Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 14
14 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Kvikmynda-
gerð
Björn
Brynjúlfur
Björnsson
kvikmynda-
gerðarmaður
HALLDÓR
Kvikmyndir eru eitt öflugasta form landkynningar og hafa veruleg
áhrif á straum ferðamanna um allan
heim.
Landkynning eins og nú á að ráðast
í fyrir 700 milljónir króna er markaðs-
átak þar sem greitt er fyrir að koma
upplýsingum til fólks í gegnum auglýs-
ingar og önnur markaðstæki. Vandinn
er sá að fólkið sem á að fá skilaboðin er
eðlilega ekki alltaf áhugasamt eða mót-
tækilegt fyrir áreitinu.
Þegar þetta fólk hins vegar horfir á
kvikmyndir eða sjónvarpsefni hefur
það í flestum tilfellum sjálft greitt fyrir
eða lagt eitthvað á sig til að geta horft á
myndina og er því bæði móttækilegt og
áhugasamt.
Áhrif kvikmynda á ferðamenn til
Íslands hafa því miður ekki verið rann-
sökuð en nokkur þekkt dæmi mætti
nefna. Þegar sjónvarpsþættirnir um
Nonna og Manna voru sýndir í þýskumæl-
andi hluta Evrópu jókst fjöldi ferðamanna
frá Þýskalandi til Íslands árið eftir um
16%, um 24% frá Austurríki og um 48%
frá Sviss.
Þegar Börn náttúrunnar var sýnd í
bíóhúsum og sjónvarpi í Japan sáu um 60
milljónir manna myndina. Sumarið eftir
komu 27,8% fleiri ferðamenn frá Japan til
Íslands en árið á undan.
Samkvæmt rannsóknum koma 18%
allra ferðamanna til Írlands beinlínis
vegna kvikmynda. Í Danmörku er þessi
tala 12% samkvæmt þarlendum rann-
sóknum.
Ef við gefum okkur að 10% ferðamanna
til Íslands komi vegna kvikmynda eru
gjaldeyristekjur af þeim 15,5 milljarðar
króna.
Ný skýrsla um fjármögnun íslenskra
kvikmynda leiðir í ljós að ríkissjóður fær,
í gegnum skattkerfið, endurgreidda alla
fjárfestingu sína í kvikmyndum og gott
betur.
Hin jákvæðu áhrif kvikmynda á ferða-
þjónustuna eru því aukaafurð sem ekki
kostar samfélagið neitt. Því er enn óskilj-
anlegri sú stefna núverandi ríkisstjórn-
ar að skera framlög til kvikmyndasjóða
niður langt umfram það sem gert er í
nokkurri annarri grein.
Helst má líkja þessu við að kaupa sér
góðan hlaupaskó á annan fótinn – en
skjóta sig í hinn.
Kvikmyndagerð og ferðaþjónusta
Flugtímabil: 4. maí –20. júní
Bókunartímabil: 4.–11. maí
Afsláttarkóði:
IEX0502
með ánægju
Allar nánari upplýsingar um afsláttinn á www.icelandexpress.is
Bókaðu núna!
Síðasti
bókuna
rdagur
í dag!
10.000 kr.
afsláttur
Sumargjöf
Áhyggjur af réttarríkinu
Jakob Frímann Magnússon tónlist-
armaður skrifaði grein í Fréttablaðið
um helgina, þar sem hann lýsti andúð
sinni á handtöku tveggja fyrrverandi
bankastjóra Kaupþings. Jakob átaldi
sérstakan saksóknara fyrir að láta
stjórnast af almenningsálitinu. Hann
segir ótækt að setja mennina í gæslu-
varðhald áður en mál þeirra séu krufin
til mergjar og dregur í efa að það stafi
af sérstökum rannsóknarhagsmunum.
Í framhaldinu fullyrðir hann að sér-
stakur saksóknari sé beinlínis að
brjóta lög og dómsmálaráðherra
eigi að víkja honum úr embætti
fyrir þessi vinnubrögð. Sjálft
réttarríkið sé í húfi.
Að skjóta fyrst og spyrja svo
Brýningar um að menn skulu teljast
saklausir uns sekt er sönnuð eru
auðvitað góðra gjalda verðar. En
athygli vekur að í sömu grein og Jakob
Frímann ásakar sérstakan saksóknara
um að skjóta fyrst og spyrja svo, gerir
hann það nákvæmlega sama sjálfur.
