Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 30
20. maí 2010 FIMMTUDAGUR4
Andlit Isabellu Blow var táknmynd tískunnar árið
2007. Nú verða flíkur og munir úr eigu hennar
boðnir upp.
Isabella Blow var heimsþekkt fyrir sérstakan fatastíl
en einnig var hún kunn fyrir að vera með puttann á
púlsinum og koma á framfæri efnilegum hönnuðum.
Það var hún sem uppgötvaði Alexander McQueen og
kom honum á stall með þeim allra bestu.
Klæði hennar þóttu all sérstök en nú mun hluti
þeirra verða boðinn upp hjá Christies-uppboðshúsinu
í London þann 15. september. Á boðstólum verða skór
og flíkur eftir John Galliano og Manolo Blahnik auk
fjölda hatta eftir Philip Treacy, sem voru hennar ein-
kennismerki. Þá munu örugglega margir sækjast hart
eftir því að eignast þá níutíu muni eftir Alexander
McQueen heitinn sem var einnig góðvinur Isabellu.
Á sama tíma og uppboðið fer fram verður gefin út
bók um ævi Isabellu Blow.
Klæði Isabellu boðin upp
Isabella Blow
var þekkt fyrir
sérstæðan
fatastíl.
„Ég hef lengi unnið að fylgihlut-
um eins og húfum og sjölum og
byrjaði til dæmis að búa til hand-
stúkur fyrir 30 árum,“ segir Íris
Ólöf en skyrtubrjóst eiga hug
hennar allan um þessar mundir.
Innblásturinn sækir Íris í
menningararfinn og eru hæg
heimatökin en hún hefur starfað
undanfarin átta ár sem safnstjóri
Byggðasafnsins Hvols á Dalvík.
„Ég var áður fimm ár á Árbæj-
arsafni þar sem ég vann sem
textílforvörð-
ur svo ég hef
haft aðgang að
menningararf-
inum lengi. Í
fyrra tók ég svo
þátt í sýningu
þar sem lista-
fólk valdi sér
grip af byggða-
safninu til að
vinna áfram
með. Ég valdi
skyrtubrjóst
við íslenska
kvenbúninginn
og er að sýna
þróunina og afraksturinn núna í
Aðalstræti. Skyrtubrjóstin vinn
ég úr silki en ég nota náttúruleg
efni eins og ull og silki í allt sem
ég geri.“
Íris segir skyrtubrjóst ein-
göngu hafa verið notuð af konum
hér á landi, þá undir íslenska
búninginn eins og peysuföt.
Erlendis hafi hins vegar tíðkast
að karlmenn bæru skyrtubrjóst
með blúndum og pífum.
„Ég hvet því íslenska karlmenn
eindregið til að nota skyrtu-
brjóstin, til dæmis utan yfir
boli,“ segir Íris sem hefur
í nógu að snúast en í dag
verður einnig opnuð sýning-
in „Heklað í herberginu“ í
Kirsuberjatrénu klukkan 17.
Þar sýnir Íris hekluð skyrtu-
brjóst og hálsskraut, skreytt
perlum.
„Hekluðu skyrtubrjóstin
vann ég úr handspunnu silki-
bandi sem ég spann sjálf fyrir
25 árum og hef geymt. Svo
mun ég einnig sýna skyrtu-
brjóstin á sýningu í Árbæj-
arsafni undir yfirskriftinni
„Þjóðbúningur í nýrri mynd“,
sem verður opnuð núna um
mánaðamótin svo það er nóg að
gera.“
Nánar má forvitnast um hönn-
un Írisar á vefsíðunni www.iris-
olof.is. heida@frettabladid.is
Silki og hekl um hálsinn
Sýning á skyrtubrjóstum og hálsskrauti Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur textílhönnuðar stendur nú yfir á
Skörinni í Aðalstræti 10. Í dag verður svo opnuð önnur sýning í Kirsuberjatrénu við Vesturgötuna.
Íris Ólöf Sigurjóns-
dóttir, textílhönn-
uður og safnstjóri
Byggðasafnsins
Hvols á Dalvík.
Sýningin í Aðalstræti 10 stendur til 1. júní og er opin alla virka daga milli klukkan 9 og 18 og milli klukkan 12 og 17 um helgar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hálsskraut Írisar fæst meðal ann-
ars í Sirku á Akureyri og safnbúð
Listasafns Íslands.
Skyrtubrjóst voru notuð af
íslenskum konum á öldum
áður undir peysuföt.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlátur
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytinn
12 kg
Þurrkari
Súluhöfða 15 – 270 Mosfellsbæ
s: 895 6086
Opnunartímar: mánud. – föstud.
milli kl:13:00–18:00
GÆÐA GARN
Á GÓÐU VERÐI
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2
Sími 554-7030 Sími 557-1730
www.rita.is
Ný sending
frá
Str. 36 - 56
Kíkið á heimasíðuna okkar
www.rita.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki