Skær lambsjarmur og rödd um- hyggjusamrar móður kallast á á fæðingardeildinni á Heiðarbæ 1, sem Jóhannes bóndi er að útbúa í hlöðunni. Þar hefur hver ær einka- stíu fyrir sig og sín lömb þegar þau eru komin í heiminn. Þangað til er hún í almenningskró. „Hjá okkur er sauðburðurinn aðalviðfangsefn- ið allan maímánuð og meðan mesta törnin gengur yfir er oft lítið sofið. Maður gerir ekki mikið annað en passa upp á að allt sé í góðu lagi í fjárhúsunum. Því er vakt allan sólarhringinn,“ segir Jóhannes og er beðinn að útskýra aðeins nánar um hvað málið snýst. „Það geta komið upp vandamál í fæðing- unni og stundum vilja ærnar stela lömbum hver frá annarri ef marg- ar eru að bera í sömu kró. Svo verð- ur að gæta þess að lömbin komist á spena, merkja þau og skeina og passa að allar skepnurnar hafi nóg að éta og drekka.“ Jóhannes er fæddur og uppalinn á Heiðarbæ. Hann og Ólöf Björg tóku við fjárbúskapnum af foreldr- um hans, Sveinbirni Jóhannessyni og Steinunni Guðmundsdóttur, árið 1998 og við holdakjúklingarækt- inni í fyrra. Sveinbjörn og Steinunn búa í húsi við hliðina og taka þátt í bústörfunum eftir þörfum, meðal annars um sauðburðinn auk þess sem Skúli, bróðir Ólafar Bjargar, sér um næturvaktir þegar mest er að gera. Eldri börnin á bænum, Svanborg Signý, fjórtán ára, og Sveinbjörn, tólf ára, eru líka lið- tæk þegar þau eru ekki í skólanum og Steinunn Lilja, eins árs, fylgist með litlu lömbunum af áhuga. Um sextíu ær eru bornar af 700 á Heiðarbæ. Jóhannes segir þeim hafa flestum gengið vel að koma afkvæmunum í heiminn. „Yngri ærnar þurfa frekar á fæð- ingarhjálp að halda. Þá kalla ég á Björgu, konu mína, ef hún er ekki í húsunum. Það er lykilatriði að ég fari ekki að gera neina vitleysu. Ég er með svo stórar hendur og hún er miklu flinkari en ég enda sveita- stúlka vestan úr Dölum og ólst upp við þetta frá barnsaldri.“ Fleiri vorverk eru í sveitinni svo sem að dreifa skít og öðrum áburði, plægja nýræktir og sá í þær. Jóhannes kveðst hafa byrjað búfjáráburðardreifingu fyrir sauð- burð, meðan jörð var enn frosin, annað verði að bíða. Frúin er aðal sauðburðarsér- fræðingurinn og hefur líka nóg annað að sýsla. „Litla daman þarf síns með og þegar unnið er allan sólarhringinn er betra að hafa nóg að borða,“ segir hún og bætir við: „Það er lykilatriði að fóðra mann- skapinn.“ - gun Lítið um svefn í maí Steinunn Lilja hefur gaman af kindunum og er ekki vitund hrædd við veturgömlu hrútana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Værðin hefur yfirhöndina hjá þessari á með lömbin sín. Jóhannes, Ólöf Björg og Sveinbjörn fá sér kaffisopa í upphituðu herbergi í fjárhús- unum. Þar sefur Jóhannes bóndi oft þegar sauðburðurinn er að byrja, því þá er nægilegt að vakna á tveggja tíma fresti. Unga fólkinu finnst sport að gista þar. Heiðarbær 1 stendur á bökkum Þingvallavatns. Jóhannes, Ólöf Björg og Steinunn Lilja fylgjast með lífinu á fæðingardeildinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.