Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 26
26 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að
kaupa sér einkaaðgang að íslensku
auðlindinni gat vart leynt ánægju
sinni yfir happafengnum í Kast-
ljós-viðtali, en bar sig þó illa eins
og sannur stórbokki og sagðist
hafa orðið fyrir miklum vonbrigð-
um því kaupin hefðu ekki gengið
eins snurðulaust fyrir sig og hann
hafði búist við vegna „umræðu og
hugmyndafræði“. Ég varð líka
fyrir miklum vonbrigðum, bæði
með þessa ótímabæru sölu og
þetta söluferli og vildi óska þess
að fleiri snurður hefðu hlaupið
á þráðinn; Meiri umræða, end-
urnýjaðri hugmyndafræði og að
fleiri andófsraddir hefðu komið
fram en hin brýna rödd Ögmund-
ar. Þrátt fyrir kreppu má um allt
land sjá sprota og vísbendingar
um nýsköpun og ábyrga afstöðu
til náttúru, samfélags og sögu. Það
er horft til landsins í þeirri trú
að hér séu ekki einungis óvenju
tærar orkulindir heldur líka nógur
auður í heilabúum til að hægt sé
að spinna upp nýstárlega og ævin-
týralega ábyrga orkustefnu.
Hrein orka mun ekki falla í
verði en auðlindir okkar geta auð-
veldlega spillst. Gull má bræða og
braska með, það heldur áfram að
skína þótt skítugar hendur snerti
það. Öðru máli gegnir um náttúru-
auðlindirnar. Hví skyldum við, í
ljósi allra efnahagsglæpasagn-
anna, treyst auðmönnum og stór-
fyrirtækjum aftur fyrir vonum
okkar og vatnsbólum? Þessi for-
stjóri sagði í sama Kastljósviðtali
að hann botnaði ekki í þessari tor-
tryggni í sinn garð, því hann væri
sá sem hann segðist vera!
Hvað sögðu ekki ráðgjafarn-
ir sem hafa langa reynslu af
umhverfis- og stjórnmálaslysum
í heiminum? Paul Hawken, John
Perkins, Eva Joly, fleiri og fleiri
vöruðu okkur við því að efna-
hagsböðlar myndu reyna að nýta
sér bágt ástand okkar á meðan við
værum enn í sárum. Þau minntu
um leið ítrekað á hagkvæma
sérstöðu okkar á svo mörgum
sviðum.
Paul Hawken sagði á fyrirlestri
í Þjóðmenningarhúsinu rétt eftir
hrun, þegar Björk bað hann um
ráð okkur til handa, að Íslending-
ar væru þrátt fyrir allt ekki svo
illa staddir, þeir hefðu allt sem til
þyrfti til að takast á við 21. öldina:
Orkuauðlindir, mannauð og tækni-
þekkingu og að líklega værum við
ein best setta þjóð í heimi, orku-
lega séð og þar með efnahagslega
séð, því nú væri að hefjast enn
harðari barátta en áður um orkuna
í heiminum.
Af hverju skylduð þið þá grípa
til örvæntingarfullra aðgerða eins
og að selja orkuna til erlendra
stórfyrirtækja og stóriðju? spurði
Hawken undrandi. Og hann vís-
aði til orða rauðu drottningarinn-
ar sem svaraði Lísu í Undralandi
þegar hún bað um ráð í örvænt-
ingu sinni: Því hraðar sem þú
hleypur og því hraðar sem þú
kemst yfir því hraðar kemstu
að engu. Erum við í svo mikilli
örvæntingu að við ráðum ekki för?
Það hlýtur að vera hægt að rifta
þessum óhagstæðu hagsmuna-
samningum. Verðum við ekki að
staldra við núna, gefa okkur tíma
til að endurskoða lög og sölusamn-
inga? Og völdum þá kaupendunum
enn meiri vonbrigðum með opinni
umræðu án örvæntingar, í þessu
undralandi orku, ólgandi náttúru
og nýsköpunartækifæra.
Hrein orka mun ekki falla í verði en auðlindir okkar geta auð-
veldlega spillst. Gull má bræða og braska með, það heldur áfram
að skína þótt skítugar hendur snerti það. Öðru máli gegnir um
náttúruauðlindirnar.
Örvænting í Undralandi?
