Fréttablaðið - 11.05.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 11.05.2010, Síða 34
22 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ Villidýr/Pólitík eftir Ricky Gervais Þýtt og staðfært af flytjendum Sviðsetning: Gunnar B. Guð- mundsson Fyrirbærið Hafnarfjarðarbrand- arar öðlaðist nýja merkingu þegar hópur skólafélaga þar sunnan að tók að láta á sér bera í opinberu lífi. Þar fóru fremstir í flokki árs- hátíðarskemmtikrafturinn Steinn Ármann, þéttur og vanmetinn leik- ari, og Davíð Þór Jónsson, renglu- legur lífskúnstner sem markaði sér skákir á ýmsum sviðum: textahöf- undur, eilífur guðfræðistúdent og fullorðin sál frá unga aldri. Saman eru þeir þessa dagana að flytja uppistand þýtt og umskorið frá enska grínistanum Ricky Gervais. Gervais er merkilegt fyrirbæri, síð- sprottinn arftaki þeirrar kynslóð- ar breskra grínista sem nýlega var sýnt fram á að hafði lagt til örfá prósent af skets um í Heilsubæl- ið. Gervais stikar jaðarinn á hinu boðlega í sýningum sínum, fetar þröngt bil milli fordóma og ofboðs. Hann er trúr uppruna sínum, breskt samfélag, breskir og breyskir siðir eru hans akur. Og nú hafa menn talið það henta íslenskum mark- aðsaðstæðum að flytja tvær af þekktum efnisskrám hans yfir á íslensku. Uppistand er þetta ekki lengur, heldur ekki eftirherma, því textinn sem gera má ráð fyrir að Davíð hafi umsnúið og aðlagað er býsna íslenskur og alþjóðlegur um leið. Stór hluti af þessum húmor er sprottinn þegar menn stinga hausn- um í klofið á sér: blautt er það, og talið allt klámfengið. Ungum hóp áhorfenda á föstudagskvöld- ið var vel skemmt, alla vega strákunum, því mikið var hlegið og dátt. Hvort stelpunum var eins skemmt veit ég ekki: þetta er mikill tittlingahúm- or, gaura- grín. Steinn og Davíð eru báðir fyndnir menn, Davíð móralskur, Steinn meira absúrd, báðir orðn- i r þau l - vanir að láta brandarann falla á réttum stað, þekkja andrúmið, kunna list- ina. Þeir þurfa ekki að láta hátt og mikið, spaugið er sett fram af öryggi, fumlaust, og leikið á sal- inn. Mér hefur alltaf þótt gaman að sjá þá segja brandara. Þeir eru fyndnir strákar. Víst hefði ég kosið að þeir settu saman sitt eigið efni, byggðu sitt eigið gervi í stað Gerv- ais. Ég efast ekki um að þeir gætu það vel ef einhver tryði á þá í slíkt uppistand. Það mátti líka heyra á íslenskun efnis Bretans að þeir voru óhræddir að takast á við ósvífni um þekktar íslenskar persónur, Hann- es Hólmstein og Jónínu Ben. Það var ekki græskulaust grín heldur grimmt. Þeir eru báðir á sviðinu í senn í tvískiptu prógrammi en annar held- ur sig til hlés meðan hinn blaðrar. Þeir eru mækaðir upp og það er löst- ur. Á föstudag lenti Steinn í vand- ræðum með mækinn sinn og hvað gerðist? Hann varð skýrari, tók betur um orðin, vandaði sig meira við flutninginn. Grínistinn þarf að tala beint og skýrt við áhorfendur. Það er partur af prógramminu, að kunna að hitta milli hlátranna, láta heyra í sér og verða að treysta á að talið heyrist af flytjandanum sjálf- um. Í svo litlum sal sem Litla svið Borgarleikhúss er á ekki að nota mæk. Þegar litið var á heimasíðu Borg- arleikhúss kom í ljós að það kost- ar sitt að hlæja í tvo tíma; nýlegar fréttir um endurbyggingu Austur- bæjarbíós benda til að þar skap- ist nýr vettvangur fyrir grín sem þetta og vonandi finna þeir Davíð og Steinn hjá sér löngun til að halda áfram á þessu sviði, gera sitt eigið efni um okkar eigið umhverfi, okkar eigin Hafnarfjarðar- brandara. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Klámfengið og gróft gaman flutt af mikilli list. Ármann og Þór þora Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Íslensku óperunni á morg- un kl. 20 og 13. maí kl. 16. Þar flytur Vox feminae, ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur, einsöngvurum úr röðum kórfélaga, félögum úr Karlakórn- um Fóstbræðrum og Stúlknakór Reykjavíkur fjölda þekktra óperu- kóra og aría við undirleik úrvals hljóðfæraleikara. Undirleik ann- ast Antonía Hevesi píanó, Elísabet Waage harpa, Hallfríður Ólafsdótt- ir flauta, Svavar Bernharðsdóttir víóla og Eggert Pálsson páka. