Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 10
10 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FLOTTAR FELGUR Á FRÁBÆRU VERÐI SATURN STÆRÐIR: 14”, 15”, 16” OG 18” VERÐ FRÁ: 12.500 KR. (14”) BLAZE STÆRÐ: 17” VERÐ: 19.500 KR. VANDAÐAR GÆÐA FELGUR FRÁ LF WORKS Á FLESTAR TEGUNDIR FÓLKSBÍLA OG JEPPLINGA LEGEND STÆRÐ: 17” VERÐ: 19.500 KR. GALAXY STÆRÐ: 16” VERÐ: 16.500 KR. KYNSLÓÐABIL Rússneskur uppgjafa- hermaður úr síðari heimsstyrjöldinni situr með lítinn dreng í fanginu á Rauða torginu í Moskvu. Þar var 65 ára afmæli stríðslokanna fagnað. NORDICPHOTOS / AFP BELGÍA, AP Evrópskar hlutabréfa- vísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til ann- arra landa sambandsins. Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildar- ríki munu geta fengið lán úr sjóðn- um til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir. Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuld- um aðildarríkja ESB og einka aðila til að halda mörkuðum stöðug- um og lækka kostnað við lántök- ur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðla- skiptasamninga við Evrópska seðlabankann. Fréttir af neyðarsjóðnum höfðu strax mikil áhrif á gengi evrunnar og á hlutabréfavísitölur í Evrópu. Met var slegið í Madríd á Spáni þar sem hlutabréfavísitalan hækk- aði um 14,43 prósent, sem er mesta hækkun þar á einum degi. Í Lissa- bon í Portúgal hækkaði hlutabréfa- vísitalan um 10,73 prósent. Það er einnig methækkun. Hækkunin á Spáni og í Portúgal kemur í kjölfar ótta við að löndin fari sömu leið og Grikkland, og þykir benda til þess að traust á fjármálakerfi landanna hafi auk- ist vegna neyðarsjóðsins. Aðrar evrópskar vísitölur hækk- uðu einnig umtalsvert. Í París hækkuðu hlutabréf um 9,66 pró- sent, og FTSE-vísitalan í London hækkaði um 5,16 prósent. Sérfræðingar í fjármálamörkuð- um telja að aðgerðir ESB-ríkjanna slökkvi að mestu þá elda sem erf- itt ástand á Grikklandi hafi kveikt. Þeir benda þó á að til lengri tíma skapi það veikleika þegar skuldir ríkja sem eyði um efni fram lendi á endanum á herðum ábyrgðar- fyllri ríkja. Þá skorti reglur til að koma í veg fyrir að vandamálið komi aftur upp síðar. brjann@frettabladid.is Neyðarsjóður ESB styrkir markaðina Methækkun varð á hlutabréfavísitölum á Spáni og í Portúgal eftir að tilkynnt var um neyðarsjóð ESB. Ríki ESB leggja 750 milljarða evra í sjóðinn. Evrópski seðlabankinn beitir sér með uppkaupum á skuldum. EFNAHAGSMÁL „Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að afnema verðtrygg- inguna á skömmum tíma, en það er hins vegar hægt að vinna kerfis- bundið að breytingum sem sjálf- krafa draga úr vægi hennar,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, á opnum fundi við- skiptanefndar Alþingis í gær. Leiðin til að losna við verðtrygg- inguna sagði Gylfi vera að ná betri tökum á stjórn peningamála, stöðugt gengi krónu og stöðugra verðlag. Þegar slíkt ástand hefði varað í áratug eða svo mætti fara að gera sér vonir um að krónan hefði áunnið sér nægt traust til að fólk og fjárfestar vildu festa fé sitt í krónum til lengri tíma. Á hinn bóginn sagði hann svo að velta mætti upp möguleikanum á því að skipta hér um mynt, sem myndi breyta stöðunni talsvert. „Það má eiginlega líta svo á að verðtryggingin sé að hluta til sjúk- dómseinkenni og að hluta til aðferð til að draga úr áhrifum sjúkdóms- ins. En sjúkdómurinn er þá að hluta til það óstöðuga verðlag og óstöð- uga gengi sem fylgt hefur krón- unni í meira en 70 ár. Það er skýr- ingin á því að við erum eina landið í okkar heimshluta með víðtæka verðtryggingu á fjárskuldbinding- um til langs tíma,“ sagði Gylfi. - óká Verðtryggingin verður tæpast afnumin á skömmum tíma segir ráðherra: Krónan þarf að vera stöðug í áratug Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, efast um lögmæti verðtryggingar og telur mögulegt að skjóta málinu til EFTA-dómstólsins. „Kalla mætti eftir áliti dómstólsins í málarekstri sem þegar er hafinn,“ segir hann, en telur þó um leið vænlegra að finna lausn á pólitískum vettvangi. Gísli sat fyrir svörum á opnum fundi viðskiptanefndar í gær, ásamt fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna. Friðrik Ó. Friðriksson, hjá Hagsmunasamtökunum, sagði að í stað þess að spyrja hvað kostaði að afnema verðtrygginguna, ætti að spyrja hvað kostaði að gera það ekki. „Ekki fyrr en verðtrygging er aflögð verða sameiginlegir hagsmunir allra að halda aftur af verðbólgu,“ sagði hann. Málið til EFTA? KYNNIR AÐGERÐIR Olli Rehn, fram- kvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyris- mála innan Evrópusambandsins, kynnti nýjan neyðarsjóð á fundi með fjölmiðla- fólki í Brussel í Belgíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.