Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 47

Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 47
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2010 31 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 4. maí 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Ingólfur Vilhjálmsson klari- nettuleikari og Lluïsa Espigolé píanóleikari flytja verk eftir Busoni, Brahms, Berg, Stravinskí og Debussy á tónleikum í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 Tónleikar verða á Café Cultura við Hverfisgötu 18 þar sem bandaríski trommarinn Scott McLemore og hljóm- sveit leika djasstónlist. ➜ Fundir 19.00 MFÍK (Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna) verða með opinn félagsfund í Friðarhúsinu að Njálsgötu 87. Sigrún Sigurðardóttir menningar- fræðingur mun fjalla um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni Heima – heiman sem opnaði í Ljós- myndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Húsið verður opnað kl. 18.30. ➜ Sýningar Í Eiðsskeri, sal Bókasafns Seltjarnar- ness í Eiðistorgi, hefur verið opnuð samsýning Eddu Guðmundsdóttur, Georg Douglas, Jórunnar Kristinsdótt- ur og Jóns Grétars Ingvasonar. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. kl. 10-17. Sigurbjörn Ó. Kristinsson hefur opnað sýningu í menningarsalnum á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði. Opið alla daga kl. 14.30-22. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Hans Tryggvason arkitekt flytur erindi um möguleika og nálgun í hönn- un og þróun þéttbýlis. Fyrirlesturinn fer fram hjá Opna listaháskólanum að Skipholti 1. Vöðvabúntið Sylvester Stallone segir að 99 prósenta líkur séu á því að sögupersónan Rambo snúi ekki aftur á hvíta tjaldið. Tvö ár eru liðin síðan fjórða Rambo- myndin kom út við ágætar undir- tektir. Þá voru tuttugu ár liðin frá gerð Rambo III. „Ég held að Rambo hafi sungið sitt síðasta. Ég held að hann snúi ekki aftur. Ég er 99 prósent viss,“ sagði Stall- one. „Ég er mjög ánægður með síð- ustu mynd sem gerðist í Búrma. „Ég vildi að hún sýndi hvern- ig borgarastyrjöld gengur fyrir sig í raun og veru. Það er ekki hægt að fegra slíka hluti.“ Rambo snýr ekki aftur SYLVESTER STALLONE Stallone segir að Rambo hafi loksins sungið sitt síðasta. Forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins segir að hugmynd Jóns Gnarr um ísbjörn í garðinum sé vel framkvæmanleg. Jón segist enda ekki vera að grínast. „Þetta er auðvitað allt spurning um fjármagn. Fyrir borgina held ég að þetta sé ekki óyfirstíganlegt. Til þess að þetta sé gert almennilega gæti þetta kostað eins og að byggja hálfa sundlaug,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjöl- skyldu-og húsdýragarðsins, þegar hann er inntur eftir því hvort það sé raunhæft að vera með ísbjörn í garðinum. Besti flokkurinn, senu- þjófur undanfarna daga, hefur talað fyrir því í kosningabaráttunni sinni. Tómas upplýsir að formaður flokksins, Jón Gnarr, ætli að setj- ast niður með starfsfólki garðs- ins yfir hádegismat á næstunni og ræða við það hvernig hann telji að megi bæta húsdýragarðinn. Þetta vinsæla afþreyingarsvæði hefur ekki áður verið í jafnmiklu hlut- verki í kosningabaráttu fyrir borg- arstjórnarkosningar og Tómas telur það ánægjulegt að sjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinn aftur á dagskrá. Meðal annarra hugmynda sem Besti flokkurinn hefur lagt fram er að reisa lundabjarg en sú yfirlýsing að slátra ætti öllu sauðfé og grilla það var hins vegar grín. Jóni Gnarr, formanni Besta flokksins, er full alvara með Ísbjörn raunhæfur mögu- leiki í Húsdýragarðinum ísbjarnar hugmynd sinni. „Við erum búin að hafa samband við Polarbear International og þeir hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þeir vilja koma að þessu verkefni með öllum mögulegum hætti og þetta er því ekki eitthvað sem er úr lausu lofti gripið,“ segir Jón og bendir á að það hafi ekki verið nein sérstaklega góð landkynning þegar landflótta ísbirn- ir voru skotnir hér á landi. Að sögn Jóns gengur hugmyndin út á það að byggja sérstakt svæði fyrir ísbirni sem hingað reka á land. Þeir yrðu fluttir þangað, hlúð að þeim og svo sleppt í sínu náttúrulega umhverfi. Jón hefur engar sérstakar áhyggjur af því að ísbirnir séu hættir að koma hingað enda hafi sérfræðingar frá Polarbear International bent á að komum þeirra til Íslands muni frek- ar fjölga heldur en hitt vegna lofts- lagsbreytinga. „Ef svo ólíklega vill til að það gerist þá fáum við bara lánaðan ísbjörn frá Grænlandi til að nýta þetta svæði.“ Jóni er einnig full alvara með lundabjarginu enda hafi hann séð svoleiðis í dýragarðinum í Seattle. „Ég vil sjá Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn verða að einhvers konar heimskautagarði sem komi fólki sífellt á óvart. Þetta hefði mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferða- menn,“ segir Jón. freyrgigja@frettabladid.is EKKI EITTHVERT DJÓK Tómas Óskar Guðjónsson segir það vel raunhæft að hafa ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eins og Besti flokkur Jóns Gnarr hefur talað fyrir. Alþjóðleg ísbjarnasamtök hafa lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt í slíku verkefni. Það er 0 kr. mínútan úr heimasíma í heimasíma* Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.