Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 6
6 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Það mundi kosta 229 millj- arða króna að lækka höfuðstól verð- tryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efna- hags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúða- lánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og ann- arra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heim- ila, ef ákveðið yrði að lækka höfuð- stól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við láns- tíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu pró- senta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækk- un höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekju- tengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjár- hag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð- inga haldast óbreytt þótt höfuð- stóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóð- ur að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyris- sjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höf- uðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is 20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram útreikninga á kostnaði Íbúða- lánasjóðs, LÍN, lífeyrissjóða og banka við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána. SLYS Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri BYKO ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna slyss sem varð á laugardag í leiktæki sem verslunin seldi. Þriggja ára drengur slasaðist alvarlega og lést á mánudagskvöld á Barnaspítala Hringsins vegna áverka sem hann hlaut í slysinu. Í yfirlýsingunni segir: „Um helgina varð sá hörmulegi atburður að ungt barn lést af slysförum. Við viljum votta aðstandendum okkar innilegustu samúð. […] Þegar svona hörmulegir atburðir eiga sér stað er rétt að taka viðkomandi vöru úr sölu á meðan á rannsókn stendur, óháð því að varan uppfylli skilyrði og kröfur. Það gerðum við strax – okkur þykir það einfaldlega rétt að gera.“ Í yfirlýsingu Sigurðar kemur fram að leik- tækið uppfylli staðla og kröfur sem gerðar eru um leiktæki til einkanota á einbýlislóðum eða lokuðum raðhúsalóðum. Þegar sala hófst á tækinu fyrir nokkrum árum var Löggildingar- stofa fengin til að skoða tækið. Ítarlegar leið- beiningar á íslensku fylgja um uppsetningu og notkun tækjanna, segir jafnframt í yfirlýs- ingu fyrirtækisins. Hákon Hákonarson, afi drengsins, gagn- rýndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að kaðlarólur séu enn til sölu á Íslandi. Eins telur hann það rökleysu að leiktækið uppfylli örygg- iskröfur. „Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að ganga að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ - shá Forstjóri BYKO sendir frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins í Grafarvogi: Leiktækið tekið úr sölu eftir slysið VERIÐ SELT UM ÁRABIL BYKO hefur tekið leiktækið úr sölu á meðan að á rannsókn málsins stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kostnaður við 20% lækkun verðtryggðs höfuðstóls Lánastofnun 10% lækkun 20% lækkun Íbúðalánasjóður 57,6 112,5 LÍN 5,8 12,1 Lífeyrissjóðir* 10,1 20,2 Bankar og sparisjóðir 44 85 Tölur í milljörðum króna * Aðeins stærstu lífeyrissjóðir; þ.e. VR, LSR og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. HÖFUÐSTÓLSLÆKKUN Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. MOSKVA, AP Fyrrum auðkýfing- urinn Mikhail Khodorkovskí er hættur í hungurverkfalli sem stóð í sólarhring. Khodorkovskí ákvað að fara í hungurverkfall til að vekja athygli á því að dómstólar í Rúss- landi hafi sniðgengið reglur um að þeir sem ákærðir eru fyrir hvítflibbaglæpi geti losnað úr fangelsi gegn tryggingu. Khodorkovsky afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir skattsvik auk þess sem hann er ákærður fyrir að hafa svikið 25 milljarða Bandaríkjadala frá olíufyrirtæk- inu Yukon, sem var áður í hans eigu. - shá Mikhail Khodorkovskí: Hungurverkfall stóð í einn dag KHODORKOVSKÍ Bæði málin gegn honum eru talin eiga sér pólitískar rætur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Franklín Stiner hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna á heimili sínu. Lögregla fann við húsleit í október 2008 rúm 150 grömm af amfetamíni, 32 grömm af kókaíni, lítilræði af hassi og 23 e-töflur. Í apríl 2009 fundu lög- reglumenn aftur fíkniefni hjá Franklín. Þá var Franklín með skammbyssu og skotfæri. Hann sagðist hafa verið að gera byss- una upp og að hann hafi stungið henni ósjálfrátt á sig. - jss Með fíkniefni og byssu: Franklin Stiner í fangelsi DÓMSTÓLAR Litháískur karlmaður skal sendur héðan til Færeyja þar sem hann á að bera vitni í smyglmáli, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Einn þriggja dóm- ara skilaði sératkvæði og taldi skilyrðum fyrir brottvísun mannsins ekki fullnægt. Maðurinn er í haldi hér á landi ásamt tveimur löndum sínum eftir að þrjú kíló af metamfeta- míni og 4.200 e-töflur fundust í bíl sem var á leið til landsins með Norrænu. Tveir Litháar eru í haldi í Færeyjum og vilja Fær- eysk yfirvöld fá manninn héðan til þess að gefa skýrslu í málinu. - jss Lithái skal til Færeyja: Vitni í smygl- máli sent utan REYKJAVÍK Borgarstjórn Reykja- víkur ætlar að auglýsa eftir sér- fræðingum til að skipa þriggja manna nefnd til að gera rann- sókn á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Er það gert á grundvelli tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar, VG. Er nefndinni ætlað að rannsaka hvort gætt hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika við fjár- hagslegar ákvarðanir og hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu og hafi, beint eða óbeint, haft áhrif á pólitískar ákvarðanir og hagnast á þeim. - bþs Borgarstjórn Reykjavíkur: Auglýst eftir sérfræðingum Gosbændur fá eyðijörð Landbúnaðarráðuneytið hefur ráð- stafað eyðijörðinni Lágu-Kotey tíma- bundið í þágu þeirra bænda sem búa við mesta erfiðleika vegna öskufalls af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli. STJÓRNSÝSLA Kæmi til greina að þú hættir við að ferðast um Suðurland í sumar vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli? JÁ 37,1% NEI 62,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú fylgst með fyrstu umferðunum í íslensku knatt- spyrnunni í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.