Dómstóll JFM
Jakob Frímann var ekki
viðstaddur skýrslu-
tökuna áður en
Hreiðar Már
Sigurðs-
son var
handtek-
inn og
veit ekkert um það hvort þar hafi
eitthvað komið fram sem réttlætir
gæsluvarðhaldið. Engu síður telur
hann sig þess umkominn að segja
sérstakan saksóknara brjóta lög og
kalla eftir brottrekstri hans. Af hverju
bíður Jakob Frímann ekki eftir úrskurði
dómstóla um þetta mál áður en
hann skellir fram svo alvarleg-
um ávirðingum, fyrst honum
er svona annt um leikreglur
réttarríkisins? Er dómstóll Jak-
obs Frímanns eitthvað betri
en dómstóll götunnar?
bergsteinn@frettabladid.isP
ólitíkin sýnir á sér ýmsar sínar verstu hliðar í umræðum
um almennt skynsamleg og gagnleg áform um samein-
ingu ráðuneyta og fækkun ráðherra, sem kveðið er á um í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Samfylkingin vill keyra málið áfram og sameina ráðu-
neytin sem fyrst. Samfylkingarmenn geta meðal annars vísað til
nýrrar skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins, sem gert hefur
tillögur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis. Starfshópurinn telur að fækkun ráðuneyta myndi ein-
falda samstarfið í ríkisstjórn, styrkja forystu stjórnarinnar og bæta
möguleika á fagmennsku í stjórnarráðinu með stærri einingum.
Starfshópurinn hvetur hins
vegar líka til þess að vandað
sé til verka og fram fari fagleg
greining á kostum og göllum:
„Slíkar skipulagsbreytingar
þarfnast ítarlegs og ígrundaðs
undirbúnings og samráðs við
þá sem hagsmuna eiga að gæta,
s.s. starfsmenn ráðuneyta.“ Með
öðrum orðum kann að vera ástæða til að flýta sér ekki um of.
Innan vinstri grænna virðast ýmsir misskilja málið, kannski vilj-
andi. Ásmundur Einar Daðason þingmaður hélt því til dæmis fram
í fréttum að í hugmyndunum um sameiningu sjávarútvegs-, land-
búnaðar- og iðnaðarráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti fælist
aðför að Jóni Bjarnasyni ráðherra; kasta ætti út eina ráðherranum
sem hefði greitt atkvæði gegn því að Ísland sækti um aðild að ESB.
Ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum veikja stjórnsýsluna í
sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við ESB
sem færu í hönd.
Í þessum málflutningi virðist gleymast að mörg ár eru síðan
byrjað var að ræða hugmyndir um eitt atvinnuvegaráðuneyti. Þær
umræður hófust löngu áður en Ísland sótti um aðild að ESB og löngu
áður en nokkrum manni datt í hug að Jón Bjarnason gæti orðið
ráðherra. Og markmiðið er að styrkja stjórnsýsluna, ekki veikja
hana. Hitt er svo annað mál að þeir, sem telja að atvinnuvegaráðu-
neytin eigi að vera verðir sérhagsmuna „sinnar“ atvinnugreinar á
kostnað annarra atvinnuvega eða almannahagsmuna, eru sjálfsagt
mót fallnir sameiningu þeirra.
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram í máli Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, að ekkert samráð hafi verið haft
við stjórnarandstöðuna um sameiningu ráðuneyta. Þó er vitað að í
stjórnarandstöðuflokkunum eru margir, sem styðja slíkar hugmynd-
ir. Almennt talað er ekki æskilegt að í hvert sinn, sem ný ríkisstjórn
sezt að völdum, sé farið að hræra í skipulagi stjórnarráðsins. Um
slíkar breytingar þarf að ríkja sem víðtækust pólitísk samstaða.
Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins er einmitt hvatt til
þess að leitað sé leiða til að stuðla að því að efla svokölluð sam-
stöðustjórnmál, þar sem stjórnarandstaðan kæmi einnig að töku
ákvarðana. Í skýrslunni er fjöldi annarra tillagna um breytingar,
sem gera þarf á stjórnsýslunni til að bæta úr þeim ágöllum sem
komu svo skýrt fram í hruninu.
Það má alls ekki leyfa umræðum um þessar mörgu og góðu tillög-
ur að snúast upp í karp um hagsmuni einstakra flokka, pólitíkusa,
atvinnugreina eða hagsmunasamtaka. Þá hafa stjórnmálamennirnir
lítið lært.
Umræður um sameiningu ráðuneyta mega
ekki snúast upp í karp og hagsmunapot.
Lítið lært?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871