Takk Guðmundur Andri
Þakka þér fyrir, Guðmundur
Andri, að bregðast skjótt og vel
við ósk minni og biðjast afsökun-
ar. Þú orðar það þannig í grein
þinni 15. maí: „Sé frétt DV úr
lausu lofti gripin er að sjálfsögðu
auðsótt mál að biðjast afsökunar
á því að hafa haft Viðskiptadeild
HÍ fyrir rangri sök.“ Það er stað-
reynd að frétt DV er úr lausu
lofti gripin. Þar sem ekki er
víst að allir lesendur líti á þetta
sem staðreynd ætla ég að reyna
að útskýra það í stuttu máli,
sem er reyndar hægara sagt en
gert. Í fyrsta lagi er þessi frétt
í DV í eðli sínu ekki frétt heldur
dæmigert blogg eða ekki-frétt.
Höfundurinn tjáir viðhorf sín
í blogginu á yfirborðskenndan,
slagorðakenndan og fordóma-
fullan hátt.
Hann hefur greinilega mjög
lítinn skilning á umfjöllunar-
efninu. Sem dæmi þá snerist
umrætt próf hvorki um „fræði
Karls Wernessonar“ eða „við-
skiptaæfingar útrásarvíking-
anna“.
Innihald „fréttarinnar“ í DV
var endurtekið með svolítið
breyttu innihaldi á eyjan.is og
margir settu inn athugasemd-
ir við það. Ein athugasemd var
frá einstaklingi sem þekkti til
málsins og var í grófum drátt-
um þannig: „Ég er í viðskipta-
fræði og fór í þetta umrædda
próf. Við fengum nokkra gesta-
fyrirlesara yfir önnina: N1, Mil-
estone, Marel, Skýrr og fleiri
fyrirtæki.
Eitt af þessum fyrirtækj-
um mun koma á prófinu og
Milestone varð fyrir valinu.
Þetta er dálítið skondið ef maður
hugsar um þetta eftir á að Miles-
tone skyldi koma, en við hefðum
alveg eins getað fengið Marel á
prófinu. En það var ekki verið
að lofsama Milestone og segja
að þeir væru svo miklir snill-
ingar. Guðmundur Ólason, for-
stjóri Milestone, kom bara upp
í Háskólabíó og hélt eitt stykki
fyrirlestur.“
Í fyrri pistli þínum bættir
þú reyndar um betur og sagð-
ir „viðskiptahættir mannsins
sem veðsetti bótasjóð Sjóvár í
braski sínu hafi verið kenndir
við Háskólann“. Því mátti ætla
að umrætt námskeið hefði á
einhvern hátt tengst því sem
gerðist með bótasjóðinn. Eft-
irfarandi ekki-frétt væri sam-
bærileg: „Í prófi í íslenskunámi
við HÍ var spurt um klæðaburð
Egils Skallagrímssonar. Það má
því ætla að drápsaðferðir Egils
séu kenndar í námskeiðinu og að
kennararnir séu fullir hrifning-
ar á þeim.“ Fyrir þá sem þekkja
til málanna er umræðan um
prófið í viðskiptafræðinni jafn
vitlaus og þessi ekki-frétt.
Það væri sönn ánægja okkar í
Viðskiptafræðideild HÍ að fræða
áhugasama um þetta mál eða
almennt um námið í deildinni,
því við viljum gjarnan að þeir
sem fjalla um okkur geri það af
nokkurri þekkingu. Hafið endi-
lega samband.
Kæri Jón Ólafsson
Í Fréttablaðinu 18. maí 2010 er
pistill eftir þig sem þú kallar
„Háskóli Íslands í vanda“. Nú
er það vissulega rétt að háskól-
ar á Íslandi eiga við margvísleg-
an vanda að glíma og því ekkert
rangt við fyrirsögnina.
Innihaldið í grein þinni er því
miður hvorki skýrt né rétt. Öll
umræðan þín um tiltekið nám-
skeið er mjög villandi, en fyrst
og fremst óskiljanleg. Þú talar
til dæmis um „aðferðir íslensku
fjármálafyrirtækjanna“ en það
getur merkt nánast hvað sem er.
Reyndar vill svo til að sá
sem kenndi þetta námskeið –
og stóð sig vel eftir því sem ég
best veit – var þá stundakenn-
ari við HÍ en er núna samkenn-
ari þinn. Ræddu þetta endilega
við hann.
