Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN
9
EKKJA
SPARTVERJANS
Framli.
„Ég VEIT, hvað það er að vera einmana,“
sagði hún með djúpri innlifun.
Ég neytti nú sigurs míns. „Væri það of
mikil bjartsýni, ef ég leyfði mér að vona, að
þér vilduð borða miðdegisverð með mér?“
spurði ég. „í rólegu veitingahúsi, þar sem
við gætum setið og spjallað saman?“
Ekkjan virti mig gaumgæfilega fyrir sér,
og mér þótti nóg um, hve lengi hún starði
á mig. Hin stóru, dökku augu hennar voru
nefnilega ekki einungis til skrauts. Þau voru
spegill sálar hennar. „Ég fer ekkert út,“
svaraði hún. „Ekki síðan hann Kostas minn
dó.“
„Fyrirgefið mér,“ svaraði ég, „að ég hef
gerzt of djarfur. Ég hef víst móðgað yður.
Ég biðst afsökunar.“
Mér er ákaflega sýnt um að biðjast afsök-
unar, en satt að segja er það nú ekki sérlega
auðlært.
Hún hristi höfuðið. „Nei, síður en svo,“
svaraði hún. „Ég móðgaðist ekki. Það er bara
orðið svo langt síðan.“
„Það getur nú sannarlega ekki talizt rækt-
arleysi við heilaga minningu, þó þér leyfið
yður að taka bita og rabba örlítið í kyrrð og
næði við vin,“ sagði ég.
Ég sá, að hún hugsaði sig um. Skært hör-
und hennar ljómaði. Ég brann í skinninu.
Sorg er ljúf, þegar hún er liðin hjá.
„Gott og vel,“ svaraði hún.
„Beztu þakkir.“ svaraði ég bljúgur. „Þér
eruð elskulegar við einmana sál.“ Að svo
mæltu þagnaði ég og starði hugsi út í blá-
inn. Nú varð ég að búa þannig um hnútana,
nð hún iðraðist ekki. „Mér þykir leitt, að
ég get þetta ekki í kvöld,“ sagði ég. „Það
verður fundur í einu af kristilegu félögunum,
sem ég er nýgenginn í.“ Ég þagnaði aftur.
>,En ég vildi nú heldur sitja og rabba við
yður,“ bætti ég við.
„Farið þér bara á fundinn yðar,“ sagði hún
og lagði áherzlu á orðin. „Við getum farið
út eitthvert annað kvöld.“
„Annað kvöld,“ sagði ég, „ef yður er ekk-
ert að vanbúnaði?“
„Annað kvöld,“ svaraði hún.
„Þá kem ég og sæki yður,“ sagði ég. „Eigið
þér heima hér í grennd?“
„í rauða húsinu þarna,“ sagði hún, „hinu-
megin við götuna. Ég bý á fyrstu hæð.“
„Klukkan sex?“ spurði ég.
„Klukkan sex,“ svaraði hún.
„Þakk yður fyrir,“ sagði ég.
Hún sneri sér við og fór leiðar sinnar, og
ég horfði gagntekinn á, hve yndislega hún
vaggaði dásamlegum mjöðmunum. Ég naut
þessa litla forspils með sams konar ánægju
og hershöfðingi, sem hefur sigrað í fyrstu
viðureign, en á eftir að vinna stríðið.
Eftir hádegi daginn eftir leit ég inn í ný-
lenduvörubúðina. Mantaris stóð innarlega í
búðinni og var að láta volgt brauð úr ofn-
inum í poka. Þegar ég kom inn, leit hann
upp og fór að þefa, eins og eitthvert sóðadýr
hefði rekizt inn til hans
„Góðan dag, gamli vinur,“ sagði ég.
Hann stóð grafkyrr og starði á mig.
„Ég kom bara hingað til að láta þig vita,
að í kvöld ætla ég að borða með ekkjunni
henni Angelu.“
„Þú lýgur því,“ sagði hann.
„Þetta er dagsatt. Ég skrökva aldrei, þeg-
ar um ást er að ræða,“ svaraði ég.
„Ást!“ Karlinum svelgdist á orðinu, eins
og hann væri að kafna. „Þú mundir nú aldrei
finna til ástar, jafnvel þó hún væri tennt
og biti í rassinn á þér!“
„Sleppum því,“ anzaði ég. „í kvöld sit ég
til borðs með drottningu og hugsa með hlý-
leik til bændanna.“
„Burt með þig, syndaselurinn þinn!“ öskr-
aði hann. „Það vildi ég, að þú dyttir dauður
niður!“
Ég gekk brosandi út úr búðinni og skund-
aði heim til að hafa fataskipti.
Klukkan sex hringdi ég dyrabjöllunni hjá
ekkjunni Angelu. Hún var tilbúin, og við
buðum hvort öðru gott kvöld og töluðum um
yndislegt vorveðrið. Hún brá sér inn, setti
á sig hatt, og síðan gengum við niður tröpp-
urnar. Ég leiddi hana út að vagninum, en
hún hristi höfuðið.
„Þetta er svo yndislegt kvöldveður," sagði
hún. „Við skulum heldur ganga. Það er lítið
veitingahús skammt séðan. Ég geng oft fram-