Fréttablaðið - 02.07.2010, Side 1

Fréttablaðið - 02.07.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI2. júlí 2010 — 153. tölublað — 10. árgangur FÖSTUDAGUR skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FUGLAVERND og Ferðafélag barnanna verða með fuglaskoðunar-ferð í Gróttu á morgun þar sem áhersla er lögð á að skoða, telja og teikna fugla. Mæting við bílastæði út við Gróttu klukkan 10. 1/2 bolli smjör1 bolli sykur 2 egg 1 tsk. lyftiduft1/8 tsk. salt 2 tsk. rifinn sítrónubörkur1/2 til 3/4 bolli mjólk1,5 bolli bláber, helst frosin Yfir kökun SÍTRÓNUFORMKAKA MEÐ BLÁBERJUM10-12 sneiðar „Ég átti alltaf svo mikið af blá-berjum sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Þannig að ég gúgglaði uppskrift að sítrónu-köku og bætti bláberjum við. Mér finnst sítróna og bláber svo rosa-lega góð saman,“ segir Ragna Björg Ársælsdóttir, hjúkrunar-fræðingur og matarbloggari, sem gefur uppskrift að sítrónuform-köku með bláberjum.Ragna breytir oft uppskriftum og gerir að sínum. „Ég held ég geri það eiginlega allt f Ém ð Breytir oft uppskriftumRagna Björg Ársælsdóttir, nýúskrifaður hjúkrunarfræðingur, hóf fyrir stuttu að blogga um mat. Hún hefur alla tíð haft áhuga á matargerð og hjálpaði móður sinni, sem er lærður kokkur, í eldhúsinu sem barn. Ragna Björg bjó til uppskriftabók handa vinkonum sínum fyrir um sjö árum sem enn er í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Veitingahúsið P l 4ra rétta Góð tækifærisgjöf! Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 2. júlí 2010 FEIKA‘ÐA EKKI Strákarnir í sálar- sveitinni Moses Hightower eru umkringdir flottustu söngkonum landsins á sinni fyrstu plötu sem k mur út í n stu viku. Gefðu boltann! 1.500 króna sending til þurfandi í Afríku Um helgina verðum við í Smáralind, Kringlunni og fyrir framan stærstu verslunarkjarna borgarinnar soleyogfelagar.is Sumarið er yndislegt! www.isafold.is - Sími 595 0300 Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Fyrst á forsíðu Bertha María Waagfjörð var fyrst íslenskra kvenna á forsíðu þýska Playboy. fólk 34 Fjörukráin 20 ára Hóf menningu víkinga til vegs og virðingar. tímamót 22 FÓLK „Þetta er alveg svakaleg upp- hefð fyrir mig sem listamann og alltaf gaman þegar fólki líkar við það sem maður gerir og býr til,“ segir Ragn- ar Kjartansson listamaður sem nýverið opnaði sýningu í gall- eríinu Luhring Augustine í New York. Galleríið þykir með þeim virtustu í ver- öldinni. Ragnar sýnir málverkin sem hann málaði á Feneyjatvíæringn- um á síðasta ári en þau eru 144 talsins og eitt myndbandsverk, sem nútímalistasafnið MOMA hefur fest kaup á. Ragnar hefur fengið mörg til- boð í málverkin en selur þau ekki nema öll saman í einum pakka. - áp / sjá síðu 34 Feneyjaverkin til New York: Vill ekki skilja málverkin að RAGNAR KJARTANSSON EFNAHAGSMÁL Heildartekjur ríkis- sjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekj- ur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skil- að mun meiru en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á lands- framleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 pró- senta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósent- um í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna.“ Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri lands- framleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætl- un sem hlutfall af landsframleiðsl- unni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sam- bærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það,“ segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðu- neyta og stofnana sem hafa unnið gott starf.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010. - kóp Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun Heildartekjur ríkisins árið 2009 voru 40 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjuskattur skilar meiru en búist var við. Það hefur í för með sér að minna þarf að skera niður í fjárlögum ársins 2010. SKÚRALEIÐINGAR verða víða um land í dag, síst þó suðvestanlands. Vindur verður fremur hægur og hitinn á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast um landið vestanvert. VEÐUR 4 17 14 13 13 14 HLÝTT Á LJÚFA TÓNA Gestir á útitónleikunum voru vel búnir og gátu notið þess sem fram fór án þess að láta votviðrið hafa áhrif á sig. Tónleikarnir þóttu takast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Hálft til eitt ár gæti liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stand- ist lög. Slík mál þyrftu að mati lögræðinga, sem Fréttablað- ið hefur rætt við, að fá sérstaka flýtimeðferð. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir í gær að þau hygðust fara að tilmælum Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands og hefja innheimtuað- gerðir á nýjan leik. - sv / sjá síðu 4 Reikningar ólögmætra lána: Gæti tekið ár að komast að niðurstöðu FÓLK Talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi fylgst með tónleikun- um Iceland Inspires þegar best lét í Hljómskálagarðinum í mið- borg Reykjavíkur í gærkvöldi. Rigning setti strik í reikning- inn fyrsta klukkutímann og voru margir tónleikagesta undir það búnir. Þegar líða tók á kvöld- ið stytti upp og bættist þá í hóp tónleikagesta. Tónleikarnir voru sendir beint út á vefsíðu Inspired by Iceland og er talið að í kringum tuttugu þús- und manns hafi fylgst með þeim á Netinu. „Þetta gæti ekki verið betra,“ sagði Inga Hlín Pálsdótt- ir, sem á sæti í verkefnisstjórn. Hún bætir við að nákvæmar tölur muni liggja fyrir í dag. „Þær tölur sem höfum séð benda til að átta- tíu til níutíu prósent þeirra sem sjá tónleikana á Netinu séu stödd í útlöndum,“ segir Inga. Á meðal þeirra sem fram komu á tónleikunum voru Amiina, Stein- dór Andersen, Damien Rice, Lay Low og Dikta. Inspired by Iceland er sam- starfsverkefni Iðnaðarráðuneytis, nýstofnaðrar Íslandsstofu, Ferða- málastofu og fagfélaga innan Samtaka ferðaþjónustunnar. - jab Tugþúsundir manna fylgdust með tónleikunum Iceland Inspires í miðborginni: Létu rigninguna ekki trufla sig KR skoraði þrjú KR-ingar fara með gott veganesti til Norður- Írlands í Evrópukeppninni. sport 30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.