Fréttablaðið - 20.05.2010, Page 31
FIMMTUDAGUR 20. maí 2010 5
Efnahagslegar þrengingar kalla á lausnir. Þegar minna er um fjármuni og neyslan dregst saman er
nauðsynlegt að finna nýjar leiðir
til að skila hagnaði, til dæmis
með hagstæðara verði og vöru-
úrvali í takti við kaupgetu við-
skiptavinanna. Í tískuheiminum
í dag eru það annars vegar ódýr-
ari tískulínur tískuhúsanna sem
ganga vel. Hins vegar eru það öfl-
ugustu tískuhúsin eins og Chanel
eða Louis Vuitton sem ganga vel,
engin áhætta er tekin með því að
versla þar.
En fleira er nú í boði fyrir
tískuáhugafólk sem vill ekki eða
getur ekki leyft sér að verja jafn
miklu fé og áður í tískuneyslu.
Töskur frá fínum tískuhúsum eru
nú til leigu í einn sólarhring eða
meira eftir því sem viðskiptavin-
urinn hefur þörf fyrir. Þannig
gefst fólki kostur á að nota fína
tösku án þess að kaupa hana til
dæmis fyrir mikilvægan viðburð
eða þá bara til þess að monta sig
með án þess að nokkur viti hvað-
an taskan kemur. Þó ótrúlegt
megi virðast eru margir sem nýta
sér þessa þjónustu í dag. Það er
því ekki að ástæðulausu að útsjón-
arsamir aðilar bjóði nú sömuleiðis
kjóla og jakkaföt til leigu og þá er
ekki aðeins talað um brúðarkjóla-
leigur. Í dag eru sífellt fleiri sem
bjóða upp á kvöldkjóla til leigu og
þá er að finna í öllum regnbogans
litum, mismunandi efnum, sídd-
um og sniðum. Á afskaplega við-
ráðanlegu verði er hægt að slá
ryki í augun á afbrýðisömum
frænkum eða „góðum vinkonum“.
Einungis þarf að greiða hóflega
leigu og tryggingu sem er svo
endurgreidd þegar kjólnum er
skilað. Hjá viðkomandi leigusala
er hægt að velja úr fjölda mis-
munandi kjóla og máta á staðnum
áður en ákvörðun er tekin um
hverju eigi að klæðast.
Internetið spilar einnig sífellt
stærra hlutverk í fataleigu og
heimasíðurnar spretta upp eins
og gorkúlur. Í kreppunni hefur
nefnilega fjöldi manna hreinsað
til í skápunum og komið í leigu
ýmsu því sem safnaði ryki í gegn-
um netsíður sem sérhæfa sig í
fataleigu. Reyndar er ekki aðeins
hægt að leigja fatnað heldur nán-
ast allt milli himins og jarðar
svo sem garðsláttuvélar, bora,
útilegubúnað og svo framvegis.
Eigendurnir ná sér í vasapening
í gegnum leiguna, leigjendurnir
finna það sem vantar hvort sem
um er að ræða veislubúning eða
verkfæri. Eina vandamálið sem
upp kemur er að vafasamir aðil-
ar leigja ónýtt dót og netsíðurnar
þvo hendur sínar af allri ábyrgð.
En um slíkt er sjaldan að ræða
hvað fatnað varðar.
Segja má að þessi leiga sé
ákveðið form af endurvinnslu því
vissulega dregur hún úr neyslu
því viðkomandi leigir það sem
hann vantar í stað þess að kaupa
það. Ekki er þó líklegt að kaup-
menn séu allt of ánægðir með
þennan nýja tíðaranda.
Bergb75@free.fr
Kjólar til leigu
Hönnuður ársins
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Svartur og
síður að hætti
Matthews
Williamson.
Hin árlega Genlux BritWeek verðlaunahátíð og
tískusýning var haldin á dögunum. Þar hlaut
breski hönnuðurinn Matthew Williamsson
titilinn Hönnuður ársins. Þá var Alexander
McQueen heitinn heiðraður með tískusýningu
þar sem farið var yfir feril hans. Þar voru
meðal annars sýndar flíkur sem ekki
höfðu áður sést á tískupöllum.
Seiðandi kjóll
eftir Alexander
McQueen.
Grænmunstraður
kjóll eftir Alexander
McQueen.
ansstudioD
www.jsb.is
Sumarnámskeið
Fjölbreytt 2ja vikna námskeið í allt sumar!
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730
Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
JAZZDANS og PÚL námskeið fyrir þá sem elska
að dansa og hafa áhuga á að koma sér í gott form
• Byrjenda – og framhaldshópar. Áhersla á styrk,
liðleika og fjölbreytta dansþjálfun.
• Þrjú tímabil, kennt 4x í viku:
31.maí – 10.júní, 14.júní – 24.júní, 28.júní – 8.júlí.
• Kennarar eru:
Ásdís Ingvadóttir, Guðmunda Pálmadóttir,
Irma Gunnarsdóttir og Sandra Ómarsdóttir.
Verð fyrir hvert tímabil er 8.900 kr.
STRAUMAR AÐ UTAN – klassískur ballett og
nútímadans, 14. – 25.júní
Krefjandi námskeið fyrir framhaldsnemendur
frá 14 ára aldri.
• Kennt er 4x 90 mín. í viku.
• Tímar kl.19:00 á mán. og mið.
og kl.17:30 á þri. og föst.
• Kennari:
Lilja Rúriksdóttir, listdansnemi við Juilliard í New York.
Verð á námskeiði: 10.000 kr.
JAZZ -FUSION 14+
Spennandi jazzdansnámskeið fyrir byrjendur og
framhaldsnema frá 14 ára aldri.
• Þrjú tímabil, kennt 3x í viku:
3.júní – 15.júní, 22.júní – 2.júlí, 6.júlí – 16.júlí.
• Kennarar eru:
Arna Sif Gunnarsdóttir, Guðmunda Pálmadóttir
og Sandra Ómarsdóttir.
Verð fyrir hvert tímabil er 7.500 kr.
KLASSÍSKUR BALLETT – NÚTÍMADANS,
3.-16.ágúst
Krefjandi námskeið fyrir framhaldsnemendur
frá 14 ára aldri.
• Kennt er 4x í viku, tvöfaldur tími - 90 mín. ballett
og 75 mín. nútímadans.
• Tímar kl. 16:40 – 19:25,
kennt frá mánudegi til fimmtudags.
• Kennarar:
María Gísladóttir og Inga Maren Rúnarsdóttir.
Verð á námskeiði: 18.900 kr.
Innritun hafin! Skráning í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is
Danslistarskóli JSB
er samstarfsaðili að
Frístundakorti
Reykjavíkurborgar.
Vertu með í sumar!
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
fridaskart.is
S K A R T G R I P A H Ö N N U Ð U R
& G U L L S M I Ð U R
„Bóluþang“
VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY
Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is
Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00
Tilboðið gildir til 7. júní. Matseðill okkar er endurnýjaður vikulega
og er aðgengilegur á heimasíðu okkar, www.kruska.is
VORDAGAR HJÁ KRÚSKU
2 FYRIR 1
2 fyrir 1 af rétti dagsins eftir kl. 14.