Þú segir um rannsóknir
mínar, sem ég vann reyndar með
öðrum, að í „þeim „sýndi“ hann
meðal annars að íslenska útrás-
in væri einstakt fyrirbæri sem
líklega afsannaði fyrri kenn-
ingar um alþjóðavæðingu í við-
skiptum!“ Ja, nú er ég aldeilis
hissa. Gerði ég þetta virkilega?
Ég hef aldrei orðið var við
að ég segði neitt í þessum dúr
eða skrifaði. Nú væri vel þegið
ef þú myndir senda tilvísanir í
þessi skrif mín til mín á snjol-
fur@hi.is svo ég geti kynnt mér
þetta.
Til að fyrirbyggja misskiln-
ing þá tel ég að íslenska útrás-
in hafi verið einstakt fyrirbæri
og líklega eru flestir sammála
mér um það. Það sem ég kannast
ekki við er sá hluti setningarinn-
ar sem lýtur að kenningum um
alþjóðavæðingu í viðskiptum.
Viðbrögð við tveim-
ur blaðagreinum
Í yfirstandandi kreppu hefur komið í ljós, að lífeyrissjóð-
irnir eru veikir stofnanafjár-
festar. Þeir móta sér fjárfest-
ingarstefnu, sem mjög er háð
rammalöggjöf. Starfsmenn
þeirra kaupa síðan og selja
verðbréf eftir því sem þeir
telja hagstætt fyrir mismun-
andi verðbréfasöfn, sem líf-
eyrissjóðirnir eiga. Lífeyris-
sjóðirnir eru nokkrir stórir
svo sem Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins, Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna, Gildi og
Almenni lífeyrissjóðurinn og
aðrir eru minni. Þessir lífeyr-
issjóðir hafa hver um sig sína
eigin sjóðstjóra. Lífeyrissjóð-
irnir leitast við að byggja upp
þekkingu til lesturs hagtalna
og reikninga fyrirtækja til
að geta spáð fyrir um þróun
verðmæta skuldabréfa, hluta-
bréfa og gjaldmiðla og brugð-
ist við ætluðum breytingum
sjóðunum í hag. Einnig þurfa
þeir að geta lagt í nýjar fjár-
festingar sem sumar hverjar
bera með sér meiri áhættu en
að jafnaði. Það liggur í augum
uppi að starfsemi þessi krefst
þekkingar, vandvirkni og sam-
viskusemi ef vel á að fara og
duga hér engin vettlingatök né
slembilukka. Þekking á erlend-
um og innlendum verðbréfa-
mörkuðum og hentug dreif-
ing fjárfestinga er lykilatriði.
Hnattvæðingin gerir jafnvel
þekkingu á verðbréfamörkuð-
um Kína, Indlands og Eyja-
álfu verðmæta fyrir íslenska
lífeyrissjóði.
Að þessu virtu þá liggur
næst við að spyrja, hvernig líf-
eyrissjóðirnir mæta þeim kröf-
um, sem til þeirra eru gerðar.
Hafa sjóðstjórar þeirra viðun-
andi þekkingu til að hagræða
lífeyrissparnaðinum eins og
best verður á kosið og með
þeirri dreifingu, sem lágmark-
ar áhættuna og hámarkar
ávöxtunina? Komið hefur í ljós
að svo er ekki.
Burtséð frá því, þá er það
mín skoðun, að á Íslandi sé
í lífeyrissjóðakerfinu fyrir
hendi sú þekking sem nauðsyn-
leg er í þágu lífeyrissparnaðar-
ins. Ég tel hins vegar, að þekk-
ing þessi sé dreifð um kerfið
og komi því ekki að fullnægj-
andi notum fyrir alla. Starfs-
menn einstakra lífeyrissjóða
búa yfir umtalsverðri þekk-
ingu að einu leyti en eru ef til
vill svo fákunnandi um annað
að ekki er til gagns. Þá er og sá
vankantur á sumum lífeyris-
sjóðum, að þeir hafi starfað í
skjóli einkarekinna banka þar
sem eignahaldið hefur haft
áhrif á lánasöfn bankanna og
verðbréfaeign sjóða, sem þeir
reka. Það má lesa út út skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis.
