Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 46
34 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÆRDÓMUR VIKUNNAR
LÁRÉTT
2. bæta við, 6. í röð, 8. dýrahljóð, 9.
bergmála, 11. tveir eins, 12. gljáun,
14. gáleysi, 16. sjó, 17. mjög, 18.
hætta, 20. frá, 21. málmhúða.
LÓÐRÉTT
1. könnun, 3. tveir eins, 4. hvel, 5.
örn, 7. smáræði, 10. temja, 13. dvelja,
15. fugl, 16. aska, 19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. auka, 6. rs, 8. urr, 9. óma,
11. ii, 12. fágun, 14. vangá, 16. sæ, 17.
all, 18. ógn, 20. af, 21. tina.
LÓÐRÉTT: 1. próf, 3. uu, 4. kringla, 5.
ari, 7. smávægi, 10. aga, 13. una, 15.
álft, 16. sót, 19. nn.
„Ég er til að mynda að hlusta
á Eyrbyggju sem Þorsteinn frá
Hamri les. Mér finnst oft þægi-
legt að hafa talað mál þótt það
gerist stundum að ég dotti undir
því. Ef útvarpið verður fyrir
valinu þá er það Rás 1, útvarp
hins hugsandi manns. Og þar
eru ryþmi og djass mín deild.
Jón Jóel Einarsson, eigandi ferðaþjónust-
unnar Út og vestur.
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Skoðanakannanir benda til þess
að Besti flokkur Jóns Gnarrs nái
fjórum mönnum inn í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Þetta myndi
þýða að Jón Gnarr, einn eftirsótt-
asti skemmtikraftur landsins, yrði
í fullu starfi við að gera borgina að
betri stað fyrir borgarbúa. Þetta
gæti einnig þýtt að sjónvarpsþátt-
ur, leiksýning og leikverkaritun
yrðu í uppnámi. Sjálfur segir Jón
Gnarr borgarmálin vera í forgangi,
allt annað fái að sitja á hakanum.
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-
stjóri Borgarleikhússins, vildi ekki
tjá sig í samtali við Fréttablaðið
hvort Jón Gnarr myndi hætta sem
hirðskáld Borgarleikhússins ef
hann næði kjöri sem borgarfulltrúi
í komandi sveitarstjórnarkosning-
um. Hann vildi heldur ekki segja
neitt til um hvort honum þætti það
eðlilegt að Jón Gnarr sæti sem full-
trúi Besta flokksins í borgarstjórn
og væri um leið á launum hjá Borg-
arleikhúsinu sem hirðskáld. „Við
munum bara skoða þessi mál af
yfirvegun þegar þar að kemur.
Hún er skrítin þessi pólitík og
Jón er búinn að vera á fullu síðan
hann byrjaði hjá okkur. Ef einhver
breyting verður á hans högum þá
ræðum við það náttúrulega,“ segir
Magnús Geir sem taldi ekki tíma-
bært að ræða þessi mál. Jón Gnarr
sjálfur sagði að hann myndi ræða
þetta við Magnús Geir þegar þar
að kæmi. „Þetta eru bara nokkr-
ir tölvupóstar og einhver símtöl,“
segir Jón sem var ekki reiðubúinn
að tjá sig um hvort hann myndi láta
af starfi sínu sem hirðskáld Borg-
arleikhússins, nái hann kjöri.
Ragnar Bragason leikstjóri er
annar sem verður að bíða og sjá
hvað kemur upp úr kjörkössun-
um í lok maí. Ráðgert er að Vakt-
ar-hópurinn komi saman í ágúst til
að leggja drög að nýrri seríu sem
er algjörlega ótengd Ólafi Ragnari,
Georg og Daníel og á að gerast á
geðveikrahæli. Ragnar segist bara
ætla að taka sér stöðu fyrir utan
skrifstofu Jóns í Ráðhúsi Reykja-
víkur ef hann kemst í borgarstjórn.
„Ætlaði hann ekki annars að hygla
vinum sínum? Var það ekki á
stefnuskránni?“ spyr Ragnar sem
segist ætla að kjósa Jón og Besta
flokkinn í næstu kosningum, jafn-
vel þótt það þýði smá vesen fyrir
næstu verkefni. „Ef Jón verður
kosinn þá verðum við bara að bíta
í það súra eplið og leysa okkar mál
á einhvern annan hátt.“
Ísleifur B. Þórhallsson, sem
hyggst setja upp sýningu með grín-
leikhópnum Fóstbræðrum, segir
það vissulega hafa verið vitað að
listamennirnir í hópnum væru með
fullt af öðrum verkefnum í gangi.
