Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 20

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 20
20 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Miklar vonir eru nú bundnar við ferðaþjónustu sem vaxtargrein í íslensku atvinnulífi. Óhætt er að fullyrða að orkufyrirtækin leggi þar sitt af mörkum. Í tengslum við land- kynningu er þannig gjarnan leitað til íslenskra orkufyrirtækja og þau fengin til að setja þar nýtingu endurnýjan- legrar orku í forgrunn. Dæmi um þetta er íslenski skálinn á heimssýningunni í Sjanghæ. Á síðasta ári heimsóttu yfir 140 þúsund manns íslenskar virkjanir og upplýsingamiðstöðvar orku- og veitu- fyrirtækja. Munar þar mest um Hellis- heiðarvirkjun sem rúmlega 103 manns heimsóttu, mest erlendir ferðamenn, en virkjunin er orðinn fastur liður í reglulegum ferðum nokkurra ferða- þjónustufyrirtækja að Gullfossi og Geysi. Orkuveita Reykjavíkur tók einn- ig á móti um tíu þúsund manns á Nesja- völlum, sjö þúsund gestir heimsóttu virkjanir HS Orku á Reykjanesi og um 20 þúsund manns heimsóttu virkjan- ir og upplýsingamiðstöðvar Lands- virkjunar víða um land. Græna orkan trekkir. Önnur orku- og veitufyrirtæki víðs vegar um land taka einnig á móti gestum og sum fyrirtækin hafa lagt verulega fjármuni í gerð göngustíga, uppgræðslu og kortagerð af svæðum í nágrenni sinna virkjana, að ógleymdri aðstöðu sem beinlínis er reist til að taka á móti gestum. Loks taka þessi fyrirtæki á móti fjölda gesta í sínum höfuðstöðvum. Oft er þar ekki um að ræða ferðamenn í hefðbundnum skiln- ingi, heldur erlenda gesti úr heimum vísinda, viðskipta og stjórnmála. Bláa lónið er hluti af Auðlindagarð- inum í Svartsengi, afsprengi virkjunar, en lónið sóttu 420 þúsund manns árið 2009. Perlan er byggð á heitavatns- tönkum. 600 þúsund manns komu í Perluna árið 2009. Helstu leiðir ferða- manna inn á hálendi Íslands eru eftir vegum sem upphaflega tengjast fram- kvæmdum við virkjanir og línulagnir. Þannig mætti áfram telja. Eins og öll önnur fyrirtæki nýta loks orku- og veitufyrirtæki þjónustu bílaleigna, rútubíla, flugfélaga, veitingaaðila o.s.frv., ekki síst á tímum virkjana- framkvæmda. Hagsmunir greinanna fara því vel saman. Orkan og ferðaþjónustan Orkumál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku Dúsa Það byrjar ekki vel hjá Ólafi F. Rétt búinn að skila inn framboði þegar konan í öðru sæti, Bryndís Torfadótt- ir, vill draga nafn sitt af listanum. Og gott betur því hún vildi nafn dóttur sinnar í tíunda sætinu líka af lista. Lögin gera það hins vegar að verkum að þær þurfa að dúsa á honum. Þær eru sem sagt í framboði án þess að vilja það. Skýringarnar hjá mæðg- unum eru glórulausar. Þær áttuðu sig víst allt í einu á að þær hefðu ekki tíma til að vera í framboði. Bera við önnum í vinnu og skóla. Rétt er að geta þess að kosn- ingabaráttan í borginni hefur aldrei verið jafn róleg og nú. Í nafni heiðarleika Bryndís vitnaði í kjörorð H-listans um heiðarleika þegar hún upplýsti kjósendur hans (svo!) um að hvorki hún né dóttirin munu starfa með listanum. Í samræmi við það sama kjörorð hefði hún betur upplýst kjósendurna (svo!) um sann- leikann í málinu frekar en að bjóða upp á eitthvert rugl. Hvað verður um Ólaf? Gengi Ólafs F. er annars einn af spennufaktorum kosninganna í Reykjavík. Nær hann inn eða ekki? Pólitískum dauða hans hefur verið spáð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ólafur