Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 12
12 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
SJÁLFSMYND ÚR PÓLÓSKYRTUM Í
Tókíó, höfuðborg Japans, hafa menn
verið að dunda sér við að raða saman
pólóskyrtum þannig að þær myndi
fræga sjálfsmynd Vincents van Gogh.
NORDICPHOTOS/AFP
Rauðvíns- og hvítvínsglös
Verð kr. 2900
Bjórglös
Verð kr. 2900
Bjórglös/staup
Verð kr. 2900/kr. 1900
Skeifunni 8 og Kringlunni. Sími 588 0640.
ÚTSKRIFTARGJAFIR
www.casa.is
CASA
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
50 ilmandi matseðlar.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur fellt
niður að fullu mál á hendur Sig-
urði Hilmari Ólasyni, sem hand-
tekinn var í fyrrasumar grunaður
um að tengjast einu stærsta fíkni-
efnamáli sem komið hefur upp í
heiminum.
Sigurður fékk
sent bréf um
niðurfelling-
una frá lögregl-
unni á höfuð-
borgarsvæðinu
á mánudag. Þar
segir að málið
þyki ekki líklegt
til sakfellingar
og sé því fellt
niður. Málið sem enn var til með-
ferðar hjá ríkissaksóknara varð-
aði meint peningaþvætti Sigurðar
í gegnum félagið Hollís ásamt Hol-
lendingi og Ísraela. Ríkissaksókn-
ari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt
niður þann anga máls Sigurðar
sem sneri að fíkninefnasmygli.
Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í
tuttugu daga vegna málsins, sem
snerist um meint smygl á tugum
tonna af kókaíni frá Ekvador.
Kókaínið fannst um borð í skipi
blandað í melassa, eins konar
dökkt sýróp, í tugum dunka. Sig-
urður sat í varðhaldi vegna máls-
ins hérlendis ásamt Ársæli Snorra-
syni og Gunnari Viðari Árnasyni.
Tenging þeirra við málið var sú
að þeir höfðu átt samskipti við
áðurnefndan Hollending og Ísra-
ela, sem voru grunaðir í málinu
risavaxna. Þeir hafa hins vegar
ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn
í því máli, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Þriðji þáttur málsins sneri að
smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni
til landsins. Gunnar Viðar Árnason
hlaut nýlega fimm ára fangelsis-
dóm fyrir innflutninginn. Sigurð-
ur og Ársæll voru í fyrstu grunað-
ir um að tengjast því máli en voru
ekki ákærðir.
Sigurður, sem árið 2001 hlaut
þriggja ára fangelsisdóm fyrir
innflutning á 30 kílóum af hassi
til landsins, segist í samtali við
Fréttablaðið ætla að leita réttar
síns gagnvart yfirvöldum, enda
sé komið í ljós að rannsóknin hafi
verið byggð á sandi. Hann hafi
að ósekju sætt einangrunarvist
í þrjár vikur og legið undir grun
um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég
vil bara að réttlætið nái fram að
ganga og ætla að fara eins langt
og ég get með þetta mál,“ segir
Sigurður.
Ársæll Snorrason, sem einnig
sat í varðhaldi vegna málsins en
var aldrei ákærður, mun einnig
íhuga málsókn gegn ríkinu.
Karl Steinar Valsson, yfirmað-
ur fíkniefnadeildar höfuðborgar-
lögreglunnar, sem hafði málið upp-
haflega til rannsóknar, vill ekkert
tjá sig um málið á þessu stigi. Telji
Sigurður á sér brotið sé eðlilegast
að hann leiti réttar síns fyrir dóm-
stólum. stigur@frettabladid.is
Laus allra mála eftir
11 mánaða rannsókn
Lögregla hefur fellt niður mál á hendur Sigurði Ólasyni, sem upphaflega var
handtekinn grunaður um tengsl við eitt stærsta fíkniefnamál sem upp hefur
komið í heiminum. Sigurður segist ætla að leita réttar síns gagnvart lögreglu.
MIKIÐ MAGN Tugir tonna af kókaíni sem fundust í melassadunkum í Ekvador urðu
til þess að Sigurður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er ljóst
hvar rannsókn þess máls stendur ytra, en ýmsir menn sem voru handteknir í Evrópu
vegna þess hafa verið fríaðir sök. FRÉTTABLAÐIÐ / AP
SIGURÐUR ÓLASON
HEILBRIGÐISMÁL Það kerfi sem heil-
brigðisyfirvöld hafa sett á laggirn-
ar til að ákveða hvaða lyf eru niður-
greidd í hverjum flokki hefur þegar
leitt til mismununar í heilbrigðis-
kerfinu, segir Olgeir Olgeirsson,
framkvæmdastjóri Portfarma.
Stefna ríkisins er að niðurgreiða
aðeins ódýrasta lyfið í hverjum
flokki. Því hafa meðal annars lækn-
ar mótmælt, þar sem aukaverkanir
og virkni lyfja er mismunandi eftir
einstaklingum.
Þetta kerfi heldur opnum þeim
möguleika fyrir efnað fólk að kaupa
lyf sem þeim þykir henta best, án
niðurgreiðslu. Á sama tíma þurfa
þeir sem ekki hafa fé til þess að láta
sér nægja þau lyf sem ríkið kýs að
niðurgreiða, segir Olgeir.
Sjúklingar sem ekki geta notað
lyfin sem heilbrigðisyfirvöld
niðurgreiða geta sótt sérstaklega
um að fá önnur lyf niðurgreidd.
Olgeir segir ríkið beinlínis
vinna gegn því að lyfjaverð lækki
á Íslandi. Dæmi um það sé hækk-
un á kostnaði við skráningu nýrra
lyfja, úr 115 þúsundum króna í
ríflega 1,8 milljónir fyrir um ári.
Þjónustan hafi ekki aukist að sama
skapi, enda taki nú mun lengri tíma
að fá lyf skráð.
„Það er búið að reka líkkistu-
naglana í þennan iðnað, íslenski
markaðurinn er hreinlega ekki
áhugaverður lengur,“ segir Olgeir.
Hann segir þetta þegar hafa leitt
til þess að mun færri ódýr sam-
heitalyf séu sett á markað. Þá sé
samkeppnin drepin niður með því
að niðurgreiða aðeins ákveðin lyf,
enda sé þá lítil ástæða fyrir lyfja-
fyrirtæki að koma með ódýrari
samheitalyf á markað. - bj
Framkvæmdastjóri Portfarma segir stjórnvöld hafa búið til mismunun í heilbrigðiskerfinu eftir efnahag:
Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki
SAMHEITALYF Með því að niðurgreiða
aðeins ódýrustu lyfin í hverjum flokki
tekur ríkið fyrir að fyrirtæki sjái sér hag
í að setja ódýr samheitalyf á markað,
segir framkvæmdastjóri Portfarma.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI