Fréttablaðið - 07.07.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 07.07.2010, Síða 36
20 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Ísdrykkir hrystir eða hrærðir 007 Hamborbarabar James Bond í seinni tíð Segðu mér, hversu lengi ertu að vinna í kvöld? Við lokum klukkan eitt! Ertu til í að koma með mér heim í eitt púrt- vínsglas og sjóorustu? Uhh... Takk, en nei takk! Hugsaðu um það! Búinn að því. Sama og þegið! Slönguspilið? Lúdó? Ekki heldur! Hvað með sjérríglas og rólega glímu? Þúrý-Laila! Hvað gerir þú venjulega í þessu? Ég fer með í hvert skipti! áfram með þig! Hvernig ferðu að því að lesa, hlusta á tónlist og sms-a vini þína á sama tíma? Það er eðlilegt. Að gera marga hluti í einu er eðlilegt fyrir kynslóðina mína. Eins og það er eðlilegt fyrir þína að öskra á sjón- varpið þegar fréttirnar eru í gangi. Ég hrópa ekki, ég bendi á staðreynda- villur! Hátt. Úff! Er allt í lagi? Þegar ég sakna gömlu vinnunnar treð ég mér í aðhaldssokkabuxur og tilfinningin hverfur. Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyð- arlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af rétt- lætiskennd. FYRSTA dæmið sem ég sá um þessa hátt- semi var reyndar afar saklaust. Ég var á Laugardalsvellinum að horfa á lands- leik þegar Eiður Smári Guðjohnsen braut harkalega af sér. Dómarinn beið ekki boð- anna og rauk að kappanum harðákveðinn meðan hann teygði sig í brjóstvasann eftir gula spjaldinu, en þá versnaði í því. Mundi hann allt í einu að Eiður hafði fengið gult spjald áður og yrði því að fara í sturtu ef hann liti það í annað sinn. „Það er nú ekki hægt að reka besta landsliðs- mann Íslands út af,“ hefur hann örugg- lega hugsað með sér. „Þetta er á þeirra heimavelli og þeir gera í buxurnar ef þeir missa kappann út af. Þar að auki eru örugglega komnir fjölmargir áhorfendur alla leið frá Bíldudal til að horfa á hann.“ Hann stakk því gula spjaldinu aftur í vasann og leit til Eiðs alveg eyðilagður. EFTIR hrun tók þetta á sig alvarlegri mynd enda voru stórtækir kaupsýslumenn búnir að keyra fyrirtæki sín í þrot og koma þjóð- inni í stórvandræði með ofurskuldum. Rétt- lætiskenndin hefur eflaust sagt ráðamönn- um að réttast væri að ganga að þeim eins og öllum öðrum óreiðumönnum. Þeir töldu það þó of dýrkeypt fyrir íslenskt efnahags- líf. Rauða spjaldinu var því stungið niður í brjóstvasann svo ég noti nú líkingarmálið úr Laugardalnum. NÚ hefur Hæstiréttur dæmt gengislánin ólögleg. Yfirvöld segja þjóðina þó ekki hafa efni á því að taka á þeim eins og hverri annarri lögleysu. Réttvísin kostar sitt rétt eins og réttlætið. ÞRÁTT fyrir þetta er ég samt svo róman- tískur að trúa því að réttlætið sigri að lokum. Til eru nefnilega reikningsskil sem enginn kemst hjá. Þjóðskáldið okkar Páll Ólafsson lýsir þeim af mikilli snilld í eftir- farandi stöku: ILLA fenginn auðinn þinn,/ áður en lýkur nösum,/ aftur tínir andskotinn/ upp úr þínum vösum. EFLAUST finna margir hugarhægð í því að réttlætið sé í alvörunni til. Það er þó sorg- legra að það ber að þakka djöflinum en ekki yfirvaldinu. Réttlætið sigrar víst að lokum www.frettabladid.is | 512 5000 *Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu Suðurnes Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins 1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Bónus, Fitjum, Njarðvík

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.