Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 8

Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 8
8 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Samfylkingarfélagi í Reykjavík bo ar til félagsfundar um pólitíska ábyrg og si fer i í íslenskum stjórnmálum mi vikudaginn 12. maí. Fundurinn ver ur haldinn á Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 20.30. _____________________________________________ Frummælendur ver a stjórnmálafræ ingarnir: Au ur Styrkársdóttir og Birgir Hermannsson _____________________________________________ A loknum framsöguerindum svara frummælendur spurningum fundarmanna og taka átt í umræ um. Fjölmennum! Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ábyrg Pólitísk www.xs.isAllir velkomnir VEISTU SVARIÐ? VIÐSKIPTI Reiknað er með því að starfsmenn tölvuleikjafyrirtækis- ins CCP, sem meðal annars fram- leiðir netleikinn EVE Online, verði í lok þessa árs rúmlega 620 tals- ins. Þetta kemur fram í auglýsingu sem fyrirtækið birti um helgina þar sem óskað var eftir 150 nýjum starfsmönnum. Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, segir kall eftir auknum starfskrafti í takt við áætlanir fyrirtækisins um vöxt og aukningu umfangs, en fyrirtækið er nú með þrjá leiki í framleiðslu og er með skrif- stofur í New- castle, Atlanta og í Shanghaí. „ Þ et t a er samkvæmt áætlun sem við höfum unnið eftir síðustu þrjú ár,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að fjöldi ráðninga nú hafi verið ákveðinn í október í fyrra. Helstu nýbreytnina nú segir hann vera hvað fyrirtækið auglýsi á áberandi hátt eftir nýjum starfs- krafti, en það sé til þess að sem flest gott fólk viti af þeim. Þá segir Hilmar engar áætlanir uppi um að skrá fyrirtækið á mark- að. Ekki væri tilefni til að lesa annað úr því að einnig hafi verið um helgina auglýst eftir „corpor- ate controller“ (fyrirtækisstjóra sem starfar undir fjármálastjóra) með reynslu af hlutafjárútboðum annað en að CCP leitaðist ávallt við að ráða sem hæfast fólk með sem víðtækasta reynslu. - óká HILMAR V. PÉTURSSON Tölvuleikjafyrirtækið CCP auglýsir eftir 150 nýjum starfsmönnum: Aukningin í takt við áætlanir 1 Guðlaug K. Pálsdóttir varð fyrir því að krókódíll át golfkúl- una hennar. Hvar gerðist þetta? 2 Hver er knattspyrnustjóri nýkrýndra meistara Chelsea? 3 Hver er leiðtogi sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhús í grónum hverfum í borginni. Um er að ræða tólf lóðir. Fimm lóðir fyrir keðjuhús eru við Lautar- veg, í Blesugróf, Jöldugróf og Bleikargróf eru fimm lóðir fyrir einbýlishús og við Lambasel er einbýlishúsalóð þar sem bygging- arréttur er seldur með grunni. Þá er einnig auglýst til sölu einbýlis- húsalóð við Bauganes. Frestur til að skila inn kauptil- boðum er til 19. maí. Reykjavíkurborg augýsir: Lóðir í gömlum hverfum til sölu ELDGOS Um fjörutíu jarðskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli um hádegisbil í gær. Flestir mældust á 18 til 20 kílómetra dýpi og jókst sprengivirkni í kjölfarið. Gos- mökkurinn náði hæst sex kíló- metra hæð og bændur á stóru svæði undir Eyjafjöllum hafa þurft að þola öskufall í langan tíma. Öskuskýið undir Eyjafjöllum náði frá Skógum í austri að Selja- völlum en var mest á bæjum í Drangshlíð og Skarðshlíð. Að sögn ábúenda hafði öskufallið þar staðið næsta óslitið í á annan sól- arhring samkvæmt stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands og jarðvís- indastofnunar Háskóla Íslands frá því klukkan þrjú í gær. Þar kemur fram að mjög dró úr gosvirkni þegar leið á daginn og telst svipuð og undanfarna daga. Hins vegar hafði gosvirknin verið mun meiri en undanfarið eftir jarðskjálftahrinuna með aukinni gjóskuframleiðslu og hækkandi gosmekki. Klepragígur hleðst upp í ískatlinum, en hraunrennsli er í lágmarki þar sem um sprengigos er að ræða þessa dagana. Ekkert bendir til gosloka. - shá Jarðskjálftavirkni jókst tímabundið í Eyjafjallajökli um hádegi í gær: Aukin virkni í kjölfar skjálfta EYJAFJALLAJÖKULL Dökkur gosmökkur stóð upp af eldstöðvunum eftir jarðskjálfta- hrinuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 50 40 30 20 10 0 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR REYKJANESBÆR SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11. MAÍ 1 6 3 10 7 0 0 Ko sn in ga r 10 ,3 56 ,3 51 ,2 26 ,4 5, 2 12 ,1 ■ Kosningar 2006 A-listinn 33 ,2 4 KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosning- um en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könn- uninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveit- arstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar fengi Sjálfstæðisflokkur- inn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 pró- sents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokks- ins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknar- flokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkj- um A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæj- arfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjar- fulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju saman- lagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánu- daginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinn- ar. brjann@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta Litlar breytingar mælast á stuðningi við stjórnmálaflokka í Reykjanesbæ sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn heldur meiri- hluta með sex bæjarfulltrúa af ellefu. Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt frá 2006.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.