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri sem jafn- framt hefur spunnið tónlistinni leik- rænt og skemmtilegt ívaf. Hér er á ferðinni söngveisla þar sem unn- endum óperutónlistar gefst einstakt tækifæri til að njóta hrífandi verka eftir tónskáld á borð við Verdi, Moz- art, Offenbach, Strauss og Wagner í flutningi öndvegis tónlistarfólks. Miðar fást hjá midi.is og opera.is. Vox Feminae syngur í Óperunni TÓNLIST Sigrún Hjálmtysdóttir treður upp með kvennakórnum Vox feminae á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ath. kl. 20. í Langholtskirkju Söngsveitin Fílharmónía flutti um helgina Heimsljós, sálumessu eftir Tryggva M. Baldvinsson, og verð- ur flutningurinn endurtekinn í kvöld klukkan 20. > Ekki missa af opnunartónleikum Listahátíðar á morgun. Amadou & Mariam frá Malí koma hingað til lands með stóra hljómsveit og sann- kallaða heimstónlistarstemn- ingu sem lofuð hefur verið í hástert og samanstendur af rafmagnsgíturum, kúbverskum lúðrum, egypskum ney- flautum, sýrlenskum fiðlum, indverskum tablas-trumbum og margvíslegum ásláttar- hljóðfærum frá Malí. Rjúkandi sala er á sýningu Vesturports í Borgar- leikhúsinu á Rómeó og Júlíu en hin rómaða sýning frá 2002 hefur farið víða en snýr nú aftur að þessu sinni á stóra svið Borgarleikhússins. Þegar er uppselt á sjö sýningar og örfáir miðar voru til í gær á sýningar 8. og 9. júní. Þegar hefur verið bætt við aukasýningum en árskortagestir nýttu sér margir í haust að verkið var á dagskrá Borgarleikhússins á þessu vori. Aukasýningar verða 13., 18., 19. og 20. júní og ættu áhugasamir að tryggja sér miða í tíma. Önnur sýning Vesturports í samstarfi við LR í Borgarleikhúsi, Faust, er líka á fjölum stóra sviðsins og eru þrjá sýningar í sölu hjá Borgar- leikhúsinu: 20., 27. og 29. maí. Faust er svo á leið til London næsta haust og er frumsýning þar fyrirhuguð 1. október og verður sýnt í sex vikur samfleytt. Sýningin verður sýnd sjö sinnum í viku- og er því ljóst að 42 sýningar á uppsetningunni verða í boði fyrir erlenda leikhúsgesti. Sýningin verður hluti af afmælisdagskrá Young Vic-leik- hússins sem fagnar 40 ára afmæli sínu í haust. Selst vel á Rómeó og Júlíu LEIKLIST Góð aðsókn er á Rómeó og Júlíu og hefur verið bætt við aukasýningum. Ólafur Darri, Björn Hlynur og Víkingur Kristjánsson í hlutverkum sínum. MYND: SIGURÐUR JÖKULL. Tate Modern fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli og er af því tilefni efnt til hátíðarinnar No Soul For Sale sem stendur dagana 14. til 16. maí. Þangað er boðið til þátttöku fjölda sjálfstæðra listastofnana víðs vegar að úr heiminum og verða full- trúar Íslands þar félagar úr Kling & Bang: Hekla Dögg Jónsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnardóttir. Hekla Dögg og Sirra Sigrún setja upp verkið Tower Of Now sem er súla eða turn sem rís 35 m upp í Túrbínusalnum (Turbine Hall) gerð úr pappírsstrimlum úr posa rúll- um. Súlan skapar rými sem verður vettvangur síbreytilegrar mynd- bands- og skúlptúrinnsetningar og Ásdís Sif Gunnarsdóttir frumsýn- ir 20 mínútna myndbandsverk sem hún kallar You are there in close up with your signature at the bottom of the frame. Alls er boðið sjötíu framsæknum stofnunum til hátíðarinnar sem eru sóttar um kringluna alla frá Shang- haí to Rio de Janeiro og leggja þær undir sig hinn rómaða sýningarsal, Túrbínusalinn. Opnunin fellur inn í safnanóttina í London þegar lista- stofnanir og önnur söfn verða opin til miðnættis, föstudags- og laugar- dagskvöld. Tate Modern var opnað 12. maí 2000 og hafa gestir þyrpst þangað: 45 milljónir gesta hafa sótt safnið heim og er aðsókn þangað ein helsta rósin í hnappagati listagyðjunnar. Þar á Ólafur Elíasson stóran hlut en sýning hans var mikið aðdrátt- arafl á sínum tíma og setti sýning- arstjórum þar mark sem síðan er miðað við. Kling í Tate Modern MYNDLIST Túrbínusalurinn verður í vor vettvangur sýningaraðila víða um lönd. Hekla Dögg sýnir þar á vegum Kling & Bang. MYND FRÉTTABLAÐIÐ LEIKLIST Steinn Ármann, þéttur og vanmetinn leikari, er fyndinn í gríni eftir Ricky Gervais í Borgarleikhúsinu. VIÐ LOKUM SKÍFUNNI LAUGAVEGI! AFSLÁTTUR AF ÖLLU! ALLT Á AÐSELJAST! LAUGAVEGUR 26Athugið! Gildir aðeins í Skífunni Laugavegi 26 Opið alla daga 12 - 18.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.