Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 46

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 46
34 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Ferill breska tónlistarmannsins Jamie Lidell er óvenjulegur. Hann byrjaði í tilraunakenndri teknó-tónlist undir lok síðustu aldar, en stökk svo fram sem soul-söngvari á annarri sólóplötunni sinni Multiply sem kom út árið 2005. Lidell sendi frá sér sín fyrstu lög 1997 og sama ár stofnaði hann dúóið Super-Collid- er með Christian Vogel. Þeir sendu frá sér tvær stórar plötur, sú fyrri, Head On, kom út 1999. Ári seinna kom svo fyrsta sólóplata Lidells, Muddlin Gear, sem var tyrfin og tilraunakennd og minnti jafnvel á Aphex Twin og Squarepusher. Það var hin rómaða raftónlistarútgáfa Warp Records í Sheffield sem gaf Muddlin Gear út og hún smellpass- aði inn í hennar katalóg. Þegar önnur sólóplata Jamie Lid- ell kom út hjá sama fyrirtæki fimm árum seinna urðu margir hissa. Multiply, sem Lidell gerði með aðstoð kanadíska tónlistarmanns- ins Mocky, var soul-plata sem sótti beint í sígilda sálartónlist sjöunda og áttunda áratugarins. Næsta plata, Jim, sem kom út 2008, var í svipuðum stíl en heldur fágaðri og þótti enn betri. Í vikunni kemur fjórða sólóplata Jamie Lidell í verslan- ir. Hún heitir Compass og á henni er hann enn í sálargírnum Compass er samt hrjúfari og harðari en síðustu tvær plötur. Lidell ákvað að fara nýjar leiðir við gerð hennar. Hann gaf Mocky frí og fékk nýtt fólk til liðs við sig. Þar á meðal var vinkona hans, kanadíska söng- konan Feist, Chris Taylor úr Grizzly Bear, trommuleikarinn James Gadson sem meðal annars starfaði með Marvin Gaye og Beck, en þeir höfðu haldið sambandi frá því að þeir spiluðu saman á tónleikum árið 2006. Compass er fjári góð plata. Það má heyra á henni áhrif frá Stax, Stevie Wonder, Prince, Jamiroquai og Beck, en svo malla líka skítugir raftónlistarskruðningar sumstaðar í bakgrunninum. Gaman. Meiri sálartónlist frá Jamie ÁFRAM VEGINN Jamie Lidell heldur áfram að þróa sína útgáfu af sálartónlist á nýju plötunni Compass. > Í SPILARANUM Wolf Parade - expo 86 Johnny Stronghands - Good People of Mine Who Knew - Bits and Pieces of a Major Spectacle Mannakorn - Gamli góði vinur Heiðar, Halli og félagar - Meira pollapönk WOLF PARADE HEIÐAR OG HALLI ■ Hanson-bræðurnir fóru á topp bandaríska Billboard-listans með lagið MMMbop 24. maí árið 1997. ■ MMMbop fór í kjölfarið á toppinn í 27 löndum og er eitt vinsælasta fyrsta lag hljómsveitar allra tíma. Lagið er í 20. sæti á lista VH1 yfir 20 bestu lög tíunda áratugarins. ■ MMMbop kom út á plötunni Middle of Nowhere. Platan hefur selst í meira en 10 milljón eintaka um allan heim. ■ Dust-brothers stjórnuðu upptökum á plötunni. Þeir eru þekktastir fyrir vinnu sína með Beck á plötunni Odelay og fyrir tónlistina í myndinni Fight Club. ■ Í dag þekkja þá flestir sem The Chemical Brothers. ■ Hanson-bræður eru enn þá starfandi. Þeir gáfu síðast út plötuna The Walk árið 2007. Í júní kemur svo út platan Shout it Out. ■ Þeir eru hættir að selja jafn margar plötur og í gamla daga. Síðasta plata sem náði gullsölu í Bandaríkjunum var This Time Around árið 2000. ■ Í mars í ár gekk Ryan Shanaghan til liðs við hljómsveit bræðranna. Hann er fyrr- verandi lífvörður og hórkarl, sem seldi sig á götunni. Án gríns. ■ Í Bandaríkjunum er slúðrað um kynhneigð Hanson-bræðranna og telja margir að þeir séu samkynhneigðir þrátt fyrir að þeir eigi allir kærustur. ■ Slúðursögurnar fengu byr undir báða vængi