Líkast til hafa fjárfestingar
lífeyrissjóðanna í öllum þess-
um sjóðum, í skuldabréfum
annarra fyrirtækja eigenda
bankanna og í hlutafé bank-
anna og umræddum fyrirtækj-
um komið niður á þeim. Komið
hefur m.a. í ljós í yfirstand-
andi kreppu að hver dregur
dám af sínum sessunaut í þess-
um efnum og íslenskur mark-
aður er í raun of fátækur af
tækifærum fyrir fjárfestingar
lífeyrissjóðanna.
Hvernig náum við árangri í
baráttunni við þessa annmarka
lífeyriskerfisins? Hvernig
styrkjum við lífeyrissjóðina til
að ná betri árangri í faglegum
fjárfestingum og hvernig
gerum við þá ónæmari fyrir
þröngbýlinu og kunningjaræð-
inu á íslenskum fjármálamark-
aði? Félagar í mismunandi líf-
eyrissjóðum hafa mismunandi
bakgrunn, aldursdreifingin er
misjöfn og tíminn frá þjálfun
eða námi fram að lífeyristöku
er mismunandi og örorkutíðni
einnig. Þarfir sjóðfélaganna
eru sem sagt mismunandi. Því
er eðlilegt að sjóðirnir hafi
breytilega ásýnd hvað varðar
þjónustu við sjóðfélaga en
öllum er það sameiginlegt að
þurfa að ávaxta sitt pund með
svipuðum hætti.
Norðmenn fara ólíkar leiðir í
lífeyrismálum. Þeir fjármagna
lífeyrisgreiðslur sínar sam-
tímis töku lífeyris þ.e. búa við
gegnumstreymiskerfi sem svo
er kallað og leggja því ekki
sérstaklega fyrir til samtrygg-
ingar eins og við Íslendingar.
Auðvitað eiga þeir persónu-
legan sparnað en það er utan
þessarar umræðu. Norðmenn
hafa hins vegar lagt til hliðar
ágóðann af auðlindum sínum
í svokallaðan olíusjóð. Sagt
hefur verið, að hann sé hlut-
fallslega ekki ólíkur lífeyris-
sjóðunum íslensku að stærð.
Þetta er baktrygging norsku
þjóðarinnar í lífeyrismálum.
Sjóður þessi fjárfestir um víða
veröld til að ávaxta pund Norð-
manna. Til hefur orðið gríðar-
leg þekking eignastýringar á
einum stað og góð tækifæri
skapast til dreifingar áhættu.
Dæmi eru auðvitað um töp
olíusjóðsins við fjárfestingar
eins og annars staðar, en fyrir-
komulag þetta ætti að draga úr
hættu á skyndiákvörðunum og
geðþóttabraski.
Ég tel, að fyrirkomulag
þessu líkt geti verið athyglis-
vert fyrir lífeyrissjóði okkar.
Í stað þess að reka hver og
einn veikar fjárfestingadeild-
ir gætu þeir verið saman um
einn fjárfestingasjóð, sem
hefði margvísleg eignasöfn í
umsjá sinni. Lífeyrissjóðirn-
ir ættu síðan hlutdeildarskír-
teini í þessum eignasöfnum og
gæti samsetning þeirra verið
mismunandi eftir þörfum sjóð-
anna. Með þessu móti tel ég,
að fjárfestingar sjóðanna gætu
orðið faglegri, áhættuminni
og ódýrari. Lífeyrisgreiðslur
og sjóðfélagalán yrðu áfram
í höndum sjóðanna enda sjóð-
irnir hæfari að skipuleggja þá
þjónustu, sem félagar þeirra
þarfnast.
Verðbréfaþing
lífeyrissjóðanna
Lífeyrissjóðir
Sigurbjörn
Sveinsson
læknir og stjórnarmaður
í Almenna lífeyrissjóðnum
Hvernig styrkjum við lífeyrissjóðina
til að ná betri árangri í faglegum
fjárfestingum og hvernig gerum
við þá ónæmari fyrir þröngbýlinu
og kunningjaræðinu á íslenskum
fjármálamarkaði?
Snjólfur Ólafsson
prófessor í
viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands
Guðmundi Andra Thorssyni
og Jóni Ólafssyni svarað
Orkumál
Oddný Eir
Ævarsdóttir
rithöfundur