Fréttablaðið - 02.07.2010, Síða 43
FÖSTUDAGUR 2. júlí 2010 31
FÓTBOLTI Roy Hodgson var í gær
ráðinn knattspyrnustjóri Liver-
pool og skrifaði hann undir
þriggja ára samning. Hann var
áður stjóri Fulham og náði góðum
árangri en tekur nú við af Rafael
Benitez.
Liverpool gekk illa á síðasta
tímabili og Hodgson segist ætla
að koma liðinu aftur í fremstu
röð.
„Efst á listanum er að ná betri
árangri en á síðasta tímabili og
koma liðinu aftur í Meistaradeild
Evrópu,“ sagði Hodgson.
Hann sagði enn fremur að það
hefði aldrei komið til greina hjá
sér að taka við þjálfun enska
landsliðsins og að hann stefndi á
að halda sterkustu leikmönnum
Liverpool í félaginu.
„Það er mitt markmið að sinna
mínu starfi vel bæði fyrir félagið
og fólkið í Liverpool,“ sagði
Hodgson enn fremur. - esá
Hodgson ráðinn til Liverpool:
Kem liðinu aft-
ur í fremstu röð
ROY HODGSON Nýr knattspyrnustjóri
Liverpool var ráðinn í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Gana getur komist á
spjöld sögunnar með því að verða
fyrsta Afríkuþjóðin til að komast
í undanúrslit í heimsmeistara-
keppni. Til þess þarf liðið að hafa
betur gegn Úrúgvæ í fjórðungs-
úrslitunum í kvöld.
Úrúgvæ komst síðast í undan-
úrslit á HM árið 1970 en liðið
varð heimsmeistari árin 1930
og 1950. Úrúgvæ hefur enn ekki
tapað leik á mótinu en liðið varð
í efsta sæti A-riðils og sló út
Suður-Kóreu í 16 liða úrslitunum.
Gana er eina Afríkuliðið sem
komst í útsláttarkeppnina og
það er í annað skiptið í röð sem
það gerist. Það hefur aldrei fyrr
komist í fjórðungsúrslitin.
Leikurinn hefst klukkan 18.30 í
kvöld. - esá
Úrúgvæ-Gana í kvöld:
Söguleg stund
fyrir Afríku?
ASAMOAH GYAN Lykilmaður í landsliði
Gana en hann hefur skorað sjö af ellefu
mörkum liðsins á árinu. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Við komum hing-
að til að vinna – ekki spila
fallegan fótbolta. Þetta
má lesa úr orðum bæði
Dunga og Berts van Mar-
wijk sem mætast með lið
sín í átta liða úrslitum HM í
dag. Brasilía er í fyrsta sæti
á styrkleikalista FIFA og
Holland í því fjórða.
„Við komum til að
vinna, ef við getum
spilað fallegan bolta
í leiðinni er það bara
fínt. En ég sagði
líka þegar ég tók að
mér þetta starf að við verðum líka
að læra hvernig á að vinna ljótu
leikina,“ sagði van Marwijk sem
hefur úr öllum sínum leikmanna-
hópi að skipa.
Sömu sögu er ekki að segja af
Dunga sem verður án Ramires,
sem er í banni, Elano,
sem er meiddur og
þá er Felipe Melo
tæpur. Þeir hafa
allir spilað mikið
og því er miðja
Brasilíu þunn-
skipuð þar sem Julio Baptista er
einnig tæpur. Gilberto Silva byrj-
ar og Kleberson, fyrrum leikmað-
ur Manchester United, gæti fengið
tækifærið eða Josue.
Þetta verður fjórða viðureign
Hollands og Brasilíu á HM, hvor
þjóð hefur unnið einn leik og þau
hafa gert eitt jafntefli.
„Við vitum að það verða alltaf
væntingar um að Brasilía vinni en
að vera sigurstranglegastir hjálpar
þér ekki að verða heimsmeistari,“
segir Dunga. „Sumir efuðust um
að við myndum standa okkur að
lokum en því lengra sem við kom-
umst því meira eykst
sjálfstraustið. Við
vonumst til að
komast alla leið
í úrslitin, aðalat-
riðið er að vinna,
ekki hvernig við
vinnum,“ sagði
þjálfarinn.
Leikurinn
hefst klukk-
an 14.00 í
dag. - hþh
Brasilía og Holland mætast í fyrsta stórleik átta liða úrslita HM í dag:
Sigur en ekki fallegur fótbolti númer eitt
BERT VAN
MARWIJKDUNGA
FÓTBOLTI Pele hefur enn og aftur
gagnrýnt Diego Maradona. Nýj-
asta árás Pele virðist vera til-
hæfulaus og komi til að trufla
Maradona í undirbúningi fyrir
leikinn gegn Þýskalandi.
Brasilíumaðurinn Pele sagði
í síðasta mánuði að Maradona
hefði bara tekið starfið að sér af
því hann vantaði pening. Marad-
ona svaraði með því að segja að
Pele ætti heima á safni.
„Hann er ekki góður þjálfari af
því lífsstíll hans er undarlegur og
það getur ekki gengið vel í leik-
mannahópnum,“ sagði Pele sem
vekur þó furðu þar sem leikmenn
Argentínu virðast elska að spila
fyrir Maradona. - hþh
Pele um Maradona:
Lélegur þjálfari
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
SUMARMÓTIN
LÍFLEGIR OG SKEMMTILEGIR ÞÆTTIR
UM ÖLL HELSTU SUMARMÓT YNGRI
FLOKKA Í FÓTBOLTA
VEIÐIPERLUR
ÓMISSANDI ÞÁTTUR FYRIR
ALLA VEIÐIMENN
ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ
SKEMMTA SÉR HEIMA
FORMÚLA 1
SILVERSTONE, HOCKENHEIM
OG BÚDAPEST
PEPSI DEILDIN
HÖRKULEIKIR Í BEINNI OG
PEPSIMÖRKIN MEÐ MAGNÚSI GYLFA
OG TÓMASI INGA
GOLF
EVRÓPUMÓTARÖÐIN
PGA MÓTARÖÐIN
HERMINATOR
STÓRSTJÖRNURNAR MÆTA Á
HERMINATOR GÓÐGERÐARMÓTIÐ Í GOLFI