„Við munum stilla okkur af í sam-
ræmi við þetta, við vissum auðvitað
að hann væri á leiðinni í framboð
en sáum þessa velgengni kannski
ekki fyrir,“ segir Ísleifur en bætir
því við að Fóstbræður, hvernig sem
aðkoma Jóns Gnarrs verður, verði
frumsýnd í mars 2011.
freyrgigja@frettabladid.is
RAGNAR BRAGASON: BÍÐ BARA FYRIR UTAN SKRIFSTOFU JÓNS
Grínframboð Jóns Gnarrs
kemur vinum hans misvel
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi
hefur náð samningum við bandaríska stórleik-
arann Robert De Niro um að leika í spennumynd-
inni The Killer Elite. Þar með eru línur að skýr-
ast í þessari ævisögulegu kvikmynd sem byggð
er á lífi og starfi sérsveitarmannsins Sir Ranulph
Fiennes.
Sigurjón segir nafn De Niro góða viðbót við
leikarahóp myndarinnar. „Þetta gefur henni
náttúrulega byr undir báða vængi og þetta verð-
ur stærsta kynningarmyndin á Cannes, allavega
verður þetta sú kvikmynd sem er með stærstu
stjörnunum,“ segir Sigurjón en tökur eru að hefj-
ast í Ástralíu. Sigurjón, sem hefur unnið með
mörgum af stærstu kvikmyndastjörnum heims,
viðurkennir að hann sé bæði sæll og glaður með
að hafa náð De Niro. „Þetta verkefni lítur vel út.
Þótt leikstjórinn, Gary McKendry, hafi ekki áður
gert svona stóra mynd þá hefur handritið spurst
vel út og umboðsmenn hafa látið sína skjólstæð-
inga vita af því. Það segir sitt ef De Niro ákveður
að leika í myndinni,“ segir Sigurjón.
Varla þarf að hafa mörg orð um feril De Niro.
Eftir hann liggja margar af frægustu persónum
kvikmyndasögunnar, svo sem Travic Bickle úr
Taxi Driver og Vito Corleone úr Godfather 2. Auk
De Niro leika þeir Jason Statham og Clive Owen í
myndinni auk Dominics Purcell, þekktastur fyrir
leik sinn í Prison Break. Eins og áður segir er
myndin byggð á ævisögu Sir Ranulphs Fiennes
sem kom út árið 1993 og olli miklu fjaðrafoki á
sínum tíma. Enda upplýsti Fiennes þá um tilveru
SAS-sérsveitanna sem bresk stjórnvöld höfðu
þvertekið fyrir að væru til. - fgg
Sigurjón fær De Niro í næstu mynd
STÓRLAX Robert De Niro er einn frægasti kvikmynda-
leikari sögunnar og hann mun leika eitt aðalhlutverk-
anna í næstu kvikmynd Sigurjóns Sighvatssonar.
„Ég hlýt að vera svona skelfilega
erfiður í samstarfi, andfúll og geð-
stirður á morgnana,“ segir Sig-
valdi Kaldalóns, dagskrárstjóri
útvarpsstöðvarinnar FM 957 og
eini liðsmaður morgunþáttar-
ins vinsæla Zúúber. Sigga Lund
og Gassi Ólafsson, samstarfsfólk
Svala til sex ára, hafa bæði til-
kynnt að þau séu hætt störfum og
ætli að snúa sér að einhverju öðru,
Sigga nú síðast í gær.
Sigvaldi, oftast kallaður Svali,
upplýsir að þau hafi áttað sig á því
að þátturinn Zúúber væri búinn að
syngja sitt síðasta og því hafi verið
ákveðið að hætta með þáttinn. Sjálf-
ur hyggst hann þó halda áfram að
vakna með Íslendingum í útvarp-
inu. Og nú í nýjum þætti sem mun
að öllum líkindum nefnast Svali og
félagar og hefst 17. maí.
