Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 9

Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 9
569 5100 skyrr@skyrr.is Velkomin  Skýrr elskar rafræn viðskipti Opinn morgunverðarfundur Skýrr um hagræðingu og sparnað með rafrænum viðskiptum, miðvikudaginn 12. maí Skýrr býður atvinnulífinu til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 12. maí um hagræðingu og sparnað með rafrænum viðskiptum. Rafræn viðskipti og innkaup færast sífellt í aukana í atvinnulífinu, enda gera þau vinnustöðum kleift að spara umtalsverðar fjárhæðir og tíma. Sérstaklega hefur þróunin verið hröð undanfarna mánuði með tilkomu upplýsingatækniþjónustu sem líkja má við dreifingarmiðstöð eða pósthús fyrir rafræn viðskipti. Þessar miðstöðvar sjá um rafræna dreifingu reikninga, pantana, hreyfingalista og annarra skjala milli aðila sem eiga í viðskiptum. Sem dæmi um þróunina má nefna að íslenska ríkið tekur nú á móti rafrænum reikningum og afþakkar pappírs- reikninga frá og með 1. maí 2010. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00, en formleg dagskrá hefst kl. 8:30 og fundarlok eru áætluð kl. 10:00. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Fundurinn verður haldinn í ráðstefnusal Skýrr að Ármúla 2 í Reykjavík (gengið inn frá Háaleitisbraut). Skráning fer fram á vefsvæði Skýrr (skyrr.is). 8:00 Morgunverður Ljúffengar veitingar að hætti hússins 8:30 Skýrr býður góðan dag Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr 8:40 Orkureikningar og NES/UBL: Kostnaðarauki eða hagræðing? Rúnar Óskarsson, verkfræðingur hjá Rarik 9:00 Rafræn innkaup: Innleiðing innkaupaferla fyrir viðskiptavini Arnar Bjarnason, markaðsstjóri Fastus 9:20 Skeytamiðlun Skýrr: Rafræn dreifing reikninga, pantana og annarra skjala Styrmir Kristjánsson, ráðgjafi hjá Skýrr Fundarstjóri Helgi Lárusson, forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Skýrr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.