Fréttablaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
FUGLAVERND og Ferðafélag
barnanna verða með fuglaskoðunar-
ferð í Gróttu á morgun þar sem
áhersla er lögð á að skoða, telja og
teikna fugla. Mæting við bílastæði út
við Gróttu klukkan 10.
1/2 bolli smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1/8 tsk. salt
2 tsk. rifinn sítrónubörkur
1/2 til 3/4 bolli mjólk
1,5 bolli bláber, helst frosin
Yfir kökuna
4 msk. sítrónusafi
4 msk. sykur
Aðferð:
Þeytið egg og sykur þar til það er
orðið létt og ljóst. Bætið eggjunum
við einu í einu og þeytið vel á milli.
Bætið hveiti, lyftidufti, salti og rifn-
um sítrónuberki út í ásamt 1/2 bolla
af mjólk. Bætið aðeins meiri mjólk í
ef þetta virðist vera of þykkt.
Blandið bláberjunum varlega við
með sleif.
Sett í formkökuform og bakað við
185°C í 50 til 70 mínútur.
Um leið og kakan kemur úr ofninum
stingið þá í hana með prjóni og
hellið sítrónu og sykurblöndunni yfir.
SÍTRÓNUFORMKAKA MEÐ BLÁBERJUM
10-12 sneiðar
„Ég átti alltaf svo mikið af blá-
berjum sem ég vissi ekki hvað
ég ætti að gera við. Þannig að ég
gúgglaði uppskrift að sítrónu-
köku og bætti bláberjum við. Mér
finnst sítróna og bláber svo rosa-
lega góð saman,“ segir Ragna
Björg Ársælsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og matarbloggari, sem
gefur uppskrift að sítrónuform-
köku með bláberjum.
Ragna breytir oft uppskriftum
og gerir að sínum. „Ég held ég
geri það eiginlega alltaf. Ég er
með miklar skoðanir á því hvað
á að fara í matinn og breyti upp-
skriftunum því aðeins.“
Ragna hefur mikinn áhuga
á matargerð og bakstri. Fyrir
nokkrum árum bjó hún til mat-
reiðslubók sem hún gaf vinkon-
um sínum í jólagjöf. „Ég á fullt
af vinkonum sem eru nýkomn-
ar í fyrsta eldhúsið sitt og ég gaf
þeim uppskriftabók þar sem leið-
beiningar voru settar fram skref
fyrir skref. Svo komst ég að því
um daginn að þær eru enn þá að
nota bókina.“ Nú fær Ragna útrás
fyrir matreiðsluáhugann á bloggi
sínu á síðunni www.ragna.is þar
sem hún hóf nýlega að blogga um
mat. martaf@frettabladid.is
Breytir oft uppskriftum
Ragna Björg Ársælsdóttir, nýúskrifaður hjúkrunarfræðingur, hóf fyrir stuttu að blogga um mat. Hún hefur
alla tíð haft áhuga á matargerð og hjálpaði móður sinni, sem er lærður kokkur, í eldhúsinu sem barn.
Ragna Björg bjó til uppskriftabók handa vinkonum sínum fyrir um sjö árum sem enn er í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
4ra rétta
Góð tækifæ
risgjöf!
Kryddlegin bleikja
með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu
Humarsúpa
rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsins
það ferskasta hverju sinni; útfærður
af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvenna
með steinseljurótarmauki, aspas, rófu,
soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapioca
með steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki