Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 16
16 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugar- farsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hug- myndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórn- málalegan grunn. Íslenskt efna- hagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðan- irnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru með- vitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræð- ina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geir negld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valda- stöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfé- lagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega sam- hengi sem hugmyndafræði, lýð- ræði, samfélagsgerð og efnahags- grunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að „hugsa“ öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin „vilji er allt sem þarf“. Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjun- um eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerf- isbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórn- málamenn og valdamenn í efna- hagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþings- nefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenning- ur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahags- umbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efa- semdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heim- ili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhóp- urinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meiri- hluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í van- skilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né sið- bót ef einn tiltekinn hópur er lát- inn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Siðbót í lausu lofti Siðbót Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðeðlisfræðingur Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Teygður þumall Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingis- menn að „drulla sér út“. Þess- um tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir – og þum- all tognar á þingverði. Þum- allinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumall- inn kominn í lag. En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurn- ar eru gegn borgurum lands- ins, og þessir tilteknu borg- arar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi vald- hafa tjáð sig um þetta mál. Níu vatnsgreiddir Heimdellingar Það er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fang- elsi fyrir að hrópa af pöll- um Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyld- um landsins – baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi – ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breyt- ast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfald- ur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla. En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjöl- mennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu – nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mót- mæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykill- inn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Eng- eyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla. Sjáið fyrir ykkur níu vatns- greidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femín- ista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahald- arar! Þeim er hent út, þum- all tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleika- merki hjá æskunni sem erfa á landið. Enginn þumall En kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþing- is. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur ein- ungis þetta: truflun á störfum Alþingis. Truflanir á störfum stjórn- málamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarps- þáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kan- ada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þing- störf með því að tala drukk- inn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sex- tán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Stein- grímur J. fyrir frammíköll. Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verð- ur í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðar- leg og jafnvel kröftug skoðana- skipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýs- inga. Samstaða Ráðherrar landsins og þing- menn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar. Það er líka rétt að undir- strika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðn- ir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafn- vel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðu- búnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir – í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabylt- ingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árás á Alþingi Steinar Bragi rithöfundur En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoð- anaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga. Einstakt tækifæri Til að sveitarfélag eða hverfi sé lýst Öruggt samfélag í skilningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), þurfa þeir sem mynda meginstoðir viðkomandi samfélags að vera þátttakendur í verkefninu um Öruggt samfélag. Á Evrópuráðstefnu, sem haldin verður í Reykjavík 19. - 20. maí n.k., býðst Íslendingum einstakt tækifæri til að kynnast „Safe Community“ verkefni WHO um Öruggt samfélag og þar með flestu sem snertir slysa- og ofbeldisvarnir í nærsamfélaginu. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa og greiða ráðstefnugjald. Sjá nánar á vef Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is Öruggt samfélag Ráðstefna The European Safe Community í Reykjavík 19. - 20. maí 2010

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.