Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 10
10 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR TAÍLAND, AP Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að her- inn hafði knúið leiðtoga mótmæl- enda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráð- herra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síð- ast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kaup- höll borgarinnar, nokkrum bönk- um, höfuðstöðvum rafveitunn- ar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsund- um rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarn- ar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin myndi ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórn- ina sitja í skjóli valdaráns hers- ins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðnings- menn Thaksins Shinawatra, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdar- áninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta lands- ins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is Eldar loguðu um alla borg Óeirðir í Bangkok kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið í gær. Tugir bygginga brunnu og út- göngubann var lagt á í fyrsta sinn í fimmtán ár. BANGKOK BRENNUR Forsætisráðherra Taílands sagðist sannfærður um að íkveikjurn- ar verði hægt að stöðva. NORDICPHOTOS/AFP * Flugið frá Reykjavík til Kaupmannahafnar er flogið af Icelandair, þegar um flug til Bangkok er um að ræða. Öll fargjöld eru fram og tilbaka, með fyrirvara um gengisbreytingar. Fyrstur kemur fyrstur fær. Athugið reglur og skilmála. Sölutímabil: 19maí – 27maí 2010. Ferðatímabil: 15ágúst – 15október. Staðfest verð þann 7.mai 2010. fl ysas.is Þegar fl ogið er með SAS Engin falin þjónustugjöld 20kg farangur innifalinn Netinnritun án aukakostnaðar Eurobonus punktasöfnun 25% barnaafsláttur Fullt af lágum fargjöldum liggja í loftinu! Bókaðu fyrir 27. maí á fl ysas.is Reykjavík frá (fram og tilbaka) Oslo kr. Stavanger kr. Reykjavík frá (fram og tilbaka) Haugesund kr.  Bangkok* kr.  …einnig lág fargjöld til allra áfangastaða í Noregi Til sölu eða leigu bækistöð á Suðurlandi: Staðsetning: Eyrarbakki í Árborg. Stærð: 1.705 m2 og skiptist í tvo stóra sali, skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og fl . Tilvalið sem verkstæði, geymsla, aðstaða fyrir vinnufl okka, lager, og fl . Stór athafnalóð (3.500 m2) fylgir sem veitir stækkunarmöguleika síðar. Einnig tilvalið sem gagnaver eða fyrir framleiðslufyrirtæki. Hagstætt verð. Upplýsingar í símum: 661 6800 og 660 1060 LÖGREGLUMÁL Ástæða átakanna, sem urðu fyrir utan fjölbýlishús við Tröllakór í Kópa- vogi í fyrrakvöld, er talin vera uppgjör skulda vegna fíkniefna. Annar mannanna sem slösuðust gekkst undir læknisaðgerð í gær vegna beinbrots í andliti. Hinn var með áverka á baki og hálsi. Hann var vistaður í fangaklefa eftir aðhlynningu á slysadeild. Lögregla lagði hald á hníf, gaddakylfu, öxi og fleiri barefli. Eftir því sem næst verður komist sátu þeir sem síðar lenti saman í teiti aðfara- nótt þriðjudagsins og fram á daginn. Ágreiningur reis um peningamál sem leiddi svo til þess að síðar þann dag kom til átaka milli fólksins í Tröllakór. Sjö manns voru handteknir, sex karlar og ein kona. Svo virð- ist sem fjórir hafi verið í árásarhópnum en þrír í þeim sem ráðist var á. Lögreglu var snemma gert viðvart um atburðinn og var fljót á staðinn. Í tengslum við átökin fór lögregla að leita manns sem býr í fjölbýlishúsi í hverfinu. Þar innan dyra reyndust vera rúmlega 250 kannabisplöntur. Húsráðandinn var ekki vera heima, en hann verður færður til yfir- heyrslu þegar til hans næst. Fólkið var yfirheyrt í gær og síðdegis voru allir lausir úr haldi. Málið telst að mestu upplýst. TRÖLLAKÓR Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir átökin, annar brotinn í andliti. Hóparnir sem börðust með bareflum í Kórahverfinu í fyrradag höfðu verið saman í teiti fram eftir morgni: Lenti saman vegna fíkniefnauppgjörs SKIPULAGSMÁL Miðborg Reykjavík- ur, innan Hringbrautar, verður skilgreind sem sérstakt verndar- svæði ef borg- arstjórn stað- festir samþykkt skipulagsráðs frá í gær. Í til- lögu Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugsson- ar, formanns Framsóknar- flokksins og fulltrúa flokks- ins í skipulagsráði, segir að gera eigi miðborgina að verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkist í sögulegum miðbæjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið sé að vernda sögulega byggð og stuðla að því að nýjar framkvæmdir styrki heildarmynd svæðisins. - gar Formaður Framsóknarflokks: Miðborgin sett á verndarsvæði SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON LEIKVÖLLUR ALDRAÐRA Fyrsti leik- völlur eftirlaunaþega var formlega opnaður í Hyde Park í London í gær við töluverða kátínu viðstaddra. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.