Fréttablaðið - 02.07.2010, Síða 22
2 föstudagur 2. júlí
núna
✽ klæðist eins og gyðjur
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir
sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
DARRI INGÓLFSSON LEIKARI
Það verður farið í sund, útiklefann og gufu. Lambalæri snætt með fjöl-
skyldunni. Ætli maður kíki ekki líka smá í bæinn til að skoða mannlífs-
flóruna. Á sunnudaginn er svo Vinkonudeit á Á næstu grösum.
4ra rétta tilboðsseðill
Verð aðeins 7.290 kr.
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Með meistara Eno
Ástralski tónlistarmaðurinn Ben
Frost hlaut nýverið Rolex-verð-
launin. Að verðlaunum
fær Ben að starfa
undir handleiðslu
tónlistarmannsins
Brian Eno næsta
árið auk þess
sem hann hlýtur
peningaverð-
laun. Brian Eno er orðinn goðsögn
innan tónlistarheimsins en hann
hóf feril sinn með hljómsveitinni
Roxy Music og hefur unnið með
tónlistarmönnum á borð við David
Bowie, U2, Cindy Lauper, Cold-
play og Grace Jones.
Klingenberg í Forynju
Á laugardaginn verður Sigríð-
ur Klingenberg að vinna í For-
ynju á Laugavegi 12.
Sigríður mun afgreiða
gesti og gangandi
milli 13 og 15 og
það er um að gera
að nýta sér tækifær-
ið að fá Siggu til
að klæða þig
upp. Veig-
ar verða í boði
og stemningu lofað í búðinni.
Stuð á Sódómu
Hljómsveitirnar Mínus og Agent
Fresco leika saman á tónleika-
staðnum Sódómu annað kvöld.
Sveitirnar eru báðar að vinna að
nýjum breiðskífum og munu því
tónleikagestir fá að heyra það allra
nýjasta í bland við eldra efni. Mínus
hefur þótt eitt besta rokkband
landsins og því ættu rokkglaðir
borgarbúar að geta slammað
saman í góðum gír við nýtt efni frá
sveitinni.
F
atahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur
vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína,
Royal Extreme, og hefur meðal annars hlot-
ið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og
bloggum.
„Þetta hefur gengið vonum framar. Í ágúst
ætla ég að opna Royal Extreme verslun á Lauga-
veginum, en mig er búið að dreyma lengi um að
opna búð og skapa þannig heilsteypta umgjörð
í kringum merkið. Mér var einnig boðið að taka
þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn þann 14. ágúst
ásamt fimm öðrum íslenskum hönnuðum.“
Una Hlín heldur utan til Indlands í næstu viku þar
sem hún mun fylgja nýrri línu eftir í framleiðslu. Að-
spurð segist hún meðal annars hafa sótt innblástur
að línunni til frumbyggja Ástralíu og íslenskrar götu-
tísku. „Næsta lína inniheldur sextíu hluti og má þar
á meðal nefna fatnað, yfirhafnir, fylgihluti, tvær teg-
undir af skóm ásamt ýmsu öðru. Ég dvel á Indlandi í
þrjár vikur og vinn að næstu línu en ég ætla mér líka
að skoða verksmiðjurnar því ég vil ég vera fullviss um
að þar sé allt eins og það á að vera,“ útskýrir hún.
Una Hlín hefur fengið mikla umfjöllun í erlend-
um tískubloggum og tímaritum undanfarna mánuði
auk þess sem hönnun hennar birtist í erlendri sjón-
varpsauglýsingu fyrir Ford bílaframleiðandann. „Ég
held ég geti þakkað Reykjavík Fashion Festival svo-
lítið fyrir þá umfjöllun sem ég hef fengið. Ég fékk til
að mynda góða dóma í tískutímaritinu Dazeen og út
frá því fóru fréttir um Royal Extreme að berast áfram
um netheiminn. Þetta er eins og hálfgerður köngu-
lóarvefur, þetta breiðist svo hratt út. Síðast þegar ég
sló Royal Extreme inn í leitarvél á Netinu þá komu
upp um fimm þúsund niðurstöður,“ segir Una Hlín
sem er að vonum ánægð með móttökurnar. „Þetta
er náttúrulega alveg frábært og það er líka svo ótrú-
lega gaman að fá tækifæri til að gera þetta fyrir sjálf-
an sig.“ Heimasíða Royal Extreme er www.beroyalex-
treme.com. - sm
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir sýnir á tískuviku í Kaupmannahöfn:
Konungleg fatalína
slær í gegn
Efnileg Una Hlín Kristjánsdóttir þykir einn efnilegasti hönnuður
landsins í dag og hefur hönnun hennar slegið rækilega í gegn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STÓRA RASSABÓKIN Klámmynda-
leikkonan Alexis Texas stillir sér upp
á viðeigandi hátt í sameiginlegu út-
gáfuteiti Taschen-útgáfunnar og Play-
boy, í tilefni af útgáfu stóru rassabók-
arinnar, „The Big Butt Book“.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eig-andi Gyðju Collection, vinnur
nú að hönnun nýrrar fylgihluta-
línu undir nýju nafni, sérstak-
lega fyrir Hagkaup. Stefnt er að
því að línan komi í verslanir Hag-
kaupa í mars 2011 og verði til sölu
í takmarkaðan tíma og upplagi.
Hún mun samanstanda af skóm,
töskum og beltum.
Í nýju línunni verður notast við
leðurlíki og því miðað við annan
markhóp en Gyðja Collection, sem
eingöngu er gerð úr hágæðaefn-
um. Hún verður með klassískara
útliti en Gyðja, þótt handbragð
Sigrúnar Lilju muni glögglega
sjást. „Við stefnum að sjálfsögðu
að því að gæðin verði góð, og ég
mun leggja mikið upp úr því að
sniðin séu þægileg og hallinn rétt-
ur fyrir fætur,“ segir Sigrún Lilja,
hæstánægð með samstarfið.
Með samstarfinu við Hagkaup
fetar Sigrún Lilja í fótspor þekktra
erlendra hönnuða, en til að mynda
hefur verslunarkeðjan Target feng-
ið Jean Paul Gaultier til að hanna
línur fyrir verslunarkeðjuna undir
sínu nafni, innblásnar af hátísku
en á góðum kjörum. - hhs
Ný fylgihlutalína frá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur:
Gyðja hannar
fyrir Hagkaup
Sigrún Lilja Nýja línan hennar kemur í
verslun Hagkaupa í mars á næsta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
þetta
HELST
helgin
MÍN