Fréttablaðið - 02.07.2010, Page 6

Fréttablaðið - 02.07.2010, Page 6
6 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR HAFFRÆÐI Undanfarin tíu ár hefur svifþörungablómi verið mikill hér við landið. Ástæðan er öflug- ir hlýsjávarstraumar sem liggja upp að landinu. Þörungablóminn er skaðlaus lífríkinu með öllu og hefur jákvæð áhrif á andrúms- loftið. Hafsteinn Guðfinnsson, sér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, útskýrir að sunnan við landið sé svæði þar sem mikið er af kalksvifþörungum. „Þeir blóma hérna fyrir sunnan okkur og svo berst þetta hingað með straum- um. Straumarnir liggja þannig að þetta fyrirbæri er algengast fyrir Vesturlandi. Hins vegar höfum við fylgst með svona flekk fara með öllu Vesturlandi og norður fyrir Vestfirði.“ Hafsteinn segir að þau skilyrði geti hins vegar myndast í hafinu við Ísland að þessar plöntur blóma. Slíkt fyrirbæri hafi komið upp fyrir norðan land að sérfræð- ingum Hafrannsóknastofnunar aðsjáandi árið 2008. Hafsteinn segir að þetta sam- band á milli suðlægari hafsvæða og þörungablómans hér við landið hafi verið rakið með gervitungla- myndum. „Þessar myndir eru mjög fallegar. Ástæðan fyrir lit- unum er að utan á frumunum eru kalkplötur sem endurkasta geisl- um og mála upp þessa fallegu mynd.“ Þörungarnir binda mikið kolefni og eru þess vegna mjög jákvæðir fyrir andrúmsloft jarðar; þeir éta í raun koltvísýring. Kalkþörungablómi hefur ekkert með eitrun kræklings að gera, eins og halda mætti. Hins vegar nærist kræklingur á annarri tegund þör- unga, náttúrulegra eiturþörunga, sem gera hold þeirra eitrað mönnum hluta úr ári. Þessir þör- ungar geta myndað blóma, en ekki í slíku magni hér við land að það sjáist litur af. Erlendis er það þó ekki óalgengt. svavar@frettabladid.is Svifþörungablómi í hámarki við landið Aðstæður í hafinu við Ísland valda því að þörungablómi sést greinilega á gervi- hnattamyndum. Þetta fyrirbæri hefur verið árlegt hér við land í áratug og teng- ist hlýsjávarstraumum. Þörungarnir éta koltvísýring og hreinsa andrúmsloftið. KALKSVIFÞÖRUNGABLÓMI Kalksvifþörungar (coccolithophores) eru einfrumungar eða plöntusvif af ættkvíslinni Haptophyla. MYND/NASA/GSFC, MODIS RAPID RESPONSE fyrir 24002 Úrval vinsælla bóka á 2 fyrir 2400 tilboði Gleðilegt sumarfrí! Í þessari bók kynnumst við lífs- glöðum dreng sem er til í allt, þó flest mistakist. Frábær bók fyrir alla sem nenna ekki að lesa og líka hina! Jói Planki segir sögur af hafmeyjum, draugum og mönn- um sem breytast í kolkrabba ... LÖGREGLUMÁL Botn virðist fenginn í mál brjóstsykurs- verksmiðjunnar sem hvarf í Hafnarfirði í fyrra- sumar. Einungis tveimur dögum eftir að sælgætis- gerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason sagði frá hvarfi verksmiðju sinnar í Fréttablaðinu fyrir tæpum þremur vikum hafði ungur maður samband við hann og gat varpað nokkru ljósi á atburðarásina. Ungi maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist hafa keypt gáminn sem verksmiðjan var geymd í, ásamt öllu innihaldi hans, af eiganda hússins sem gámurinn stóð við. Hann hafi einungis viljað nota gáminn og því fargað innihaldinu, þriggja milljóna króna brjóstsykursverksmiðjunni, hjá gámaþjónustunni á Akranesi. Jóhannes segist ekki hafa farið upp á Skaga til að kanna hvort eitthvað finnist af verksmiðjunni, en hann búist frekar við að hún sé orðin að brotajárni og týnd. Jóhannes hafði áður kært hvarfið til lögreglu sem þjófnað en málið var látið niður falla eftir margra mánaða árangurslausa rannsókn. Nú segist Jóhann- es ætla að kæra málið á nýjan leik og vonast til þess að fá skaðann bættan, að minnsta kosti að hluta. - sh Sakbitinn kaupandi gaf sig fram í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins: Sælgætisverksmiðjunni fargað VERKSMIÐJAN Brjóstsykursverksmiðjan hafði verið starfrækt á Dalvík. Í henni var framleiddur svonefndur Bitmoli, sem seldur var í krukkum. ORKUVEITAN Fulltrúar minnihluta sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í borgarráði létu bóka á borgar- ráðsfundi í gær að þeir teldu tímabundna ráðningu Haraldar Flosa Tryggvasonar, starfandi stjórnar- formanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR), á skjön við hefðir. Ráðning Haraldar var samþykkt á eigenda- fundi OR í gær. Borgarfulltrúar flokkanna segja það skjóta skökku við að ráða stjórnarformann í fullt starf með um milljón króna laun á mánuði á sama tíma og OR þurfi að þola mikið aðhald og niðurskurð á yfirvinnu og fríðindum vegna bágrar skuldastöðu. Heildarkjör Haraldar miðast við kjör sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg án fríðinda. Í tilkynningu frá Heiðu Kristínu Helgadóttur, aðstoðarmanni borgarstjóra, kom fram í gær að í starfi stjórnarformanns OR fælist innleiðing á að veganesti eigenda sé fylgt eftir. Ástæðan fyrir því að Haraldur er í fullu starfi sé sú að reglubundin verkefni hans verði fyrirsjáanlega umfangsmeiri á næstunni en áður í sögu fyrirtækisins. - jab FRÁ FUNDI BORGARRÁÐS Minnihlutinn í borginni gagnrýnir skipun starfandi stjórnarformanns OR. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjálfstæðismenn og VG draga lögmæti stjórnarformanns Orkuveitunnar í efa: Vilja skoða skipun Haraldar KÖNNUN Sextíu prósent þjóðarinn- ar eru mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rétt rúmur fjórðungur er hlynntur aðild en 14 prósent óákveðin. Þetta kemur fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Talsvert hefur dregið úr stuðn- ingi við aðildarviðræður. Fyrir einu og hálfu ári sögðust 64 pró- sent styðja aðildarviðræður en tæplega helmingi færri í febrúar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði einnig að innan við helmingur svarenda teldi sig þekkja kosti og galla aðildar. - jab Færri styðja ESB-aðild: Fáir þekkja kosti og galla Eru tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um vexti vegna gengistryggðra lána réttlát? Já 25,3% Nei 74,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgdist þú með tónleikunum Iceland Inspires í gær? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.