Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 50
38 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Uppistandarinn og fyrrver-
andi dægurlagasöngvar-
inn Bergur Ebbi Benedikts-
son fagnaði útgáfu Tími
hnyttninnar er liðinn, sem
er fyrsta ljóðabók hans, í
Eymundsson á þriðjudag.
Margir góðir gestir létu sjá
sig og fögnuðu vel þegar ljóð
voru lesin upp úr bókinni.
BERGUR EBBI FAGNAR
ENDALOKUM HNYTTNINNAR
Bergur Ebbi hatar ekki að tala í hljóðnema. Í bakgrunni sjást burðarásar nýrrar kyn-
slóðar í íslensku gríni: Uppistandararnir Ari Eldjárn og Dóri DNA ásamt Ágústi Bent
og Steinda Jr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Dóri DNA fylgist agndofa með ljóða-
lestrinum, en Bent gefur ljósmyndara
Fréttablaðsins séns.
Á meðal gesta var Georg Kári Hilmars-
son, en hann var áður félagi Bergs í
Sprengjuhöllinni, áður en Bergur byrjaði
að einbeita sér að ljóðum og gríni.
Bergur Ebbi vílaði ekki fyrir sér að árita
bækur fyrir aðdáendur sína.
> FRÁBÆR MAMMA
Vinir og kunningjar leikkonunn-
ar Söndru Bullock segja að hún sé
hreinlega fædd í móðurhlutverk-
ið. Sandra ættleiddi soninn Louis
Bardo fyrir skemmstu og eftir því er
tekið hvað hún nýtur þess að
vera mamma. Einn vinur leik-
konunnar sagði að móðurhlut-
verkið væri frábær meðferð til
að takast á við skilnaðinn við
hinn ótrygga Jesse James.
Tímaritið Star Magazine heldur því
fram að leikkonan Courteney Cox
eigi í ástarsambandi við mótleikara
sinn úr sjónvarpsþáttunum Coug-
ar Town, Brian Van Holt. Cox hefur
verið gift leikaranum David Arqu-
ette í tíu ár og eiga þau saman eina
dóttur, hina fimm ára gömlu Coco.
Sjónarvottar vilja meina að Cox og
Van Holt hafi látið vel að hvort öðru
á meðan þau snæddu saman á veit-
ingastað í Malibu auk þess sem þau
hafa eytt miklum tíma saman und-
anfarnar fjórar vikur þrátt fyrir að
tökum á sjónvarpsþættinum hafi
lokið í apríl.
„Courteney og Brian drukku
bjór og deildu smárétti saman úti á
verönd. Þau virtust haldast í hend-
ur á einum tímapunkti. Eftir mat-
inn kvöddust þau með faðmlagi og
kossi,“ var haft eftir sjónarvotti.
Cox eyðir tíma með
mótleikara sínum
SKILNAÐUR Í UPPSIGLINGU? Star Magazine vill meina að Courteney Cox eigi í ástar-
sambandi við mótleikara sinn úr þáttunum Cougar Town. NORDICPHOTOS/GETTY
Rapparinn Jay-Z, Drake og Nicki Minaj leiða
tilnefningarlista BET-Awards sem eru árleg
verðlaun afrískra-amerískra listamanna í
Bandaríkjunum. Tilnefningarnar voru kunn-
gjörðar á veitingastað í New York í hádeginu
í gær. Þetta er í tíunda skipti sem þessi verð-
launahátíð er haldin en verðlaunin verða
afhent þann 26. júní í Los Angeles. Þá var
jafnframt tilkynnt að Queen Latifah yrði
kynnir hátíðarinnar.
Jay-Z er tilnefndur til þrennra verð-
launa fyrir samstarf sitt og Aliciu Keys
í laginu Empire State of Mind. Þar að
auki er hann tilnefndur sem besti hip-
hop-listamaðurinn og fyrir lagið sitt Run
This Town sem er einnig tilnefnt í flokknum
„myndband ársins“. Unnusta Jay-Z er að sjálf-
sögðu einnig tilnefnd, að þessu sinni fyrir lagið
Video phone sem hún gerði ásamt furðufuglin-
um Lady Gaga. Þær eru einnig tilnefndar sem
samstarfmenn ársins.
Það sem rændi þó senunni af þessum
ofurstjörnum í bandarískum tónlist-
ariðnaði var sú ákvörðun að tilnefna
Tiger Woods sem íþróttamann ársins.
Tiger hefur aldrei áður verið í þess-
um hópi og keppir við ekki ómerkari
menn en Usian Bolt, Kobe Bryant og
Lebron James.
Tiger Woods ekki gleymdur
FYRIRSÉÐ OG ÓVÆNT Jay-Z og Tiger
Woods eru á meðal þeirra sem tilnefndir
eru til BET-Awards þetta árið.
BRIAN VAN HOLT Orðaður við Courteney
Cox.
Hugsjónalausar
hetjur?
Er hægt að vera
öfgamaður þegar
ekkert er þess virði
að drepa eða
deyja fyrir?
Skáldsagan Píslarvottar án hæfileika eftir Kára
Tulinius fjallar um ungmenni í Reykjavík.
Öll vilja þau láta til sín taka og setja mark sitt á
samfélagið en hvernig fær maður dofið samfélag
til þess að hlusta … og breytast?
FRUMÚTGÁFA
Í KILJU
Klipphúsið ehf.
Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
er 25 ára í dag og af því tilefni veitum við 25% afslátt
af dömu, herra og barnaklippingum í dag 20. Maí og
á morgun 21. Maí. Einnig veitum við 25% afslátt af
vörulínum frá CREW, MILK SHAKE og AVEDA.
Engar tímapantanir í klippingar.
Opnunartímar:
Mánudaga - Fimmtudaga 8.00 - 17.00
Föstudaga 9.00 - 18.00
Verið velkomin
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki