Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 20. maí 2010 13
STJÓRNMÁL Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, flutti á þriðju-
dag setningarræðu á alþjóðlegri
ráðstefnu Norður-Suðurstofn-
unarinnar
sem starfar á
vegum Evrópu-
ráðsins.
Í ræðunni
fjallaði Ólafur
um breytingar
í samskiptum
Evrópuríkja og
þróunarlanda,
sameiginleg-
an vanda allra
ríkja vegna
hættu af óafturkræfum loftlags-
breytingum og hvernig breyting-
ar á orkukerfum gegndu lykil-
hlutverki í baráttunni gegn þeim.
Þá benti hann á margvíslegar
aðsteðjandi hættur og sagði þær
sýna fram á að örlög allra þjóða
væru nú samofin. - bþs
Forsetinn á alþjóðlegri ráðstefnu:
Örlög allra
þjóða samofin
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
NEW YORK, AP „Enginn í ríkis-
stjórn Obama svarar mér, hlustar
á mig, talar við mig eða les neitt
af því sem ég skrifa þeim,“ segir
séra Jeremiah Wright, sóknar-
prestur Baracks Obama, núver-
andi Bandaríkjaforseta.
Hann varð þekktur sem and-
legur ráðgjafi Obama í síðustu
forsetakosningum og olli hneyksli
þegar hann hélt fram að ríkis-
stjórn landsins breiddi út HIV-
veiruna meðal blökkumanna.
„Ég er geislavirkur, herra minn,“
segir Wright í svarbréfi til góð-
gerðasamtaka sem vinna að
hjálparstarfi í Afríku. Þau leituðu
aðstoðar Wrights um að greiða
fyrir samskiptum við bandarísk
stjórnvöld.
Prestur Obama ekki í náðinni:
Ég er geislavirk-
ur, herra minn
SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi undir-
býr nú komandi síldarvertíð.
Stefnt er að því að Lundey NS
fari til veiða um miðja næstu
viku og í framhaldinu munu Faxi
RE og Ingunn AK verða send
til veiða, að sögn Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, deildarstjóra upp-
sjávarsviðs HB Granda. Vertíðar-
byrjunin nú verður á svipuðu róli
og í fyrra.
Hjá fiskiðjuveri HB Granda á
Vopnafirði hefur verið unnið að
undirbúningi síldarvertíðarinnar
undanfarnar vikur og settur upp
nýr og fullkominn búnaður til
vinnslu á síld og makríl. - shá
Norsk-íslensk síld:
Veiðar hefjast
GENF, AP Alþjóðleg herferð gegn berklum hefur
mistekist. Sérfræðingar segja nauðsynlegt að
grípa til róttækra aðgerða.
Á síðasta ári smituðust meira en níu millj-
ónir manna af berklum. Tvær milljónir þeirra
létu lífið af völdum þessa sjúkdóms, sem aldrei
í sögu mannkyns hefur hrjáð fleira fólk en ein-
mitt nú.
Þetta kom fram í sérhefti breska lækna-
tímaritsins Lancet nú í vikunni. Árum saman
hafa Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin WHO
og samstarfsaðilar hennar reynt að draga úr
útbreiðslu berkla með því að fylgjast vel með
því að sjúklingar taki lyfin sín. Þetta hefur
ekki breyst þótt stofnunin hafi fyrir tveimur
árum áttað sig á því að þessi aðferð dragi ekki
úr útbreiðslunni svo neinu nemi.
Þeir sem til þekkja segja berkla ekki ein-
göngu vera heilbrigðisvandamál, heldur tengist
útbreiðsla þeirra mjög fátækt. Berklar breið-
ast einkum út á stöðum þar sem of margt fólk
býr við erfið skilyrði og hreinlæti er ábótavant.
Baráttan gegn berklum þurfi því að taka fleiri
þætti með í reikninginn, svo sem húsakynni,
menntun og samgöngur.
„Forgangsmál til að hafa stjórn á útbreiðslu
berkla er að bæta lífsskilyrði og hagvöxt,“
segir Philip Stevens, sérfræðingur hjá hug-
myndaveitunni International Policy Network í
London. - gb
Níu milljónir manna smituðust af berklum á síðasta ári og aldrei í sögunni hefur sjúkdómurinn hrjáð fleiri:
Baráttan gegn berklum hefur mistekist
TEKUR LYFIN SÍN Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hafa
lagt mikla áherslu á að grannt sé fylgst með því þegar
berklasjúklingar taka lyf. NORDICPHOTOS/AFP
HAAG, AP Serbnesk stjórnvöld hafa
sent stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna í Haag dagbækur
Ratko Mladic, sem fundust við
húsleit á heimili eiginkonu hans
í Belgrad. Mladic var yfirmaður
hers Bosníu-Serba í Bosníustríð-
inu árin 1992-95 og hefur verið
sakaður um margvíslega stríðs-
glæpi. Hann hefur verið á flótta
frá lokum stríðsins.
Dómstóllinn hyggst finna leið
til að nota dagbækurnar í máli
gegn Radovan Karadzic leiðtoga
Bosníu-Serba. - gb
Gjöf til stríðsglæpadómstóls:
Afhentu dag-
bækur Mladic
Kannabisræktun stöðvuð
Alls fundust 125 kannabisplöntur við
húsleit lögreglunnar í gær. Lagt var
hald á gróðurhúsalampa og annan
búnað. Húsráðandi játaði aðild sína
að málinu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000
- 110% aðlögun íbúðalána
- Greiðslujöfnun lána
- Fjárhagsleg hagræðing
- Endurfjármögnun skammtímalána
- Eingöngu vaxtagreiðslur í eitt ár
- Tímabundin föst greiðsla
- Frysting afborgana í allt að þrjú ár
- Frestun vegna sölutregðu
- Sértæk skuldaaðlögun
25% höfuðstólslækkun
lána í erlendri mynt
– fyrir heimili
Nú eiga viðskiptavinir Landsbankans með lán í erlendri mynt tekin fyrir 8. október 2008 kost
á að sækja um 25% höfuðstólslækkun gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð eða
verðtryggð lán í íslenskum krónum. Lausnin er afturvirk og því einnig í boði fyrir einstaklinga
sem þegar hafa nýtt sér höfuðstólslækkun lána. Lausnin verður í boði til 30. júlí 2010.*
AÐRAR LAUSNIR FYRIR EINSTAKLINGA
*
N
án
ar
i u
p
p
lý
si
n
g
ar
u
m
s
ki
ly
rð
i s
em
þ
ar
f
að
u
p
p
fy
lla
e
r a
ð
f
in
n
a
á
ve
fs
íð
u
L
an
d
sb
an
ka
n
s.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
14
8
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.