Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 52
40 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
THANK YOU Haukur Heiðar Hauksson,
söngvari Diktu, söng öll bestu lög
sveitarinnar á tónleikunum, þar á meðal
Thank You. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÞRJÁR HRESSAR Eyrún Ævarsdóttir, Lena
Rós Þórarinsdóttir og Hanna Rós Sigurð-
ardóttir voru ánægðar með Diktu.
SAMAN Á NASA Auður Gunnarsdóttir, Snæfríður Jónsdóttir og Hildur Ösp Reynisdótt-
ir voru á meðal gesta.
SARA OG GYÐA Sara Antonía Daníels-
dóttir og Gyða Jónsdóttir mættu á Nasa.
HLUSTUÐU Á DIKTU Andrea Björnsdóttir
og Sigurbjörg Sigurðardóttir hlustuðu
á Diktu.
FANNAR OG EYÞÓR Fannar Guðni Guð-
mundsson og Eyþór Trausti Jóhannsson
létu sig ekki vanta.
Nýjasta plata Hvanndalsbræðra
kemur út í dag. Þar er að finna tólf
lög, þar á meðal eru LA LA lagið,
Fjóla, Vinkona, og Eurovision-lagið
Gleði og glens. Lagið Vinsæll eftir
Dr. Gunna í flutningi Hvanndals-
bræðra er núna komið í mikla spil-
un á öllum helstu útvarpsstöðvum
landsins. Á meðal annarra laga
er Plötulagið eftir Einar Bárðar-
son og ska-útgáfa af lagi Skrið-
jökla, Mikki refur. Síðasta plata
Hvanndalsbræðra, Knúsumst um
stund, kom út fyrir tveimur árum
og seldist í tæpum þrjú þúsund
eintökum.
Bræðurnir halda ferna útgáfu-
tónleika á næstunni. Þann 27. og
28. maí spilar þeir á Græna hatt-
inum á Akureyri, 3.júní á Nasa í
Reykjavík og 4.júní í Salthúsinu í
Grindavík. Þetta eru ekki einu tón-
leikar Hvanndalsbræðra í sumar
því að þeir eru bókaðir á yfir þrjá-
tíu stöðum um allt land og eru ekki
hættir að bóka.
Nýtt frá bræðrum
HVANNDALSBRÆÐUR Nýjasta plata Hvanndalsbræðra er komin í búðir.
Hljómsveitin Dikta hélt
ókeypis tónleika á Nasa á
miðvikudagskvöld fyrir
alla aldurshópa. Með tón-
leikunum vildu strákarnir
þakka fyrir sig, enda hefur
nýjasta plata þeirra, Get It
Togheter, náð gullsölu.
Dikta hefur átt miklum vinsæld-
um að fagna síðan platan kom út
í nóvember í fyrra og hafa lögin
From Now On og Thank You bók-
staflega eignað sér fyrsta sæti
Lagalistans. Get it Together hefur
sömuleiðis setið á toppi Tónlistans
yfir mest seldu plöturnar stærstan
part þessa árs.
DIKTA ÞAKKAÐI FYRIR SIG
Leikarinn Colin Farrell hefur við-
urkennt að vera bæði lélegur sund-
maður og vatnshræddur. „Ég fer
ekki einu sinni í bað. Ég kann að
synda en mér líður ekki vel í vatni.
Öll mín fjölskylda er góð í sundi
en ég hef aldrei getað synt,“ sagði
Farrell. Nýjasta mynd hans nefn-
ist Ondine og var sýnd á Græna
ljósinu. Hún fjallar um sjómann
sem kemst í kynni við hafmeyju.
Farrell segir að það hafi verið
gaman að leika aðalpersónuna
Syracuse. „Persónan var bæði
einlæg og laus við tilgerð og það
fannst mér heillandi við hana.“
Farrell vatns-
hræddur og
fer ekki í bað
COLIN FARRELL Farrell hefur viðurkennt
að vera lélegur sundmaður.
www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan
Stjarna 14 kt. gull kr.10.900,-
Stjarna úr silfri, næla kr. 4.900,-
Rós 14 kt. gull kr. 12.900,-
Stúdentastjarnan og -rósin 2010
fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur
IPAA
RR
\
TBW
A
•SÍA
•100954