þegar Shanaghan gekk í hljóm- sveitina, en hann er samkynhneigður. TÍMAVÉLIN HANSON-BRÆÐURNIR SLÁ Í GEGN MEÐ LAGINU MMMBOP ÁRIÐ 1997 Götuhóra gengin til liðs við Hanson-bræður Danspönkhljómsveitin LCD Soundsystem sendi frá sér plötuna This Is Happening í byrjun vikunnar. Platan er hugsanlega svanasöngur hljómsveitarinnar eftir að hafa starfað í aðeins átta ár. LCD Soundsystem er verkefni bandaríska upptökustjórans James Murphy. Gagnrýnendur hafa verið um borð í LCD-bátnum frá upphafi, en tvær fyrstu plötur hljómsveit- arinnar eru með 86 af 100 mögu- legum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com. Nýja platan virðist ætla að fara sömu leið þar sem hún er þegar komin með meðaleinkunn upp á 87. Það er eins og LCD Sound- system geti hreinlega ekki klikkað. Murphy hefur látið hafa eftir sér að This is Happening sé besta plata LCD Soundsystem. Rachael Madd- ux, gagnrýnandi tímaritsins Paste, er sammála. Hún segir að platan sé full af orku, sem minni einna helst á fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Andy Beta, gagnrýnandi tónlistartímarits- ins Spin, tekur í svipaðan streng og gefur plötunni fjóra af fimm mögu- legum. Hann talar einnig um að platan hljómi öðruvísi en fyrri verk þar sem hún er tekin upp í glæsi- villu upptökustjórans Ricks Rubin í stjörnuborginni Los Angeles. Hann segir að smáskífulagið Drunk Girls sé það eina á plötunni sem sé snið- ið eftir formúlu popptónlistarinnar. Hin lögin koma þar af leiðandi meira á óvart. Andy segir ástæðuna fyrir því að Murphy sé eldri, þroskaðari og jafnvel hrokafyllri en áður. Þrátt fyrir að platan virðist ætla að vera enn einn sigurinn fyrir James Murphy er framtíðin óljós. Hann segist ekki vera viss um að hann geri fleiri plötur undir merki LCD Soundsystem. This Is Happen- ing gæti því verið svanasöngurinn, en það má þó búast við að þessi mikli snillingur haldi áfram að gera tón- list um ókomna tíð. atlifannar@frettabladid.is LCD SOUNDSYSTEM GETUR EKKI KLIKKAÐ – 7, 9, 13 LCD SOUNDSYSTEM Nýja platan er hugsanlega svanasöngur hljómsveitar James Murphy. ■ James Murphy, maðurinn á bak við LCD Soundsystem, varð fertugur í febrúar. ■ Hann notaði plötusnúðanafnið Death From Above á árum áður. Hann nefndi svo plötuúgáfu sína DFA Records og lenti í deilum við kanadíska hljómsveit með sama nafn sem kallar sig Death from Above 1979 í dag. ■ Þegar Murphy var 22 ára gamall bauðst honum starf sem einn af handritshöfundum Seinfeld, þegar þátturinn var að hefja göngu sína. Hann hafði ekki trú á þættinum og hafnaði starfinu. ÞÚ VISSIR EKKI AÐ... Tónlistarmaðurinn Snorri Helga- son kemur fram á hinum norrænu Ja Ja Ja-tónleikum á The Lexing- ton í London í kvöld. Einnig koma fram danska poppsveitin No And the Maybes og Mariam „Mamma“ Jäntti frá Finnlandi. Snorri mun spila lög af fyrstu plötu sinni, I´m Gonna Put My Name On Your Door, sem kom út í fyrra við góðar undirtektir. „Ég og hljómsveitin erum búin að vera að æfa eins og brjálæðing- ar og undirbúa okkur fyrir Lund- únaferðina okkar. Ef þið verðið í London þá eða þekkið einhvern þar megið þið endilega benda þeim á að koma. Þetta verður mjög gott,“ segir Snorri. Það var Stuart Clarke frá bransablaðinu Music Week sem sá um að velja flytjendurna þrjá. Snorri Helgason í Lundúnum SNORRI HELGASON Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á hinum nor- rænu Ja Ja Ja-tónleikum í London í kvöld. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is *

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.