Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. júlí 2010 13 ÍS L E N SK A S IA .I S V IT 5 08 14 0 7/ 10 Kviknaði í húsbíl Eldur kom upp í húsbíl í Fellahverfinu í Breiðholti um tvöleytið í fyrrinótt og er bíllinn töluvert skemmdur. Að sögn lögreglunnar var par að laga til í bíln- um þegar slanga losnaði frá gaskút og eldur kviknaði. Fólkið var flutt á slysadeild og reyndist með lítilsháttar brunasár. LÖGREGLUFRÉTTIR Eygló ráðin sveitarstjóri Eygló Kristjánsdóttir á Reykhólum hefur verið ráðin sveitarstjóri Skaftár- hrepps og tekur við starfinu um miðj- an næsta mánuð. Hún hefur gegnt starfi skrifstofustjóra Reykhólahrepps í átta ár. Íbúafjöldi í hreppnum var 1. desember síðastliðinn 450 manns. SKAFTÁRHREPPUR KJARAMÁL Kristinn Örn Jóhannesson, formað- ur VR, vill að almennir félagsmenn taki þátt í vinnu vegna kröfugerðar VR fyrir kjara- samningana í haust. Í viðtali við VR blað- ið segir Kristinn að könnun verði gerð meðal félagsmanna um þær áherslur sem þeir vilja sjá og í framhaldinu verði haldið sérstakt kröfugerðarþing. Í vor stóð stjórn VR fyrir svokölluðu stefnu- þingi þar sem félagsmenn voru valdir til þátt- töku með slembiúrtaki. Var markmið þingsins að móta framtíðarsýn VR og áherslur í starfi. Þótti stefnuþingið takast svo vel að stjórn VR vildi beita sambærilegri aðferð til að undirbúa kröfugerðarvinnuna. „Okkur finnst mjög mikilvægt að opna starf- ið meira en verið hefur. Trúnaðarráð, stjórn- in og starfsfólk hafa unnið að kröfugerðinni í gegnum tíðina en það er bráðnauðsynlegt að opna vettvang fyrir almenna félagsmenn til að taka þátt,“ segir Kristinn og bætir við að auk kröfugerðarþingsins verði opnuð vefsíða í kringum það þannig að fólk geti komið sínum ábendingum og hugmyndum á framfæri. Kristinn segist hafa miklar væntingar til þess að fólk taki sem mestan þátt hvort sem það er á stefnuþinginu sjálfu eða í gegnum netið. - mþl Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur vill opna vettvang fyrir alla félagsmenn: Félagsmenn taki þátt í kröfugerðarþingi KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON Formaður VR vill að almennir félagsmenn taki þátt í vinnu vegna kröfugerð- ar félagsins fyrir komandi kjarasamninga. STJÓRNMÁL Forseti Mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur rætt við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráð- herra, um að hún taki að sér formennsku í nefnd sem til stendur að stofna og mun rannsaka árás Ísraelsmanna á skipalest á leið til Gasa með hjálpargögn. Frá þessu var greint á Vísi.is. Ingibjörg Sólrún segir ekk- ert ákveðið varðandi málið en hún geri ráð fyrir að málin muni skýrast á næstu dögum. „Ég var á ráðstefnu í Madríd um mál- efni Palestínu og var spurð að því hvort það mætti nefna nafnið mitt og síðan var haft samband við mig frá skrifstofu Mannrétt- indaráðsins,“ segir Ingibjörg um það hvernig standi á því að málið hafi verið nefnt við hana. „Þetta mál kom bara upp fyrir hálfgerða tilviljun og ég var svo sem alveg tilbúin til þess að vera inni í þessu ef til kæmi,“ sagði Ingibjörg í samtali við Vísi. - jhh Rannsókn á árás Ísraela: Ingibjörg orðuð við formennsku INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR FRAKKLAND Júmbóþota franska flugfélagsins Air France þurfti að nauðlenda á leið sinni frá Ríó de Janeiro til Parísar eftir að áhöfninni barst sprengjuhótun. Atvikið átti sér stað á sunnudag- inn og vélin, með 450 farþega um borð, þurfti að lenda á austur- strönd Brasilíu. Vélin var rýmd og yfirfarin á staðnum. Um falska hótun var að ræða en fyrir rúmlega ári fórst vél Air France á þessari sömu flugleið og 228 farþegar fórust. - áp Nauðlending hjá Air France: Sprengjuhótun reyndist gabb BANDARÍKIN Níu ára drengur skaut tveggja ára bróður sinn um helgina með þeim afleiðing- um að hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Lögreglan í Los Angeles telur að um voðaskot hafi verið að ræða en eldri bróð- irinn mun hafa fundið byssuna hlaðna ofan á fataskáp á heimili þeirra. Pilturinn fór að leika sér með byssuna, skot reið af og hitti tveggja ára barnið í brjóstkass- ann. Lögreglan telur að atvik- ið sé slys og hefur fjölskylduna ekki grunaða um neitt saknæmt. - áp Lést af völdum voðaskots: Níu ára skaut litla bróður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.