hefur verið kjörinn í borgarstjórn fyrir bæði Sjálfstæðis- flokkinn og Frjálslynda og óháða. Nú er hann einn og óháður og í framboði í fjórða sinn. Kannanir benda ekki til að hann haldi sæti sínu en hann hefur áður séð það svart. Sjálfsagt kæmi það Ólafi meira á óvart að ná ekki kjöri en að vera kosinn í borgarstjórn enn á ný. bjorn@frettabladid.is Ólafur og Kolbrún leiða H-lista – framboð um heiðarleika Á fanga var náð í endurreisn íslensks efnahagslífs með samkomulagi því sem Már Guðmundsson seðlabanka- sjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, undirrituðu snemma í gærmorgun. Fram til þessa hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið stærsti einstaki erlendi eigandi krónueigna. Samkomulagið léttir þrýstingi af gengi krón- unnar og eykur líkur á að hér verði hægt að lækka stýrivexti enn frekar og taka fleiri skref í þá átt að draga úr gjaldeyrishöftum. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Már samninginn marka mikilvægan áfanga í því að Seðlabankinn sé á ný tekinn að þróa alvörusambönd við erlenda seðlabanka. Bankinn sé að „kom- ast í klúbbinn“ aftur. Þannig aukist almennt traust á landinu. Þá segir hann að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt okkur ákveðinn velvilja. Enda er verið að lána okkur fyrir kaupunum á viðlíka kjörum og hafa verið á lánum Norðulandanna til Íslands eftir hrun. „Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðla- bankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands,“ er eftir Má haft í tilkynningu Seðlabankans í gær. Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af fjármálakerfi evrunnar og stofnaður á sama tíma og Seðlabanki Evrópu (ECB). Bankinn gefur út evrur líkt og Seðlabanki Evrópu. Sú staðreynd að bankinn skuli koma til móts við Íslendinga með þessum hætti endurspeglar í raun velvild í garð þjóðar sem er í þrengingum eftir að hafa farið illilega út af sporinu í stjórnsýslu og eftirliti með fjármálakerfi sínu. Um leið grefur samkomulagið undan málatilbúnaði þeirra sem viljað hafa mála samskipti Íslands við önnur ríki svörtum litum og virðast trúa því að önnur ríki Evrópu vilji fremur leggja stein í götu Íslands en greiða hana. Á tímum sem þessum er vert að spyrja sig hverjum gagnist að grafa undan sambandi Íslands við önnur Evrópuríki. Getur verið að einhver hafi af því hag að Ísland troði illsakir við Breta og Hollendinga? Að minnsta kosti hljóta það að vera ansi sértækir hagsmunir sem sjá því allt til foráttu að hér verði tekin upp mynt sem fæli í sér aukinn stöðugleika, lægri vexti og þar með möguleikann á afnámi verðtryggingar. Er þá ekki horft til áhrifa Evrópusambandsaðildar til batnaðar á verðlag og samkeppni, fyrir utan aukið aðhald sem íslenska stjórnmálamenn hefur sárvantað. Ein kenning er að peningaöfl hér á landi vilji ná vopnum sínum eftir hrunið og kaupa upp (og skipta á milli sín í takt við valdahlut- föll fyrri tíma) þær eignir sem nú eru á forræði bankanna. Þessi öfl kæri sig ekki um að þurfa að keppa við erlenda fjárfestingu. Kenn- ingin er ekki verri en hver önnur í því að hún kann að skýra annars furðulega orðræðu einangrunarhyggju og ótta við útlendinga. Víst hefur einhver hag af því að snúa baki við Evrópusambandinu, en það er alveg örugglega ekki almenningur. Evrubanki greiðir götu endurreisnar Íslands. Velvild frá Lúx SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.