Fréttablaðið - 02.07.2010, Page 38
26 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
BAKÞANKAR
Brynhildar
Björnsdóttur
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir
sem eignuðust börn sín að vetri til vita
og öfundast endalaust út í er svo ein-
falt að halda sumarafmælin úti í garði.
Smala saman fullt af krökkum, baka
flotta köku og hleypa börnunum svo laus-
um í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu
afmæli hafði meira að segja verið blásið
til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki
gnæfði yfir gesti og veifaði.
GESTIR voru alsælir, hlupu um,
veltust af lífsins lyst sem er mikil
þegar maður er fjögurra, fimm
og sex ára og stukku hæð sína af
og til á trampólíni sem var við
hliðina á kastalanum.
SVO VAR kallað undir tjald til
kertablásturs og kökuneyslu.
Og sem sú athöfn stóð sem hæst
opnuðust himnarnir.
OG ÉG meina bókstaflega.
Ég hef aldrei séð eins
ofboðslega mikið vatn
streyma úr lofti á
Íslandi, ekki einu
sinni á sautjándu
júníum bernsku minn-
ar, það var einna
helst að þrumuskúr í
Afríku stæðist saman-
burð. Afmælisgestir hikuðu smástund
í skjóli tjalds en þóttust svo hafa himin
höndum tekið (sem var alveg rétt, eða að
minnsta kosti fundið hann seytla milli
fingranna), óðu inn í vatnselginn í kastal-
anum, skeyttu hvorki um spariföt né skó
heldur hentu sér á kaf í kastalasíkið sem
nú var innanveggja og svona tíu senti-
metrar á dýpt eða dönsuðu regndansa
við veðrið sjálft. Innan tíðar var smalað
inn og hamflett, föt fundin á þá sem eru
gegndrepa og haldið áfram að borða góm-
sætar afmæliskökurnar, sem höfðu nú
gengið í endurnýjun matarlystar og voru
ekki nema pínulítið blautar. Íslensk börn
kunna að vera til á íslensku sumri.
VEÐUR er mér að skapi. Í útlöndum er
oft ekkert skjól fyrir einhverri veður-
leysu, slappsveittri velgju og vindsneyð.
Hér heima á sumrin er oft sem betur fer
almennilegt veður. Hægt að fara í regn-
gallann sinn og stígvélin, brjótast á móti
vindinum og finna hann lemja sig í andlit-
ið, stappa í pollum, verða regnvot eða -ur,
koma svo inn eða heim eða á áfangastað
og finnast afrek hafa verið unnið, dáðir
drýgðar og heitir drykkir og góður matur
svo dæmalaust verðskulduð. Að vita að
allra veðra er von og geta notið þess og
hlakkað til, það er að vera Íslendingur.
Í DAG og kvöld er gert ráð fyrir stormi.
Lifið og njótið.
Gert er ráð fyrir stormi
Hvað er
að þér?
Verð á
hlutabréfum
hrynur um
allan heim!
Og? Áttu
einhver
hlutabréf? Nei!
Ertu þess
vegna að
hlæja? Já!
Til hamingju
með afmælið!
Nauhh!
Keyptirðu
líka gjöf
handa mér?
Þetta er
æði! takk!
Ég vona að
kvittunin sé þarna
einhvers staðar.
Ég bjóst aldrei við að ég yrði spennt
fyrir nýrri þvottavél og þurrkara, en
ég er það samt. Ég
líka.
Flottur litur.
Já. Snjóstormur
er miklu flottari
en gamli hvíti
liturinn.
Eigum við
að prófa
græjurnar?
Ertu klikkaður?
Ég set ekki þessi
skítugu föt í nýju
þvottavélina mína!