Samtíðin - 01.05.1970, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN
17
UNDUR - AFREK
4» Bandaríkjamenn hafa hlotið flest
Nóbelsverðlaun allra þ.ióða. Árið 1968 höfðu
samtals 75 þessara verðlauna fallið þeim í
skaut, sem hér segir: 6 bókmenntaverðlaun,
19 læknisfræðiverðlaun, 18 eðlisfræðiverð-
laun, 19 efnafræðiverðlaun og 13 friðarverð-
laun.
♦ Elzti maður, sem hlotið hefur Nóbels-
verðlaun, var Frakkinn Ferdinand Buisson
(1841—1932). Hann hlaut 86 ára gamall hálf
friðarverðlaun Nóbels móti Þjóðverjanum
Ludwig Quidde (1858—1941).
♦ Yngsti maður, sem hlotið hefur Nóbels-
verðlaun, var Sir William Lawrence Bragg
(f- í Adelaide í Suður-Ástralíu 1890). Hann
hlaut hálf eðlisfræðiverðlaun Nóbels árið
1915 móti föður sínum, Sir William Henry
Rragg (1862—1942).
♦ Yngsti maður, sem hlotið hefur bók-
menntaverðlaun Nóbels, var Rudyard Kipling
(1862—1936). Hann hlaut verðlaunin 41 árs
gamall árið 1907.
^ Yngsti maður, sem hlotið hefur friðar-
verðlaun Nóbels, var bandaríski presturinn
dr. Martin Luther King. Það gerðíst árið 1964.
Dr. King var síðar myrtur, svo sem kunnugt
er- Þannig launar heimurinn stundum afrek
afburðamanna sinna.
♦ Amazonfljótið er vatnsmesta fljót
heimsins. Það eykur vatnsmagn Atlantshafs-
ins að meðaltali um 210.000 rúmmetra á sek-
úndu.
♦ Stærsta alfræðibók, sem samin hefur
verið, var tekin saman af 2000 lærðum Kín-
verjum á árunum 1403—’08. Hún var 11.095
handritabindi. Af þeim eru 370 enn varð-
Veitt.
Vínneyzla barna
ÍTALSKIR læknar hafa um þessar mund-
ir miklar áhyggjur af vínneyzlu barna þar
í landi og telja, að drykkjusiðir þeirra geti
orðið þjóðhættulegir. Rannsókn hefur nefni-
lega leitt í ljós, að langflest ítölsk börn
drekka daglega rauðvín og að 18 af hverjum
100 börnum á aldrinum 6—14 ára fá sér rauð-
vínsglas á morgnana, áður en þau fara í
skólann. Helmingur ítalskra barna drekkur
rauðvin bæði með hádegisverði og kvöld-
verði og dámar læknana ekki að öllu þessu
vínsulJi. Hafa þeir nú uppi sterkan árúður
gegn ,,ofdrykkju“ barnanna, sem hefst að
kalla má, meðan þau eru enn í vöggu, eins
og læknarnir orða það.
En komið hefur á daginn, að örðugt reyn-
ist að sannfæra ítalska foreldra um, að vín
sé börnum óhollt, segir talsmaður ítaisku
heilbrigðismálaráðuneytisins.
Kostnaðarsöm ánægja
ERLEND blöð segja, ,að demantaskart-
gripur sá, sem Richard Burton gaf konu
sinni, Elizabeth Taylor, ekki alls fyrir löngu,
muni reynast þeim hjónunum lrýsna kostn-
aðarsamur. Djásnið kostaði sem svarar um
það bii 96 milljónir ísl. króna (gengi í febrú-
ar 1970).
En hér eru ekki öil kurl kornin til graf-
ar, því að nú hefur tryggingarfélagið, sem
tekur ái'iega 14,4 millj. kr. fyrir að tryggja
skartgiápinn, ákveðið, að frú Taylor megi
ekki skreyta sig með honum nema samtals
30 daga ár hvert og í mesta lagi 2 klst. í
hvert. skipti. Auk þess gerir íélagið þá kröfu,
að frúin hafi ávailt tvo vopnaða varðmenn
með sér, þegar hún ber þetta dýra djásn.
RÖDD HERSHÖFÐINGJANS:
SINAISKAGINN er núna eins og svissnesk-
ur ostur, sem ekki er unnt að verja öll götin
á. Mosche Dajan.
VIÐ greiðum án nokkurs viðbótariðgjalds aukabætur til þeirra, sem slasast alvarlega þrátt
fyrir notkun öryggisbelta. Fram yfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 kr. við dauðsfall
°g allt að 150.000 kr. við örorku. Kynnið yður þessa mikilsverðu nýjung í ísl. tryggingum.
ÁBYRGÐ H.F.
— TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN —
Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar: 17455 og 17947.