Svali hefur þegar fengið til
liðs við sig þau Erp Eyvindar-
son og Höllu Vilhjálmsdóttur sem
verða með vikuleg innslög í formi
hrekkja eða annarra skemmtileg-
heita. Þá mun Jóhanna Vigfús-
dóttir einnig verða fastur gestur í
þessum nýja morgunþætti en með
Svala í hljóðstofu verður Kristj-
án Ingi Gunnarsson. Kristján er
ekki ókunnur fjölmiðlaumhverf-
inu því hann var einn liðsmanna
sjónvarpsþáttarins Ópsins ásamt
þeim Ragnhildi Steinunni og Þóru
Tómasdóttur.
Í þennan her eiga síðan eftir að
bætast fleiri. „Já, er ekki betra
að hafa sem flesta í kringum sig
þannig að áfallið verði minna
þegar einhver hættir,“ segir Svali
og hlær.
- fgg
Svali safnar liði í nýjan morgunþátt
EINN EFTIR Svali situr einn eftir í hljóðverinu eftir að þau Gassi og Sigga Lund hættu
í morgunþættinum Zúúber. Hann hefur fengið Erp Eyvindarson og Höllu Vilhjálms-
dóttur til að vera með sér í nýjum morgunþætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skítamórall brá undir
sig betri fætinum fyrir
skemmstu og spilaði á
litlum stað í Kaupmanna-
höfn sem heitir því
skemmtilega nafni
Skarv. Tónleikarnir
gengu ágæt-
lega að sögn
Arngríms Fannars Haraldssonar,
gítarleikara sveitarinnar, þótt hann
viðurkenni að vissulega hefðu fleiri
mátt berja sveitina augum. Þar
kunna að spila inn í mistök vertsins
á Skarv. Skítamóralsmenn sendu
nefnilega mynd af sveitinni sem
hægt væri að nota á auglýsingu en
staðarhaldaranum fannst upplausn-
in ekki vera nógu mikil. Þannig að
hann gúgglaði hljómsveitina í þeirri
von að finna betri mynd.
Auðvitað er ekki hægt að gera þá
kröfu til dansks tónleikahaldara að
hann þekki muninn á Skítamóral
og Á móti sól. Sem kom auðvit-
að á daginn að hann gerði ekki.
Því gúgglið sveik Danann ansi
laglega og á auglýsingu
fyrir tónleika Skítamórals
í Kaupmannahöfn var
því mynd af Magna
Ásgeirssyni og félögum
undir fyrirsögninni „Skíta-
mórall-Live“. Svo
skemmtilega vildi
til að eldheitur
aðdáandi Á móti
sól sá umrædda auglýsingu, sendi
til söngvarans Magna sem hafði víst
ansi gaman af.
Tónlistarkonan Hafdís Huld fær á
baukinn í nýjasta tölublaði Reykjavík
Grapevine, sem kom út fyrir helgi.
Gagnrýnandinn Sindri Eldon tekur
fyrir plötu hennar, Synchronised
Swimmers, og sparar ekki stóru
orðin. Hann segir plötuna svo
heilalausa að stemningin sé eins og
hjá Brady Bunch-fjölskyldunni, væru
meðlimir hennar á prósaki og að
hún sé gagnslaus eins og tilraunir
til að lækna hátíðaþunglyndi. Sindri
klykkir svo út með því að
segja að ef þunglyndi
hafi ekki þegar drepið
hlustandann myndi
platan sjá um það
með ömurlegum
forheimskandi
tilburðum …
- fgg, afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Á Providence-golfvellinum
í Flórída í Bandaríkjunum.
2 Carlo Ancelotti.
3 Valdimar Svavarsson.
SMÁ UPPNÁM
Velgengni Besta flokksins hefur komið mörgum
á óvart. En hún gæti líka sett strik í reikninginn
hjá nokkrum verkefnum leikarans.
Sjónvarpsþáttur sem Ragnar Bragason
ætlaði að gera með Jóni gæti verið í
smá uppnámi líkt og Fóstbræðrasýn-
ing Ísleifs B. Þórhallssonar. Þá vildi
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-
stjóri Borgarleikhússins, ekki tjá sig
hvort Jón yrði áfram sem hirðskáld
leikhússins ef svo færi
að Jón kæmist inn í
borgarstjórn. Jón vildi
heldur ekki taka af
öll tvímæli þar um.