Samtíðin - 01.05.1970, Page 20

Samtíðin - 01.05.1970, Page 20
16 SAMTÍÐIN landa, sem áður höfðu hjálpað okkur, litu stofnun Ísraelsríkis óhýru auga.“ Fyrstu árin varð Shin Beth að bjargast við hina alkunnu skipulagsgáfu ísraels- manna og margvíslega reynslu starfsmanna sinna eftir mótspyrnuhernað þeirra við Eng- lendinga og baráttuna við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Þarna voru að verki menn, sem barizt höfðu í her bandamanna, myndað mótspyrnusamtök í þýzkum fangabúðum og skipulagt skæruflokka í skógum Póllands og Rússlands. Höfuðstyrkur Isers Harels var í því fólginn, að hann gat byggt starfsemina á reynslu mannvals frá þeim 75 þjóðum, er stofnað höfðu Ísraelsríkið. Mannþekkingu og tungumálakunnáttu þessa fólks voru eng- in takmörk sett. Auk þess hafði það gegnt trúnaðarstörfum í mörgum löndum og átti þar víða sterk ítök og marga vini og stuðn- ingsmenn. En nú er eðlilegt, að menn spyrji: Hver er þessi Iser Harel, sem Ben Gurion fól hið mikla vandaverk að stofna leyniþjónustu ísraels? Áður en því er svarað, er rétt að bæta því við, að Iser Harel skóp leyniþjón- ustuna í sinni mynd; þess vegna urðu styrk- leiki og veikleiki hennar spegilmynd af skap- ferli hans sjálfs. Hann veitti stofnuninni auk þess forstöðu 15 ár, en hvarf frá henni í reiði eftir ósamkomulag við Ben Gurion. Iser Harel fæddist í Vitebsk við Dvínu- fljót í Rússlandi, sama bænum og listmálar- inn Chagal, sem við birtum grein um í 10. blaði SAMTÍÐARINNAR 1968. Vitebsk var þá aðsetur margra Gyðinga og gagnsýrð af erfðavenjum þeirra og trúarbrögðum. Iser fluttist til Palestínu snemma á 4. tug aldar- innar. Hann gekk inn í landið gegnum enska tolleftirlitið með aleigu sína í lítilli hand- tösku og stórt brauð undir hendinni. Inni í því leyndist skámmbyssa hans. Hann vann fyrst að því að tína appelsínur af trjám í Sarondalnum, en síðan á sam- yrkjubúi (kibbutz). Þá lét hann skrá sig í mótspyrnuhreyfinguna Haganah og lenti í leyniþjónustu hennar. Eftir stofnun ísraels- ríkis féllst hann á tilmæli Bens Gurions um að endurskipuleggja upplýsingaþjónustu Ha- ganahs. Síðan hvarf hann „undir jörðina" ásamt ríkinu, ef svo mætti að orði kveða. Nafn hans var aldrei nefnt á opinberum vett- vangi. Aldrei sást mynd af honum í blöðun- um, og nafn hans var ekki í símaskránni. Hann var svo dularfull persóna, að eitt sinn ^ er hann veifaði leigubíl í New York og bíl- stjórinn spurði, hvert ætti að aka, svaraði Iser: „Mér þykir leitt, að ég má ekki segja yður það.“ Iser kunni því vel að starfa á laun, en honum var það raunar lífsnauðsyn. Ný-naz- iskur félagsskapur hafði lagt fé til höfuðs honum. Hann ferðaðist einnig til landa, þar sem setið var um líf hans. En hann kunni ávallt bezt við sig í fremstu víglínu og miklu betur en í höfuðstöðvum sínum í Tel Aviv. Hann kvaðst aldrei vera hræddur. Annað- hvort sagðist hann hafa vanið sig af því eða vera svona af Guði gerður. Sér væri ekki fyllilega ljóst, hvoru hann ætti kjark sinn að þakka. Aldrei kvaðst hann hafa verið með gerviskegg né blá gleraugu á ferðum sínum til útlanda. Hann dulbjó sig aldrei, en gekk hins vegar undir mörgum nöfnum. Einu sinni brá honum mjög í brún. Hann var þá stadd- ur á stórum erlendum flugvelli og heyrði gervinafn sitt kallað upp í hátalaranum. En þá kom í ljós, að annar maður með því nafni var í sömu flugvél og hann! Útlit hans gei'ði honum auðveldara að dyljast. Hann er smávaxinn, en þybbinn nokkuð. Um hann mætti viðhaía hæpnustu mannlýsingu, sem til er á íslenzku: Hann er eins og fólk er flest! Hann stjórnaði sjálfur fjölda rannsókna, af því að honum fannst það ganga betur, m. a. leitinni að Eichmann, og var viðstaddur, þegar hann var tekinn fastur. Þá fannst Iser Harel hann hafa unnið helgistarf! Enda þótt leitin að Eichmann reyndist auðveldari en mörg önnur störf Shins Beths, taldi Iser hana mikilvægasta þeirra allra frá þjóðlegu og sögulegu sjónarmiði. Talið er, að orsökin fyrir því, að Iser sagði af sér forstjórastarfi við Shin Beth hafi ver- ið skoðanamunur þeirra Bens Gurions á starfsemi þýzkra vísindamanna í Egyptalandi. Iser hefur sagt, að ef Ben Gurion hefði ekki skipað Shin Beth að hætta afskiptum sínurn af þeim málum, myndi starfsemi leyniþjón- ustunnar hafa borið skjótari árangur en raun varð á. Meir Amit tók við forstöðu leyniþjónust- unnar af Iser Harel, en hefur einnig látið af því starfi, eins og áður er getið, og veitir nú forstöðu stærsta iðnfyrirtæki Israels. Því er haldið leyndu, hver nú stjórnar Shin Beth, en starfsemin er rekin með miklum dugnaði og vísindalegri nákvæmni, og duldir þræðir hennar teygja sig víða um lönd.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.