Fréttablaðið - 11.05.2010, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 3landið mitt ● fréttablaðið ●
Hrísey er næststærsta eyja við Ís-
land og liggur í Eyjafirði. Eyjan
er átta ferkílómetrar að flatar-
máli, rúmlega sjö kílómetra löng
og tveggja og hálfs kílómetra
breið. Milli Hríseyjar og Árskógs-
sands gengur ferja frá morgni til
kvölds.
Skemmtilegt er að heimsækja
þorpið sem liggur syðst á eynni
en hátt í 200 manns búa á staðn-
um. Meðal þess sem boðið er upp
á fyrir ferðalanga eru skoðun-
arferðir um eyjuna á heyvagni
aftan í dráttarvél. Eins er boðið
upp á ferðir í vitann á eynni en
þaðan er mikið útsýni og upplifun
að vera við sólarlag. Eins er heim-
sókn í Holt, hús Öldu Halldórs-
dóttur, áhugaverð en þar er vísir
að byggðasafni og hægt að skoða
hannyrðir Öldu og gamlar ljós-
myndir. Sundlaugin í þorpinu er
nýlega uppgerð og þegar hungr-
ið sverfur að er vinalegt að setj-
ast inn á eina veitingastað staðar-
ins, Brekku.
Á vefsíðunni www.hrisey.net má
nálgast fróðleik um eyna og það
sem þar er í boði. - rat
Eyjan í Eyjafirði
Hrísey er algróin og láglend en hún rís hæst 110 metra yfir sjávarmáli.
MYND/ANNA TRYGGVADÓTTIR
● Á FERÐ UM ÍSLAND
2010 KOMIN ÚT Ferðahand-
bókin Á ferð um Ísland er komin
út. Enska útgáfan Around Iceland
hefur komið út samfellt í 35 ár,
en íslenska útgáfan kemur nú út í
tuttugasta sinn og þýska útgáfan
Rund um Island í þrettánda sinn.
Ritunum er dreift á helstu
ferðamannastaði landsins. Í þeim
er umfjöllun um hvern lands-
hluta, þjónustulistar sem eru
uppfærðir árlega ásamt kortum
með gististöðum, tjaldsvæðum
og sundlaugum. Sambærileg kort
eru einnig frá helstu þéttbýlis-
stöðum landsins. Þá er einnig að
finna hálendiskafla með hálendis-
korti og þjónustulistum í bókinni.
Fremst í bókinni er ýmis fróðleikur
um land og þjóð, það helsta sem
er á döfinni í sumar, afþreyingu
og margt fleira.
Útgáfufélagið Heimur gefur
bókina út. Bækurnar má sjá í vef-
útgáfu á www.heimur.is/world.
Hjónin Einar Guðmundsson
og Bríet Böðvarsdóttir, frá
Seftjörn á Barðaströnd, fara í
árlegar göngur með börnum
sínum átta, tengdabörnum og
barnabörnum.
Oddrún Lilja Birgisdóttir er gift
inn í stóra og myndarlega fjöl-
skyldu sem tók upp á því fyrir
tveimur árum að fara í skipulagð-
ar göngur um landið. Gönguhóp-
urinn telur um þrjátíu manns á
öllum aldri og var byrjað á því að
ganga Laugaveginn.
„Tengdaforeldrar mínir, þau
Einar Guðmundsson og Bríet
Böðvarsdóttir, bændur á Sef tjörn
á Barðaströnd, eiga átta börn
og fylgja þeim makar og börn. Í
fyrstu ferðinni byrjuðum við á
því að gista í skála í Landmanna-
laugum og höfðu tengdaforeldrar
mínir orð á því hversu stórkostleg
upplifun það væri að hafa okkur
þarna öll í einu fleti.
Ferðin tók fjóra daga og var
gist í skálum við Hrafntinnusker,
Álftavatn og Emstrur á leiðinni.
Yngsti ferðalangurinn var tveggja
ára en ættarhöfuðið sjötíu og sjö.
Yngstu börnin voru í trússi en
þau sem gengu voru allt niður í
sjö ára.“ Lilja segir ferðina hafa
gengið vonum framar enda hafi
skipulagið verið eins og best verð-
ur á kosið.
„Það voru tvö systkini og makar
í skipulagsnefnd en þau sáu um
matarinnkaup, að panta skála og
setja upp dagskrá fyrir hvern
dag. Þegar við komum inn í skál-
ana var fólki svo skipt í hópa og
úthlutað verkefnum. Sumir voru í
matreiðsluhópi en aðrir í skemmti-
nefnd svo dæmi séu tekin og lagð-
ist skipulagið afar vel í mannskap-
inn en það er mikilvægur þáttur
þegar svona margir eru á ferð.
Tengdapabbi hafði hins vegar allt-
af umsjón með morgunmatnum
og sá til þess að allir fengu hafra-
graut og lýsi.“
Ferðin gafst svo vel að þegar
var ákveðið að fara í aðra að ári
og þá gengum við Víknaslóðir úr
Borgarfirði eystri yfir í Breiðu-
vík, Húsavík og Loðmundarfjörð.
Eftir þá ferð ákváðum við nokkur
að fara í aðeins erfiðari ferð að ári
og ætla sex systkinanna og fimm
makar norður á Strandir í sumar.
Við byrjum í Aðalvík og endum
við Hornbjargsvita og ætlum að
vera í tjaldi og með allt á bakinu
að þessu sinni. Stórfjölskylduferð-
in verður þó á sínum stað, þótt hún
verði með aðeins öðru sniði, en við
ætlum að setja upp tjaldbúðir við
sveitabæ tengdaforeldra minna en
ganga svo Barðaströndina bæði
fjöll og strönd í dagsferðum.“
Lilja á von á því að fjölskyldu-
ferðirnar verði árlegar héðan í
frá enda ánægja fjölskyldunnar
með þær ótvíræð. „Fólk kynnist
á annan hátt í svona ferðum og
verður miklu nánara.“
- ve
Ferðast með stórfjölskyldunni
Seftjarnarfjölskyldan í Þórsmörk eftir vel heppnaða Laugavegsgöngu. MYND/ÚR EINKASAFNI
Ferðamenn að skoða Strokk leika
listir sínar.
● HESTAFERÐIR Í SKAGAFIRÐI Skagfirðingar eru
þekktir fyrir sína gæðinga og þeir eiga líka þæga og rólega
hesta fyrir byrjendur. Ferðamenn geta því auðveld-
lega fundið þar reiðskjóta við hæfi og hæfi-
lega langar hestaferðir. Hægt er að leigja sér
hesta, fara í eins til fjögurra tíma hestaferð-
ir eða margra daga skipulagðar hálendisferðir
og allt þar á milli.
Skagafjörðurinn er grasi gróinn og fullur
af góðum reiðleiðum og sögustöðum sem
gaman er að stoppa á, auk þess sem stutt er í
róandi afdalakyrrð. Víða er boðið upp á grunn-
reiðkennslu og leiðsögn um landið.
Af hestaleigufyrirtækjum má nefna Topp-
hesta í grennd við Sauðárkrók, Hestasport −
Ævintýraferðir í nágrenni Varmahlíðar, Flugu-
mýri og Lýtingsstaði.