Samtíðin - 01.11.1970, Side 31
SAMTÍÐIN
27
Átthagabók HALLDÓRS LAXNESS
HALLDÓR LAXNESS hefur oftast komið
íslenzkum lesendum á óvart, þegar hann hef-
ur sent frá sér bók. Eftir Kristnihald undir
Jökli hafa víst ýmsir búizt við annarri furðu,
en fá þá í staðinn kyrrláta frásögn um Mos-
fellskirkju í Mosfellssveit og nokkur sóknar-
börn hennar i nálægri fortíð, hálfgert fræði-
rit, en ístráð skáldlegum skemmtilegheitum.
Bókin nefnist Innansveitarkronika, útgefandi
Helgafell, 182 bls. Mætti hugsa sér, að íiöf-
undur hafi skrifað hana af ræktarsemi við
átthaga sína.
Þessi minningabók „um týnda smámuni
í MosfelIssveit“, eins og höf. kemst að orði,
leynir ótrúlega á sér. Áður en varir, er þarna
komin íslandskronika, þjóðlífslýsing. Hver
kannast ekki við þessa staðreynd frá byrj-
un aldarinnar: „Bæirnir voru úr torfi nema
einstöku hafði gestastofu kalda þar sem
gestir voru látnir sitja þángaðtil sló að þeim.
Alstaðar var sofið í bastofu, oft á bálkum“
(bls. 18). — Eða við þennan algilda hugs-
unarhátt íslenzkra sveitamanna: „Þeir spurðu
frétta af sauðfé hvaðanæva af landinu, því
alt líf í landinu var einsog þann dag í dag
miðað við sauðfé. Til dæmis þegar talað var
um veður þá var það eitt sjónarmið ráðandi
hversu það mætti henta sauðfé. Gott veður
var það veður sem var gott fyrir sauðfé. Gott
ár var það þegar óx gras handa sauðfé.
Fallegt landslag á íslandi þykir þar sem
góð beit er handa sauðfé. Afkoma og sjónar-
mið manna í lífinu voru ákvörðuð af þessari
skepnu“. (bls. 26).
Lýsingin á því, hvernig snillingar leystu
hey fyrr á tíð, verður í meðferð Halldórs si-
gild frásögn: „Talið var að einginn maður
leysti hey úr garði af siíkri snild og Bogi
á Hrísbrú. Á veturna var hann að dunda
við að jafna stráin í heystálinu hjá sér mik-
inn hluta sólarhrings. Hann gerði öll horn
afslepp á stabbanum, svo hvergi varð brún.
Oft leysti hann stabbann neðanfrá og upp-
eftir svo rekjur mynduðust ekki við jarð-
botninn, og þegar á leið vetur var stálið hjá
honum orðið í laginu einsog skál á valtri
stétt, og seinast líkt staupi á fæti; en aldrei
raskaðist burðjrþolið í stabbanum. Iðulega
var komið að Boga þar sem hann var að
fulhnúa stálið einsog maður strýkur sér um
kjammana til að finna hvort hann sé nógu
vel rakaður. Margir komu í garðinn að berja
þetta listaverk augum“. (bls. 28).
Þannig streymir frásögn þessarar bókar
fram lygn og dýpri en varir með ferskum
skáldskaparvinjum á víð og dreif um fróð-
leikinn, m. a. 4. kapítula um sálina og kör-
ina og 18. kapítula, þar sem segir frá því,
er Stefán litli Þorláksson kom næturgestur
að Hrísbrú á leið norður í land, en gisti
þar í 20 ár og gerðist síðan sá höfðingi dals-
ins, að hann kostaði endurreisn Mosfells-
kirkju.
Innansveitarkronika er að sögn skrifuð með
hliðsjón af minningabókastíl. En um harla
margt er þessi bók ólík ísl. minningabókum,
þótt ekki sé að öðru en málfari, stíl og per-
sónusköpun. Ein er sú persóna Kronikunnar,
sem hefur af því höfuðstyrk sinn, að lesandinn
fær ekki að sjá hana, heldur leyfist honum
aðeins að öðlast hugboð um áhrif hennar
bak við rás viðburðanna á römmustu mann-
gerð bókarinnar.
Lausn á MARGT BÝR í ORÐUM á bls. 21:
Prent, prenta, prentar, prati, par, pari, part,
parti, partir, pera, peran, penta, pentari, pen,
pena, penar, penari, renta, rentar, rein, reina,
reinar, rar, rati, ratir, rani, rart, rit, rita, rit-
ar, ritan, er, ert, erta, ertan, erti, ertin, ertni,
ertnir, eta, eti, etin, etir, ein, eina, einar, eir,
eira, eirar, err, erra, erri, errin, Erp, Erpi, ern,
erni, ernir, erna, enti, entir, net, neta, neti,
nei, neita, neitar, nari, narir, nart, narti, nartir,
nit, nita, nitar, te, tei, tein, teina, teinar, terri,
tepra, trein, treina, tin, tina, tinar, trani,
tranir, tap, tapi, tapir, api, apir, at, ati, atir, ar,
ari, art, arti, artir, arin, arni, in, irr.
„Hvernig stendur á því, aö þú ert sí~
fullur ?“
„Af því ég er sí-þyrstur!“