Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 36
24 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Samkvæmt skilaboðum á vefsíðu
Interpol hefur bassaleikarinn
Carlos D yfirgefið hljómsveitina.
Carlos var án efa þekktasti með-
limur hljómsveitarinnar, en hann
þykir mikill töffari og náði meira
að segja að skyggja á Paul Banks,
söngvara og gítarleikara Interpol.
„Hann hefur ákveðið að fara
aðrar leiðir og setja sér ný mark-
mið,“ segir á vefsíðu hljómsveit-
arinnar. „Aðskilnaðurinn er óum-
flýjanlegur, en við óskum honum
velgengni og hamingju. Við verð-
um áfram, eins og ávallt, aðdáend-
ur þessa hæfileikaríka einstakl-
ings.“
Carlos D kláraði nýja plötu með
Interpol áður en hann hætti, en
verður ekki með hljómsveitinni
á tónleikaferðalagi í sumar. Ekki
hefur verið tilkynnt hvenær plat-
an kemur út, en ljóst er að Inter-
pol hitar upp fyrir U2 á árinu sem
bendir til þess að platan er vænt-
anleg fyrr en síðar.
Bassatöffarinn
yfirgefur Interpol
NÝ PLATA VÆNTANLEG Carlos D, annar frá vinstri, kláraði nýja plötu með Interpol
áður en hann yfirgaf hljómsveitina.
Gísli Örn Garðarsson tók
sig vel út í flottum jakka-
fötum á rauða dreglinum
þegar stórmyndin Prince of
Persia var frumsýnd í West-
field-verslunarmiðstöðinni
í London. Myndin sjálf fær
misjafna dóma í erlendum
fréttamiðlum.
Þær skinu skært stjörnurnar í
kvikmyndinni Prince of Persia:
Sands of Time þegar myndin var
frumsýnd í London á sunnudags-
kvöldið. Um var að ræða eina
stærstu frumsýningu í sögu Bret-
lands þar sem stuðst var við gervi-
hnött og athöfninni sjónvarpað
beint til sex landa.
Myndin sjálf fékk fremur mis-
jafna dóma. Variety segir á heima-
síðu sinni að Prince of Persia eigi
ekki eftir að ná sömu vinsældum
og aðrar myndir framleiðand-
ans, Jerry Bruckheimer. „Mynd-
in fullnægir fyrst og fremst þörf-
um ungra drengja en talar ekki til
annarra hópa og mun því ekki ná
sama breiða aðdáendahópnum og
til að mynda Pirates of the Caribb-
ean,“ segir í dóm Variety. Þess ber
að geta að ekki er lagt neitt mat á
frammistöðu Gísla Arnar en þó er
tekið fram að hann leiki leiðtoga
leigumorðingja sem leggja allt í
sölurnar til að koma prinsinum
fyrir kattarnef. Hollywood Report-
er segir myndina vera skemmti-
lega og að hún líti vel út. Þá séu
ævintýrin spennandi en hana vanti
sárlega einhverja epík til að hrífa
áhorfendur upp úr skónum.
Engu að síður má með sanni
segja að hlutverk Gísla sé eitt það
stærsta í sögu íslenskrar leiklistar.
Myndin verður síðan frumsýnd í
kínverska kvikmyndahúsinu í Los
Angeles 17. maí og þangað hefur
Gísla verið boðið. Prince of Persia
verður frumsýnd hér á landi 19.
maí næstkomandi.
freyrgigja@frettabladid.is
Gísli Örn glæsilegur á
rauða dreglinum í London
Gísli Örn tók sig vel út á rauða dreglinum í glæsilegum jakkafötum þegar Prince Of
Persia var frumsýnd í London. Hlutverk Gísla er ansi stórt í myndinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Gemma Arterton, Jerry Bruckheimer og
Jake Gyllenhaal er fólkið á bak við Prince
of Persia.
Hún var glæsileg umgjörðin í kringum frumsýningu Prince
of Persia í Westfield-verslunarmiðstöðinni.
Sir Ben Kinglsley mætti að sjálfsögðu til frumsýningarinnar
ásamt eiginkonu sinni, Danielu Lavender. Kingsley leikur
vinnuveitanda Gísla í myndinni.
Fyrrverandi andlit
Iceland-matvöru-
keðjunnar, Kerry
Katona, var að sjálf-
sögðu meðal gesta
en hún hefur verið
nánast stanslaust
á forsíðum breskra
slúðurblaða fyrir
allskyns vandræði.
> HAMINGJUSAMUR
Leikarinn Jude Law er tek-
inn aftur saman við fyrrver-
andi kærustu sína, leikkon-
una Siennu Miller. Þau mættu
saman í sérstakan kvöldverð
sem haldinn var í Hvíta hús-
inu fyrir stuttu og sagðist Law vera
sérstaklega hamingjusamur með
Siennu. „Ég er mjög ham-
ingjusamur. Hún gerir mig
mjög hamingjusaman.“
Leikarinn Mickey Rourke segist hafa
jafn gaman af því að leika í ódýr-
um óháðum kvikmyndum og í stór-
myndum, en hann fer með hlutverk
illmennisins Ivans Vanko í kvik-
myndinni Iron Man 2. „Sumar óháðar
myndir geta orðið einum of listræn-
ar, það þarf ekki alltaf að taka allt
svo alvarlega. Stundum vill fólk bara
setjast niður, horfa á kvikmynd og
gleyma dagsins amstri.“
Rourke segir mikil þægindi fylgja
því að leika í stórmyndum og þar
sé stjanað við leikarana. „Þegar ég
lék í The Wrestler þá var ekki einu
sinni stóll fyrir mig að sitja á. Fyrsta
daginn minn við tökur á Iron Man 2
spurði ég starfsmann hvort ég gæti
fengið kaffibolla og hann svaraði um
hæl: Hvers konar kaffi má bjóða þér?“
Rourke ber að eigin sögn litla virð-
ingu fyrir leikurum í dag. „Þú þarft
ekki einu sinni að vera hæfileikarík-
ur til að verða stórstjarna. Ég ber litla
virðingu fyrir flestum leikurum í
dag og einu sinni lét ég þá vita af því.
En núna þá þegi ég frekar og klappa
hundunum mínum.“
Þegir og klappar
hundunum sínum
VIRÐINGARLEYSI Mickey Rourke ber ekki mikla virð-
ingu fyrir leikarastéttinni í dag. NORDICPHOTOS/GETTY
HLÍÐARSMÁRI 14· KÓPAVOGUR · OPIÐ 12-18
AÐEINS
FIMM VERÐ
500,-
1.000,-
2.000,-
3.000,-
4.000,-
ÚTSÖLUMARKAÐUR HLÍÐARSMÁRA 14
OPIÐ ALLA DAGA 12:00-18:00
MIKIÐ
ÚRVAL Í STÆRÐ
XXL
LOKAVIKA