Fréttablaðið - 02.07.2010, Side 8
8 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
BANDARÍKIN Níu bandarískum vef-
síðum sem buðu upp á ólöglegt nið-
urhal á kvikmyndum var lokað í
gær. Síðurnar höfðu sumar boðið
upp á niðurhal á glænýjum mynd-
um eins og Toy Story 3 og Iron Man
2 innan sólarhrings frá því að þær
voru frumsýndar.
Lokun síðnanna er stærsta aðgerð
sinnar tegundar og liður í stórum
aðgerðum bandarískra stjórnvalda
til að stemma stigu við ólöglegu nið-
urhali á sjónvarpsefni, kvikmynd-
um og tónlist. Samanlagt heimsóttu
6,7 milljónir manna heimasíðurnar
níu í hverjum mánuði.
Auk þess sem síðunum var lokað
voru eignir á fimmtán banka- og
fjárfestingareikningum gerðar upp-
tækar og húsleitir gerðar í Norður-
Karólínu, New York, New Jersey og
Washington. Rannsókn lögreglunn-
ar fór fram í ellefu ríkjum og einn-
ig í Hollandi. Rúmlega 100 manns
unnu að rannsókninni.
Aðgerðin í gær er sú fyrsta sinn-
ar tegundar, en hingað til hefur
sjónum mest verið beint að ólög-
legum DVD-diskum. Nú var í
fyrsta sinn ráðist af fullum krafti
á heimasíður sem bjóða ólöglegt
niðurhal og græða ýmist á sölu
auglýsinga eða frjálsum framlög-
um. Nú stendur aðeins á síðunum
níu að þeim hafi verið lokað af
yfirvöldum.
John Morton, yfirmaður inn-
flytjenda- og tollastofnunarinn-
ar ICE, sagði málið upphafið að
löngu ferli þar sem reynt verði að
ráða niðurlögum ólöglegra niður-
halssíðna. Hann sagði jafnframt
að hann vissi vel að það hefði ekki
tekist með þessari einu aðgerð. „En
ef einhver síða kemur upp aftur, þá
komum við aftur.“
Stjórnvöld hafa sagst ætla að
grípa til frekari aðgerða, mögu-
lega með lögsóknum og fangelsis-
dómum. thorunn@frettabladid.is
Lokuðu ólög-
legum síðum
Bandarísk yfirvöld lokuðu í gær níu vefsíðum sem
buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum og
sjónvarpsefni. Stærsta aðgerð yfirvalda í þessum
málum. 7,6 milljónir sóttu síðurnar á mánuði.
TOY STORY 3 Teiknimyndin er meðal þeirra sem hafa verið í boði á ólöglegum niður-
halssíðum, og var komin þangað nokkrum klukkustundum eftir að hún var frumsýnd
í bíó.
BRETLAND Breska ríkisstjórnin hefur lokið bóta-
greiðslum til breskra togarasjómanna sem misstu
atvinnuna í kjölfar þorskastríðanna við Íslendinga
á áttunda áratugnum. Heildargreiðslur til hundr-
aða sjómanna frá Aberdeen, Grimsby og Hull
nema um 60 milljónum punda, eða rúmlega ellefu
milljörðum króna.
Þetta var tilkynnt í breska þinginu í gær af
atvinnumálaráðherranum Ed Davey. Bótagreiðslu-
kerfinu var komið á fót af stjórn Verkamanna-
flokksins sem nýlega lét af völdum. Var því komið
á eftir langa baráttu bresku sjómannasamtakanna
fyrir því að sjómönnum yrði bættur atvinnumiss-
irinn. Þess ber að geta að þá höfðu útgerðir fengið
ríflegar bætur eftir að hluta breska togaraflotans
var fargað vegna verkefnaleysis.
Þingmaðurinn Frank Doran vakti hins vegar
athygli á því á þinginu í gær að margt benti til
þess að mistök í stjórnsýslu hefðu valdið því að
hópur sjómanna hefði ekki fengið bætur eins og
þeim ber. Þingmenn frá Hull og Grimsby vinna að
athugun á því hvort ástæða sé til þess að bíða með
að leggja kerfið af. Þegar liggja fyrir erindi frá
300 sjómönnum sem hafa farið fram á bætur en
ekki fengið.
Bætur til einstakra sjómanna geta numið allt
að 20 þúsund pundum eða jafnvirði tæplega 3,8
milljóna króna. - shá
Bresk yfirvöld hafa greitt um ellefu milljarða króna til sjómanna sem misstu vinnuna eftir þorskastríðin:
Bótasjóði breskra togarasjómanna lokað
ÞORSKASTRÍÐ Í ALGLEYMI Her- og varðskip fönguðu
athyglina í þorskastríðunum. Fjölmargir sjómenn misstu
atvinnu sína í kjölfarið.
1. Hvað heitir formaður stjórn-
ar Ríkisútvarpsins?
2. Í hvaða væntanlegu kvik-
mynd sækist Robin Williams
eftir hlutverki aðalskúrksins?
3. Með hvaða handboltaliði
mun Bjarni Fritzson spila á
næsta tímabili?
SVÖR Á SÍÐU 34
Kynntu þér frábæra kaupauka á ring.is
Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði
til að hafa samband við alla innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að hringja í fólk í öðrum kerfum.
www.facebook.com/ringjarar
50% afsláttur
50% af verði bíómiða fyrir Ringjara 5Ekki vera
sökker!
VEISTU SVARIÐ?