Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 20
 12. JÚLÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is Níutíu ár eru frá því Guðjón Samúelsson varð fyrsti húsameistari ríkisins. Því embætti gegndi hann frá 1920 til dauðadags árið 1950. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka námi í byggingarlist árið 1919 og teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins, auk þess sem hann hafði afgerandi áhrif á skipulag ýmissa þéttbýlisstaða því hann sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins. Fjórar stórbygg- ingar hans eiga tugaafmæli á þessu ári, Landspítalinn, Háskólinn, Hótel Borg og Þjóðleikhúsið. Húsameistari númer eitt Hallgrímskirkja er eitt sterkasta kennileiti Reykjavíkur, byggð frá 1945 til 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sundhöllin var byggð á árunum 1929 til 1937. Fyrstu tillögur Guðjóns lutu að þrískiptri laug með jafnmörgum burstum, einni fyrir börn, annarri fyrir íþróttamenn og þeirri þriðju með sjó í. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landspítalinn var tekinn í notkun 1930 eftir fimm ára bygging- artíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hótel Borg var tekin í notkun fyrir Alþingishátíðina 1930. Bygging hennar tók aðeins tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heimili Guðjóns var lengst af á Skólavörðustíg 35 í húsi sem faðir hans, Smúel Jónsson byggði. Skúffur undan teikningum Guðjóns eru varðveittar í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ein fyrstu raðhúsin í Reykjavík voru byggð í þjóðlegum stíl árið 1923 eftir teikningum Guðjóns. Það eru svokölluð bankamanna- hús við Framnesveg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN M osi í grasflötum er algengt og hvimleitt vandamál. Ástæður fyrir mosavextinum geta verið breytilegar og af ýmsum toga. Algengur misskilningur er að mosi þríf- ist best í hávöxnu grasi og því beri að slá grasið neðar- lega. Stundum er jafnvel talað um að „hátt gras sé gróðrarstía fyrir mosavöxt.“ Hið rétta er einmitt gagnstætt, mosi þrífst betur í lágt klipptu grasi en hávaxið gras skyggir hann frekar út. Mosi hefur mikil áhrif á útlit en ekki síst styrk grasflatar. Mót- stöðukraftur grassins til að bregðast gegn sjúkdómum og samkeppni annarra óæskilegra tegunda, til dæmis illgresis, veikist. Mosavöxt- urinn er ákveðið einkenni um að grasið búi við óheppilegar aðstæður sem beri að bregðast við. Sé ekkert aðhafst mun mosavöxturinn áger- ast og smám saman leggja undir sig flötina. Mosi vex helst í illa framræstum, loftlausum og súrum jarðvegi, það er að segja þar sem vatnsinnihald jarðvegs er mikið og súrefni lítið. Svokölluð loftun grasflata er aðgerð sem felur í sér að auka súr- efni, loftflæði og vatnsleiðni í rótarlagi og á yfirborði flatarinnar. Skuggasvæði þar sem sólar nýtur sjaldan við eru einnig líkleg til að verða mosavaxin. Hávaxinn og þéttur trjágróður varpar miklum skugga á grassvæðið sem veldur grasinu vanþrifum meðal annars vegna minni hita og sólar. Oft getur reynst nauðsynlegt að grisja trjá- krónur eða fækka trjám til að hleypa birtu og hita að grasinu. Þegar grasflatir innihalda mikið magn af mosa getur þurft að fram- kvæma svokallaða mosatætingu. Hægt er að kaupa eða leigja ýmsar tegundir mosatætara, bæði rafmagns- og bensínknúna. Eftir tæting- una getur þurft að sá grasfræi í ber og gisin svæði á flötinni til að þétta svörðinn. Eftir að fræinu hefur verið dreift og það rakað niður í jarðveginn er gott að sanda yfirborðið með fínum sandi, til dæmis pússningasandi. Sandurinn hefur jákvæð áhrif á jarðveginn og kemur meðal annars í veg fyrir þjöppun í jarðveginum. Einnig eykur sand- urinn loftflæði og vatnsleiðni. Gott er að gefa áburð og kalk samhliða grassáningunni. Að lokum er mikilvægt að vökva grasflötina vel og halda raka að grasfræinu þar til það hefur spírað. Athugið að í þeim tilfellum sem jarðvegur er mikið þjappaður og súrefnislaus hefur mosatæting takmörkuð áhrif til lengri tíma litið. Eftir mosatætinguna er gott að stilla sláttuvél í háa sláttustillingu, til dæmis 5 sentimetra og slá frekar minna og oftar. Við það styrkist grasið, rótarvöxtur eykst og þar með þéttleiki í sverði auk þess sem grasið skyggir á mosann í sverðinum. Sjá meira um viðhald grassvæða á www.horticum.is. Mosi í grasflötum GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ MAGNÚS BJARKLIND, GARÐYRKJUTÆKNIR Myndin á forsíðunni er af fyrsta húsinu sem Guðjón Samúelsson teiknaði, en það stendur neðarlega við Hverfisgötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.