Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 21
3
GÆLUDÝRHVATASTAÐIR er einangrunarstöð gæludýra í Hrísey og hóf starfsemi í janúar 2008. Þar dvelja gæludýr í 28 daga frá komunni til landsins. 115 þúsund krónur kostar fyrir kött en frá 150 til 200 krónur fyrir hund. www.hvatastadir.is
Dýr sem setið hefur eitt að athygl-
inni finnur fyrir breytingu þegar
barn kemur inn á heimilið. Kett-
ir halda sig oftar frá hinu óþekkta
en hundar eru forvitnir, að sögn
Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýra-
læknis og hún ráðleggur fólki að
undirbúa hunda minnst tveimur
mánuðum fyrir komu barnsins.
„Ef umgengni við hundinn á að
breytast, til dæmis ef hann má
ekki lengur koma upp í rúm eða
vera inni í svefnherbergi, uppi í
sófum eða annað, þarf að byrja á
að venja hann af því þar sem lítill
tími verður til þess eftir að barnið
er komið,“ útskýrir Hanna María
en hún segir álag á hundinn fylgja
því ef hegðunarreglur breytast
skyndilega. Hún segir einnig gott
ráð að kynna hundinum lyktina af
barninu með því að leggja sokk eða
samfellu af barninu í bæli hunds-
ins. „Lyktin verður áhugaverð og
hundurinn þekkir hana þá þegar
barnið kemur heim.“
Hanna María segir flesta hunda
taka nýju barni sem einu af fjöl-
skyldunni og vilji passa það held-
ur en hitt. Hafa þurfi þó í huga að
grátur og skrækir í barninu geta
gert hundinn órólegan, eins þegar
hann sér foreldrana stökkva til við
þessi sömu hljóð. Hann gæti jafn-
vel litið á barnið sem bráð. Því sé
mikilvægt að halda andrúmsloft-
inu afslöppuðu og skilja barn og
hund aldrei eftir ein saman í her-
bergi.
„Það er sama hversu ljúfan þú
telur hundinn vera, það er aldrei
hægt að vita hvernig hann bregst
við,“ segir Hanna María. „Þegar
barnið fer að skríða verður hund-
urinn fyrir enn meira áreiti þar
sem barnið þekkir ekki mörkin.
Hundurinn reynir að víkja eins
og hann getur en ef hann getur
ekkert gert lætur hann vita á ein-
hvern hátt. Því verður að hindra að
slíkar aðstæður komi upp.“ Einn-
ig er ekki ráðlegt að gefa hundin-
um skipanir með látum ef hann
á til dæmis að yfirgefa herbergi.
Hamagangur vekur bara enn meiri
áhuga hjá hundinum.
Spurð um hreinlæti kringum
nýfætt barn segir Hanna María
rannsóknir sýna að börn sem alast
upp í kringum dýr verði síður veik.
Í raun sé mannfólkið sem komi í
heimsókn hættulegra því það beri
með sér smitandi bakteríur. Ekki
skuli þó leyfa dýrum að sleikja
andlit ungbarna og ormahreinsa
þurfi dýrin tvisvar til fjórum
sinnum á ári en ormasýking getur
verið alvarleg ungbörnum.
heida@frettabladid.is
Dýrin þarf að venja við
Líf allra í fjölskyldunni tekur stakkaskiptum þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn. Gæludýrin eru þar
engin undantekning og þarf að undirbúa þau vel fyrir komu ungabarnsins.
Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir segir nauðsynlegt að ormahreinsa ketti og hunda reglulega þar sem ungbörn eru á heimil-
inu. Í heimsókn var hundurinn Simbi með eiganda sínum Kristínu Grétarsdóttur þegar ljósmyndara bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég lifi varla lengur en fimmt-
án ár.
Mér líður illa án þín.
Hugleiddu það áður en þú tekur
mig að þér.
Gefðu mér tíma og svigrúm til
að skilja til hvers þú ætlast af
mér.
Hrós þitt og umbun er sem sól-
argeisli, refsing sem þungur
dómur.
Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég
vil þér vel.
Þú hefur þína atvinnu, átt þína
vini og ánægjustundir. Ég á
aðeins þig.
Talaðu við mig.
Enda þótt ég skilji ekki mál þitt,
þá skil ég tón raddar þinnar.
Augu mín og látbragð eru mín
orð.
Áður en þú slærð mig, bið ég
þig að muna, að með beittum
tönnum get ég kramið hönd
þína, en ég mun aldrei beita þig
ofbeldi.
Ef þér finnst ég leiðinlegur
vegna annríkis þíns, mundu þá
að stundum líður mér illa og
verð pirraður, til dæmis í sól-
arhita.
Annastu mig þegar ég verð
gamall.
Án þín er ég hjálparvana.
Deildu með mér gleði þinni og
sorgum.
Veittu mér hlutdeild í lífi þínu,
því …
Ég elska þig.
Bæn hundsins
Reiðskólinn Vindhóll Mosfellsdal
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
Vikulöng námskeið sem hefjast 8. júní og standa yfir í 8 vikur
Kennt er allan daginn frá klukkan 9-16. Heitur matur í hádeginu
Dagsetningar sem í boði eru:
Farið verður vandlega yfir umhirðu hestsins ásamt almennri
reiðkennslu. Leiðbeinandi er Anna Bára Ólafsdóttir
Nánari upplýsingar og bókanir í síma 861-4186
www.vindholl.is
„Stærsta minnsta búð landsins!“
sími: 845 3090 - www.robur.is
Umboðsmenn: Reykjanesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Neskaupstað
HÁGÆÐA SÆNSKT HUNDAFÓÐUR
Frí heimsending á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Stöðugt fleiri velja ROBUR fyrir hundana sína. Uppistaðan í ROBUR er
kjúklingur, hrísgrjón, dýrafita, kartöfluprótein, eggjaduft, steinefni, maís-
og fiskimjöl og ýmiss vítamín. ROBUR inniheldur einnig fæðubótarefnið
MacroGard® sem styrkir og byggir upp ofnæmiskerfi unghunda og við-
heldur því hjá fullvaxta einstaklingum. ROBUR er ríkt af omega-3 og
omega-6 fitusýrum sem stuðla að heilbrigðri húð og gljáandi feldi.
ROBUR er glúten-frítt fóður (inniheldur ekki unnið hveiti).
8 tegundir á lager
Hundakex
og nammi
fyrir allar stærðir hunda
DÝRABÆR • Hlíðasmára 9, Smáralind og Kringlu
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447