Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 54

Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 54
38 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. dóms, 6. tónlistarmaður, 8. að, 9. árkvíslir, 11. á fæti, 12. vörubyrgðir, 14. kál, 16. hæð, 17. hyggja, 18. lyftist, 20. hreyfing, 21. ljómandi. LÓÐRÉTT 1. ílát, 3. bardagi, 4. víbrator, 5. slagbrandur, 7. sígild list, 10. temja, 13. hnoðað, 15. stútur, 16. tímabils, 19. sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2. mats, 6. kk, 8. til, 9. ála, 11. tá, 12. lager, 14. salat, 16. ás, 17. trú, 18. rís, 20. ið, 21. skær. LÓÐRÉTT: 1. skál, 3. at, 4. titrari, 5. slá, 7. klassík, 10. aga, 13. elt, 15. túða, 16. árs, 19. sæ. „Ég er oftast með útvarpið í gangi og hlusta þá á Bylgjuna. Svo set ég stundum disk í og hlusta þá á Celine Dion. Undan- farið ár hef ég líka hlustað mikið á Coldplay, enda eru þeir bestir.“ Sigríður Sigurðardóttir glerhandverks- kona. Grínistinn Steindi Jr. fagnaði frum- sýningu nýs sjónvarpsþáttar síns á Stöð 2 með veislu í Gyllta sal Hót- els Borgar á föstudagskvöld. Ætlun- in var að sýna þáttinn á breiðtjaldi en þegar til kom virkaði afruglarinn á staðnum ekki. Þá brá Ágúst Bent, einn framleiðenda þáttanna, á það ráð að skjótast eftir eintaki á DVD. Þegar til kom virkaði DVD-spilarinn á staðnum ekki. Afruglarinn var svo enn bilaður þegar átti að horfa á Steindann okkar á Stöð 2 plús. Að endingu var hægt að sýna gest- um þáttinn góða í gegnum tölvu. Gestir í partíi Steinda létu þetta ekki mikið á sig fá enda var vel veitt svo biðin var þeim ekki beint óbærileg. Meðal gesta voru Dagur B. Eggertsson borgarfull- trúi, rapparinn Diddi Fel, Erpur Eyvindarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona, Vala Grand, Steinþór Helgi, umboðs- maður Hjaltalín, Frosti Logason útvarpsmaður og Bragi Valdimar í Baggalúti. Sjúklegur fatamarkaður fór fram í húsnæði Eskimo við Skúlatún á laugardag og voru það systurnar Bára, Hrafnhildur og Sigrún Hólm- geirsdætur ásamt Andreu Brabin og Örnu Borgþórsdóttur sem stóðu fyrir markaðinum. Fullt var út úr dyrum um leið og markaðurinn hófst, enda hafa ófáir væntanlega gert sér vonir um að komast í feitt, og þurftu stúlkurnar að bregða á það ráð stuttu eftir opnun að læsa hurðinni og hleypa inn í hollum. Mikil og löng röð myndaðist þá fyrir utan húsið þar sem kaupglaðar konur biðu fullar eftir- væntingar eftir því að komast inn og versla. - hdm, sm FRÉTTIR AF FÓLKI SPURNING DAGSINS Svör við spurningum á síðu 8. 1 John Higgins. 2 Deepwater Horizon. 3 Í borginni Sjanghaí í Kína. „Fólk úti á landi var farið að sækj- ast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verð- ur haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Hall- dórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verð- ur haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru ann- ars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auð- vitað mjög gleðilegt hvað markað- urinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönn- uð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norð- lenskan hönnuð hafa boðað þátt- töku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárus- dóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm PopUp ferðast til Akureyrar POPUP Þórey Björk Halldórsdóttir, lengst til vinstri, ásamt Guðbjörgu Jakobsdóttur og Björgu Guðmundsdóttur, en þær stóðu að stofnun markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftir- för og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar hand- ritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörg- um árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón fram- leiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage SAMAN Á NÝ Nicolas Cage skaust upp á stjörnuhimin Hollywood með frammi- stöðu sinni í Wild at Heart sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. Rögnu Lóu Stefánsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í breskum raunveruleikaþætti þar sem fylgst er með lífi venjulegs fjölskyldu- fólks. Í samtali við Fréttablaðið seg- ist hún ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að gera; hvort hún eigi að taka þessu boði og hleypa þar með sjónvarpsmönnum inn í líf sitt og fjölskyldu sinnar. „Ég er eiginlega í hálfgerðu sjokki,“ segir Ragna Lóa sem um árabil var ein fremsta knattspyrnukona þjóðarinnar en býr nú í Portsmouth ásamt eiginmanni sínum, Hermanni Hreiðarssyni, leikmanni Portsmouth og fyrirliða íslenska landsliðsins. Ragna vill sem minnst um raun- veruleikaþættina segja að svo komnu máli enda sé ekkert frá- gengið með þátttöku hennar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er um að ræða gríðarlega stóra framleiðslu og miðað við það álit sem Bretar hafa á Íslandi í kjölfar Iceasave-deilunnar og öskunnar frá Eyjafjallajökli væri þetta kærkom- ið tækifæri fyrir Rögnu að lagfæra aðeins ímynd þjóðarinnar. „Ég sagði reyndar við Hermann á sínum tíma að þegar ferillinn hans væri búinn myndi ég taka við, hver veit nema það sé að rætast,“ segir Ragna Lóa og hlær. Hún hefur reyndar þurft að þola hálf farlama Hermann sem sleit hásinina í leik gegn Tottenham fyrir nokkru. Tímabil Portsmouth í heild hefur ekki verið neinn dans á rósum því félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni, fjárhagsvandræði þess hafa verið í stöðugu kastljósi fjölmiðlanna og svona mætti lengi telja. „Við erum samt eins og ein stór fjölskylda, þetta hefur þjapp- að öllum saman. Þetta er eins og að vera á stóru ættarmóti, það leggjast allir á eitt,“ segir Ragna sem mun að sjálfsögðu fylgja liðinu á Wembley þegar það etur kappi gegn millj- arðaliði Chelsea í úrslitum enska bikarsins. Ragna mun hins vegar þreyta frumraun sína í sjónvarpi þegar hún stýrir HM 4-4-2 á Stöð 2 Sport 2, óháð því hvort hún tekur þátt í bresku raunveruleikasjón- varpsseríunni. Í þáttunum verða leikir heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem fram fer í Suður- Afríku, krufnir til mergjar en með henni í þættinum verður Logi Bergmann Eiðsson. „Þetta eru auð- vitað forréttindi, að fá vinnu við áhugamálið sitt. Fótbolti er lífið mitt og þetta er bara happdrættis- vinningur fyrir manneskju eins og mig,“ segir Ragna og viðurkennir að hjartað slái með enskum á HM í sumar. „Margir af leikmönn- um liðsins eru persónulegir vinir manns og að horfa á enska landslið- ið er bara eins og að horfa á félags- liðið sitt. Við erum bæði alveg rosa- lega spennt fyrir HM í sumar.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNA LÓA STEFÁNSDÓTTIR: HASLAR SÉR VÖLL Í SJÓNVARPI Boðið að taka þátt í bresk- um raunveruleikaþætti EFTIRSÓTT Rögnu Lóu Stefánsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í breskum raun- veruleikaþætti. Hún mun auk þess kryfja leiki HM í knattspyrnu til mergjar á Stöð 2 Sport 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.